Um hundrað manns vilja aðstoða bændur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2020 12:30 Guðbjörg Jónsdóttir er verkefnisstjóri hjá Bændasamtökum Íslands og heldur utan um afleysingaverkefnið eða bakvarðarsveit bænda. Einkasafn Um hundrað manns hafa skráð sig í afleysingaþjónustu fyrir bændur um allt land vegna Covid-19. Nú þegar eru sex bændur í Vestur-Húnavatnssýslu smitaðir. Bændasamtökin auglýstu nýlega eftir fólki sem er tilbúið að taka að sér tímabundin afleysingastörf í sveitum veikist bændur og þeirra fjölskyldur á búunum vegna Covid-19 og geta ekki sinnt búverkum. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Guðbjörg Jónsdóttir er verkefnisstjóri hjá Bændasamtökunum og heldur utan um afleysingaþjónustuverkefnið. „Það eru komnir tæplega hundrað einstaklingar á lista hjá okkur. Maður er alveg snortin yfir þessu hvað landinn er að hugsa til bænda og er tilbúin til að aðstoð. Þetta er bæði fólk, sem er með reynslu og þekkingu og eru búfræðimenntaðir. Svo eru líka ýmsir, sem hafa misst vinnuna í gegnum ferðaþjónustuna og starfandi ráðunautar, allt mjög frambærilegir einstaklingar alls staðar af landinu,“ segir Guðbjörg alsæl. Guðbjörg segir að nú séu sex bændur í Vestur Húnavatnssýslu smitaðir af kórónaveirunni en allir hafi þeir getað reddað sér með aðstoð frá fjölskyldunni eða af öðrum bæjum. Ekki er vitað til þess að aðrir bændur séu veikir og í einangrun. „Nú er veiran náttúrulega bara að byrja í þessu ferli og sauðburður byrjar eftir mánuð, það er mesta áhyggjuefnið hvernig við mætum því.“Bændur hafa áhyggjur af sauðburði en það er einn mesti annatími sauðfjárbænda og engin vill vera veikur þá. Hér er Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum í Selvogi eitt vorið með þrílembinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðbjörg segir að matvælaöryggi sé mjög mikilvægt fyrir þjóðina og þar gegni bændur risahlutverki. „Já, sem aldrei fyrr. Þá er ljóst að við verðum að tryggja matvælaöryggi. Það er sem betur fer til nógur matur á Íslandi og við getum vel fætt þjóðina og kannski er það skrýtið að það sé verið að flytja inn mat á þessum tíma því við höfum mat hér,“ segir Guðbjörg. Þeir sem vilja skrá sig á lista í afleysingaþjónustu bænda geta gert það í gegnum netfangið afleysing@bondi.is Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Um hundrað manns hafa skráð sig í afleysingaþjónustu fyrir bændur um allt land vegna Covid-19. Nú þegar eru sex bændur í Vestur-Húnavatnssýslu smitaðir. Bændasamtökin auglýstu nýlega eftir fólki sem er tilbúið að taka að sér tímabundin afleysingastörf í sveitum veikist bændur og þeirra fjölskyldur á búunum vegna Covid-19 og geta ekki sinnt búverkum. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Guðbjörg Jónsdóttir er verkefnisstjóri hjá Bændasamtökunum og heldur utan um afleysingaþjónustuverkefnið. „Það eru komnir tæplega hundrað einstaklingar á lista hjá okkur. Maður er alveg snortin yfir þessu hvað landinn er að hugsa til bænda og er tilbúin til að aðstoð. Þetta er bæði fólk, sem er með reynslu og þekkingu og eru búfræðimenntaðir. Svo eru líka ýmsir, sem hafa misst vinnuna í gegnum ferðaþjónustuna og starfandi ráðunautar, allt mjög frambærilegir einstaklingar alls staðar af landinu,“ segir Guðbjörg alsæl. Guðbjörg segir að nú séu sex bændur í Vestur Húnavatnssýslu smitaðir af kórónaveirunni en allir hafi þeir getað reddað sér með aðstoð frá fjölskyldunni eða af öðrum bæjum. Ekki er vitað til þess að aðrir bændur séu veikir og í einangrun. „Nú er veiran náttúrulega bara að byrja í þessu ferli og sauðburður byrjar eftir mánuð, það er mesta áhyggjuefnið hvernig við mætum því.“Bændur hafa áhyggjur af sauðburði en það er einn mesti annatími sauðfjárbænda og engin vill vera veikur þá. Hér er Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum í Selvogi eitt vorið með þrílembinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðbjörg segir að matvælaöryggi sé mjög mikilvægt fyrir þjóðina og þar gegni bændur risahlutverki. „Já, sem aldrei fyrr. Þá er ljóst að við verðum að tryggja matvælaöryggi. Það er sem betur fer til nógur matur á Íslandi og við getum vel fætt þjóðina og kannski er það skrýtið að það sé verið að flytja inn mat á þessum tíma því við höfum mat hér,“ segir Guðbjörg. Þeir sem vilja skrá sig á lista í afleysingaþjónustu bænda geta gert það í gegnum netfangið afleysing@bondi.is
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira