Alan Shearer hrifinn af hrokanum í Bruno Fernandes Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 09:00 Bruno Fernandes fagnar einu af þremur mörkum sínum fyrir Manchester United. Getty/Clive Brunskill Það vantaði ekki jákvæða hrokann í Frakkann Eric Cantona þegar hann komm inn í Manchester United liðið haustið 1992 og Portúgalinn Bruno Fernandes þykir líka að vera að hrista upp í hlutunum á Old Trafford. Manchester United keypti Bruno Fernandes frá Sporting Lissabon í janúarglugganum og hann hefur síðan skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í átta leikjum. Það sem skiptir meira máli er að United liðið hefur ekki tapað leik með hann innanborðs. Bruno Fernandes lagði upp fyrra mark Manchester United í 2-0 sigri á nágrönnunum í Manchester City með galdrasendingu á Anthony Martial þar sem hann sýndi bæði gæði sín og útsjónarsemi. Meðal þeirra sem hafa hrósað Bruno Fernandes er sjálfur Alan Shearer, markhæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.Bruno Fernandes told his "arrogance" has sparked change at Man Utd https://t.co/18Jh9ODw1Gpic.twitter.com/ryoVcuZ5nc — Mirror Football (@MirrorFootball) March 10, 2020„Þegar þú hefur einhvern sem kemur inn í fótboltaklúbb með svona jákvæðan hroka þá skiptir það miklu máli. Hann hefur trú á því að hann geti snúið við hlutunum og það er augljóst að hann hefur hæfileikana til þess líka,“ sagði Alan Shearer við breska ríkisútvarpið. Eftir komu Eric Cantona á Old Trafford þá vann Manchester United fjóra meistaratitla á fimm árum eða 1993, 1994, 1996 og 1997. Liðið vann einnig tvöfalt 1994 og 1996. Manchester United er kannski ekki komið með meistaralið strax en það er allt annað að sjá spilamennsku liðsins með Bruno Fernandes inn á miðjunni.There are so many reasons, Alan #mufchttps://t.co/Jzs68PzQ8M — Man United News (@ManUtdMEN) March 10, 2020 „Það eru allir leikmenn liðsins að bregðast við honum. Þegar hann fær boltann þá eru leikmenn United að hreyfa sig. Ég sá það ekki í mörgum United leikjum áður en hann kom,“ sagði Shearer. „Það eru til ákveðnir leikmenn sem hafa þessa ró yfir sér á stærstu stundum leikjanna. Þegar allt er á fleygiferð þá veit hann hvað á að gera. Það er þannig lykt af honum og hann hefur komið sér vel fyrir,“ sagði Jermaine Jenas. Í þessum átta leikjum Bruno Fernandes með Manchester United þá hefur liðið unnið fimm og gert þrjú jafntefli. Jafnteflin komu á móti Úlfunum og Everton í deildinni og í útileik á móti Club Brugge í Evrópudeildinni. Bruno Fernandes hefur átt þátt í marki í fjórum af fimm sigurleikjum liðsins en þá hefur United unnið 15-0 með hann innanborðs. Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Það vantaði ekki jákvæða hrokann í Frakkann Eric Cantona þegar hann komm inn í Manchester United liðið haustið 1992 og Portúgalinn Bruno Fernandes þykir líka að vera að hrista upp í hlutunum á Old Trafford. Manchester United keypti Bruno Fernandes frá Sporting Lissabon í janúarglugganum og hann hefur síðan skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í átta leikjum. Það sem skiptir meira máli er að United liðið hefur ekki tapað leik með hann innanborðs. Bruno Fernandes lagði upp fyrra mark Manchester United í 2-0 sigri á nágrönnunum í Manchester City með galdrasendingu á Anthony Martial þar sem hann sýndi bæði gæði sín og útsjónarsemi. Meðal þeirra sem hafa hrósað Bruno Fernandes er sjálfur Alan Shearer, markhæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.Bruno Fernandes told his "arrogance" has sparked change at Man Utd https://t.co/18Jh9ODw1Gpic.twitter.com/ryoVcuZ5nc — Mirror Football (@MirrorFootball) March 10, 2020„Þegar þú hefur einhvern sem kemur inn í fótboltaklúbb með svona jákvæðan hroka þá skiptir það miklu máli. Hann hefur trú á því að hann geti snúið við hlutunum og það er augljóst að hann hefur hæfileikana til þess líka,“ sagði Alan Shearer við breska ríkisútvarpið. Eftir komu Eric Cantona á Old Trafford þá vann Manchester United fjóra meistaratitla á fimm árum eða 1993, 1994, 1996 og 1997. Liðið vann einnig tvöfalt 1994 og 1996. Manchester United er kannski ekki komið með meistaralið strax en það er allt annað að sjá spilamennsku liðsins með Bruno Fernandes inn á miðjunni.There are so many reasons, Alan #mufchttps://t.co/Jzs68PzQ8M — Man United News (@ManUtdMEN) March 10, 2020 „Það eru allir leikmenn liðsins að bregðast við honum. Þegar hann fær boltann þá eru leikmenn United að hreyfa sig. Ég sá það ekki í mörgum United leikjum áður en hann kom,“ sagði Shearer. „Það eru til ákveðnir leikmenn sem hafa þessa ró yfir sér á stærstu stundum leikjanna. Þegar allt er á fleygiferð þá veit hann hvað á að gera. Það er þannig lykt af honum og hann hefur komið sér vel fyrir,“ sagði Jermaine Jenas. Í þessum átta leikjum Bruno Fernandes með Manchester United þá hefur liðið unnið fimm og gert þrjú jafntefli. Jafnteflin komu á móti Úlfunum og Everton í deildinni og í útileik á móti Club Brugge í Evrópudeildinni. Bruno Fernandes hefur átt þátt í marki í fjórum af fimm sigurleikjum liðsins en þá hefur United unnið 15-0 með hann innanborðs.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira