Elías Már: Ef það væri einhver deild í dómarastéttinni þá væru þeir líklega að falla líka Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 11. mars 2020 21:45 Elías Már ósáttur. vísir/daníel HK töpuðu í kvöld 33-25 fyrir Val á Hlíðarenda í Olís deild karla. Eftir tapið eru HKingar staðfest fallnir úr deild þeirra bestu en þeir komust upp úr Grill 66 deildinni síðasta vor en nú þurfa þeir að fara aftur niður. „Ég er auðvitað gríðarlega svekktur fyrst og fremst með tapið. Það var alveg vitað mál að við ættum ekki tapa fleiri leikjum. Ég er á sama tíma samt stoltur af strákunum. Við gáfum allt í þetta og höfum verið að gera það í allan vetur,” sagði Elías Már Halldórsson þjálfari HK eftir leik kvöldsins. HK eru með gríðarlega ungt lið með mikið af uppöldum strákum. Það má vonast til þess að þeir taki reynsluna úr Olís deildinni með sér niður í Grill 66 deildina og komi tvíefldir aftur í Olís haustið 2021. „Ég tók við þessu verkefni síðasta sumar. Þá vorum við með svona 3 ára plan í gangi og fórum frekar óvænt upp. Mér finnst við hafa unnið vel í okkar málum en því miður þá var fyrri umferðin okkur mjög erfið. Við náðum ekki í eitt einasta stig þar en við vorum auðvitað reynslulausir, klaufar og allt það. Við vorum líka að berjast við mikil meiðsli á fyrri hlutanum en núna í seinni hlutanum höfum við bara verið að spila mjög vel og ég er sannfærður um það að ef mótið hefði byrjað um jólin værum við ekki að falla.” HK spiluðu flottan fyrri hálfleik þrátt fyrir klaufalega byrjun. Þeir náðu að jafna stöðuna í hálfleik eftir að hafa verið undir með 4 mörkum á tímapunkti í fyrri hálfleik. „Við vorum að láta reyna á Val sem er auðvitað frábært lið. Þeir eru búnir að vera eitt best spilandi liðið undanfarnar vikur. Ég er bara mjög stoltur af strákunum, það var brekka í byrjun og við unnum okkur út úr því og náðum að koma þessu yfir í jafnan leik. Því miður þá keyrðu þeir gríðarlega á okkur hér í seinni hálfleik og við náðum ekki að stoppa þá.” Valsmenn áttu síðari hálfleikinn alveg frá A til Ö en þeir unnu hann 18-10. Elías viðurkennir þó bara getu muninn á liðunum og er samt sem áður sáttur með sína stráka. „Það eru auðvitað bara frábær gæði í Valsliðinu. Úrslitin segja ekki endilega til um leikinn. Þetta var auðvitað bara mjög erfitt. Þeir keyrðu á okkur og við náðum ekki að koma okkur tilbaka. Það er bara þannig að við töpuðum fyrir frábæru liði. Ég er samt gríðarlega sáttur með strákana í dag.” Leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn voru allir óánægðir með dómgæsluna í þessum leik. Elías fékk gult spald í seinni hálfleik og Snorri fékk tveggja mínútnu brottvísun undir lok leiksins fyrir kjaftbrúk. Elías hafði sterkar skoðanir á dómgæslunni eftir leik. „Það segir allt sem segja þarf að Valur voru að vinna með 8 marka mun en það er samt allt í klessu. Það voru eldar út um allan völl. Þetta er held ég sjöundi eða áttundi leikurinn sem þeir dæma hjá okkur í vetur[Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson] í minningunni var einn leikur þar sem þeir voru góðir. Þetta er tilviljanakennt út um allan völl.” „Það virðist alltaf allt vera kolvitlaust, báðir þjálfarar og ritaraborðið það virðist allt vera kolvitlaust. Það vill engan taka þá í gegn og fara yfir málin. Það er alltaf bara bent á okkur þjálfarana að við séum kolvitlausir. Þeir fá alltaf bara 9,5 í einkunn og leik í Olís deildinni í næstu umferð. Ég þekki ekki þessar reglur en við erum að falla og ef það væri einhver deild í dómarastéttinni þá væru þeir líklega að falla líka. ” Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
HK töpuðu í kvöld 33-25 fyrir Val á Hlíðarenda í Olís deild karla. Eftir tapið eru HKingar staðfest fallnir úr deild þeirra bestu en þeir komust upp úr Grill 66 deildinni síðasta vor en nú þurfa þeir að fara aftur niður. „Ég er auðvitað gríðarlega svekktur fyrst og fremst með tapið. Það var alveg vitað mál að við ættum ekki tapa fleiri leikjum. Ég er á sama tíma samt stoltur af strákunum. Við gáfum allt í þetta og höfum verið að gera það í allan vetur,” sagði Elías Már Halldórsson þjálfari HK eftir leik kvöldsins. HK eru með gríðarlega ungt lið með mikið af uppöldum strákum. Það má vonast til þess að þeir taki reynsluna úr Olís deildinni með sér niður í Grill 66 deildina og komi tvíefldir aftur í Olís haustið 2021. „Ég tók við þessu verkefni síðasta sumar. Þá vorum við með svona 3 ára plan í gangi og fórum frekar óvænt upp. Mér finnst við hafa unnið vel í okkar málum en því miður þá var fyrri umferðin okkur mjög erfið. Við náðum ekki í eitt einasta stig þar en við vorum auðvitað reynslulausir, klaufar og allt það. Við vorum líka að berjast við mikil meiðsli á fyrri hlutanum en núna í seinni hlutanum höfum við bara verið að spila mjög vel og ég er sannfærður um það að ef mótið hefði byrjað um jólin værum við ekki að falla.” HK spiluðu flottan fyrri hálfleik þrátt fyrir klaufalega byrjun. Þeir náðu að jafna stöðuna í hálfleik eftir að hafa verið undir með 4 mörkum á tímapunkti í fyrri hálfleik. „Við vorum að láta reyna á Val sem er auðvitað frábært lið. Þeir eru búnir að vera eitt best spilandi liðið undanfarnar vikur. Ég er bara mjög stoltur af strákunum, það var brekka í byrjun og við unnum okkur út úr því og náðum að koma þessu yfir í jafnan leik. Því miður þá keyrðu þeir gríðarlega á okkur hér í seinni hálfleik og við náðum ekki að stoppa þá.” Valsmenn áttu síðari hálfleikinn alveg frá A til Ö en þeir unnu hann 18-10. Elías viðurkennir þó bara getu muninn á liðunum og er samt sem áður sáttur með sína stráka. „Það eru auðvitað bara frábær gæði í Valsliðinu. Úrslitin segja ekki endilega til um leikinn. Þetta var auðvitað bara mjög erfitt. Þeir keyrðu á okkur og við náðum ekki að koma okkur tilbaka. Það er bara þannig að við töpuðum fyrir frábæru liði. Ég er samt gríðarlega sáttur með strákana í dag.” Leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn voru allir óánægðir með dómgæsluna í þessum leik. Elías fékk gult spald í seinni hálfleik og Snorri fékk tveggja mínútnu brottvísun undir lok leiksins fyrir kjaftbrúk. Elías hafði sterkar skoðanir á dómgæslunni eftir leik. „Það segir allt sem segja þarf að Valur voru að vinna með 8 marka mun en það er samt allt í klessu. Það voru eldar út um allan völl. Þetta er held ég sjöundi eða áttundi leikurinn sem þeir dæma hjá okkur í vetur[Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson] í minningunni var einn leikur þar sem þeir voru góðir. Þetta er tilviljanakennt út um allan völl.” „Það virðist alltaf allt vera kolvitlaust, báðir þjálfarar og ritaraborðið það virðist allt vera kolvitlaust. Það vill engan taka þá í gegn og fara yfir málin. Það er alltaf bara bent á okkur þjálfarana að við séum kolvitlausir. Þeir fá alltaf bara 9,5 í einkunn og leik í Olís deildinni í næstu umferð. Ég þekki ekki þessar reglur en við erum að falla og ef það væri einhver deild í dómarastéttinni þá væru þeir líklega að falla líka. ”
Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn