Fögnuðu samningnum á táknmáli vegna kórónuveirunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2020 06:29 Samninganefndirnar Eflingar og Reykjavíkurborgar fagna undirritun í nótt. Vísir/jkj Þrátt fyrir að Efling og Reykjavíkurborg hafi náð að landa kjarasamningi eftir harðvítugar deilur síðastliðinn mánuði heyrðist ekkert lófatak frá Karphúsinu í nótt. Að sama skapi barst enginn vöffluilmur úr eldhúsi Ríkissáttasemjara og engin voru handaböndin. Fagn samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar var þess í stað á táknmáli. Þær lyftu upp höndum og hristu þær, ekki ósvipað og má sjá í myndbandinu hér að neðan.Þetta fagn var innleitt hjá embætti Ríkissáttasemjara á föstudag, þegar almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hugmyndin er að takmarka alla óþarfa snertingu við samningaborðið, eins og handabönd og lófatak. Þessi háttur hefur því verið hafður á við undirritun nýrra kjarasamninga um helgina, til að mynda fögnuðu samninganefndir með þessum hætti aðfaranótt mánudags þegar tókst að afstýra verkföllum félagsmanna BSRB og Sameykis.Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkunÞar að auki ákváðu starfsmenn Ríkissáttasemjara að loka húsnæðinu í Borgartúni öðrum en þeim sem áttu sæti við samningaborðið. Allt var þetta gert til að sporna við frekari dreifingu veirunnar. Hvað vöfflurnar varðar þá hurfu þær úr Karphúsinu í maí í fyrra, eftir að hafa verið fastur liður við undirritun kjarasamninga í rúmlega 20. Þáverandi ríkissáttasemjari, Bryndís Hlöðversdóttir, sagðist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti heldur að láta þá hanga yfir vöfflujárninu langt fram á nótt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Hætt að baka vöfflur við undirritun kjarasamninga Vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara heyrir sögunni til. Ríkissáttasemjari segist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Hefðin hefur verið við lýði í rúm 20 ár. 20. maí 2019 10:00 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54 Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Sjá meira
Þrátt fyrir að Efling og Reykjavíkurborg hafi náð að landa kjarasamningi eftir harðvítugar deilur síðastliðinn mánuði heyrðist ekkert lófatak frá Karphúsinu í nótt. Að sama skapi barst enginn vöffluilmur úr eldhúsi Ríkissáttasemjara og engin voru handaböndin. Fagn samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar var þess í stað á táknmáli. Þær lyftu upp höndum og hristu þær, ekki ósvipað og má sjá í myndbandinu hér að neðan.Þetta fagn var innleitt hjá embætti Ríkissáttasemjara á föstudag, þegar almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hugmyndin er að takmarka alla óþarfa snertingu við samningaborðið, eins og handabönd og lófatak. Þessi háttur hefur því verið hafður á við undirritun nýrra kjarasamninga um helgina, til að mynda fögnuðu samninganefndir með þessum hætti aðfaranótt mánudags þegar tókst að afstýra verkföllum félagsmanna BSRB og Sameykis.Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkunÞar að auki ákváðu starfsmenn Ríkissáttasemjara að loka húsnæðinu í Borgartúni öðrum en þeim sem áttu sæti við samningaborðið. Allt var þetta gert til að sporna við frekari dreifingu veirunnar. Hvað vöfflurnar varðar þá hurfu þær úr Karphúsinu í maí í fyrra, eftir að hafa verið fastur liður við undirritun kjarasamninga í rúmlega 20. Þáverandi ríkissáttasemjari, Bryndís Hlöðversdóttir, sagðist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti heldur að láta þá hanga yfir vöfflujárninu langt fram á nótt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Hætt að baka vöfflur við undirritun kjarasamninga Vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara heyrir sögunni til. Ríkissáttasemjari segist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Hefðin hefur verið við lýði í rúm 20 ár. 20. maí 2019 10:00 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54 Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Sjá meira
Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45
Hætt að baka vöfflur við undirritun kjarasamninga Vöfflubakstur við undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara heyrir sögunni til. Ríkissáttasemjari segist vilja nýta starfskrafta starfsmanna með öðrum hætti. Hefðin hefur verið við lýði í rúm 20 ár. 20. maí 2019 10:00
Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54