Ekkert áhorfendabann á Íslandi en fleiri fundir framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 08:00 Frá fundinum í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir málin með fulltrúum sérsambanda. Mynd/Heimasíða Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Áhorfendum er óhætt að mæta áfram á íþróttaleiki á Íslandi þrátt fyrir kórónuveiruna en þetta er helsta niðurstaðan á samráðsfundi í höfuðstöðvum íslenskra íþrótta í gær. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og sérsamböndin vinna náið með heilbrigðisyfirvöldum í baráttunni við Covid-19 veiruna og héldu stóran fund í gær en niðurstöður hans koma fram á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Ítalir hafa bannað alla íþróttaviðburði hjá sér í mánuð, það er áhofendabann í Danmörk og fleiri Evrópulönd hafa sett fjöldatakmarkanir á viðburði. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið mjög fast á málum hér á landi eftir að upp komu mörg smit en það er ekki enn komið að því að fylgja fordæmi Dana.Það var skrýtið að sjá stórleik í ítölsku deildinni fara fram fyrir luktum dyrum. Þessi mynd er tekin skömmu fyrir leik Juventus og Inter.Getty/Filippo AlferoÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu í gær með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins. Þórólfur Guðnason greindi frá því að náið er fylgst með upplýsingum sem berast erlendis frá og embættið er í samstarfi við önnur lönd. „Þá er fylgst grannt með þróun og útbreiðslu hér á landi. Þó að búið sé að lýsa yfir neyðarstigi á Íslandi þá hefur ekki verið gripið til þess úrræðis að banna samkomur. Fulltrúar embættis landlæknis og almannavarna leggja því ekki til að fresta eða hætta við íþróttaviðburði miðað við stöðuna eins og hún er í dag,“ segir í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Þar kemur líka fram að fulltrúar ÍSÍ og sérsambanda ÍSÍ hafa komið sér upp samráðsvettvangi sem mun funda reglulega og fylgjast með framvindu mála. Einnig er fyrirhugað að funda með fulltrúum almannavarna með reglubundnum hætti. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira
Áhorfendum er óhætt að mæta áfram á íþróttaleiki á Íslandi þrátt fyrir kórónuveiruna en þetta er helsta niðurstaðan á samráðsfundi í höfuðstöðvum íslenskra íþrótta í gær. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og sérsamböndin vinna náið með heilbrigðisyfirvöldum í baráttunni við Covid-19 veiruna og héldu stóran fund í gær en niðurstöður hans koma fram á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Ítalir hafa bannað alla íþróttaviðburði hjá sér í mánuð, það er áhofendabann í Danmörk og fleiri Evrópulönd hafa sett fjöldatakmarkanir á viðburði. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið mjög fast á málum hér á landi eftir að upp komu mörg smit en það er ekki enn komið að því að fylgja fordæmi Dana.Það var skrýtið að sjá stórleik í ítölsku deildinni fara fram fyrir luktum dyrum. Þessi mynd er tekin skömmu fyrir leik Juventus og Inter.Getty/Filippo AlferoÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu í gær með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins. Þórólfur Guðnason greindi frá því að náið er fylgst með upplýsingum sem berast erlendis frá og embættið er í samstarfi við önnur lönd. „Þá er fylgst grannt með þróun og útbreiðslu hér á landi. Þó að búið sé að lýsa yfir neyðarstigi á Íslandi þá hefur ekki verið gripið til þess úrræðis að banna samkomur. Fulltrúar embættis landlæknis og almannavarna leggja því ekki til að fresta eða hætta við íþróttaviðburði miðað við stöðuna eins og hún er í dag,“ segir í frétt á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Þar kemur líka fram að fulltrúar ÍSÍ og sérsambanda ÍSÍ hafa komið sér upp samráðsvettvangi sem mun funda reglulega og fylgjast með framvindu mála. Einnig er fyrirhugað að funda með fulltrúum almannavarna með reglubundnum hætti.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira