Körfubolti

Haukar köstuðu frá sér mikil­vægum stigum í bar­áttunni um úr­slita­keppni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þóra Kristín Jónsdóttir, leikmaður Hauka.
Þóra Kristín Jónsdóttir, leikmaður Hauka. vísir/bára
Haukar töpuðu mikilvægum stigum um sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna er liðið tapaði fyrir Breiðabliki á útivelli, 75-67.

Haukar voru yfir fyrir lokaleikhlutann en með sigri gátu þær jafnað Skallagrím að stigum í 3. til 4. sætinu en nú eru Haukastúlkur tveimur stigum á eftir Borgnesingum og fjórum stigum á eftir Keflavík.

Danni L Williams skoraði 39 stig fyrir Breiðablik ásamt því að taka fjórtán fráköst. Randi Keonsha Brown gerði einnig 36 stig fyrir Hauka og tók tólf fráköst ásamt því að gefa fjórar stoðsendingar.

Keflavík gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Vals í framlengdum leik í Keflavík, 94-85, eftir að staðan var jöfn 79-79 eftir leikhlutana fjóra. Daniela Wallen Morillo skoraði 36 stig og tók 17 fráköst hjá Keflavík en Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði 20 stig fyrir Val.

Snæfell vann nokkuð þægilegan sigur á Grindavík, 79-65, þrátt fyrir að hafa tapað síðasta leikhlutanum með sjö stigum. Emese Vida var stigahæst hjá Snæfell með sextán stig og ellefu fráköst en Bríet Sif Hinriksdóttir gerði 21 stig fyrir Grindavík.

KR hafði svo betur gegn Skallagrími á heimavelli. Þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

Staðan í deildinni:

1. Valur 44 stig

2. KR 36 stig

3. Keflavík 32 stig

4. Skallagrímur 30 stig

5. Haukar 28 stig stig

6. Snæfell 16 stig

7. Breiðablik 8 stig

8. Grindavík 4 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×