Einar Árni: Vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 12. mars 2020 21:19 Einar Árni á hliðarlínunni. vísir/bára Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var léttur, ljúfur og kátur eftir öruggan sigur sinna manna í kvöld á föllnum Fjölnismönnum. Einari náði að dreifa spilamennsku sinna manna vel í kvöld og komust allir leikmenn á skýrslu á stigatöfluna í kvöld. „Ég er ánægður með að hafa getað dreift álagi í kvöld og gefið strákum sem hafa verið að æfa vel með okkur góðar mínútur í kvöld. Það er svona það sem stendur upp úr í kvöld.“ Njarðvíkingar virtust skora að vild í kvöld og skoruðu 117 stig en Einar var ánægður með sóknarleik sinna manna, og veit jafnframt að Fjölnismenn geta gert betur. „Það var kannski blanda af því að við gerðum vel, við hittum vel og svo hefði varnarleikurinn hjá Fjölni getað verið betri og ég veit að þeir geta betur. En þetta er erfitt fyrir þá, þeir eru fallnir og eru án bandaríska leikmanns síns, og það er erfitt að gíra sig upp í svona leik.“ Staðan í þjóðfélaginu, sem og um allan heim eru skrýtnir þessa stundina og erum við að upplifa tíma sem við höfum ekki upplifað áður. Við erum að sjá lönd í kringum okkur fresta eða hætta deildakeppnum sínum og verður áhugavert að sjá hvað körfuknattleikssambandið hér á landi mun gera, og gæti þessi leikur í kvöld allt eins verið síðasti leikur tímabilsins. Einar vildi því að sínir menn myndu njóta í kvöld og hafa gaman af því að spila í körfubolta. „Það er ekkert erfiðara að gíra sig upp í svona leik. Nálgunin hjá okkur fyrir þennan leik var tvíþætt, annars vegar undirbúningur fyrir úrslitakeppni, og hugsanlega síðasti leikurinn á tímabilinu. Við vitum ekki neitt. Það er stöðumat frá degi til dags og ég sagði við strákana inn í klefa fyrir leik að númer 1, 2 og 3 að hafa gaman að þessu og njótum. Við vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst. Á meðan ástandið er þannig verðum við að njóta.“ Aðspurður hvað hann vildi að KKÍ myndi gera varðandi Covid-19 veiruna vildi Einar sem minnst segja og leyfa fagfólkinu að ráða því hvað best væri að gera. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta öfluga fólk sem við höfum og talar fyrir hönd ríkisins og ég treysti þeim 100% fyrir því að taka ákvarðanir sem eru þjóðinni fyrir bestu og ég ætla ekki að fara setja mig í sérfræðihlutverk og held ég að almenningur ætti að temja sér það að hlusta á þetta fagfólk okkar sem er menntað í þessum fræðum og er með hag okkar allra í fyrirrúmi.“ Dominos-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var léttur, ljúfur og kátur eftir öruggan sigur sinna manna í kvöld á föllnum Fjölnismönnum. Einari náði að dreifa spilamennsku sinna manna vel í kvöld og komust allir leikmenn á skýrslu á stigatöfluna í kvöld. „Ég er ánægður með að hafa getað dreift álagi í kvöld og gefið strákum sem hafa verið að æfa vel með okkur góðar mínútur í kvöld. Það er svona það sem stendur upp úr í kvöld.“ Njarðvíkingar virtust skora að vild í kvöld og skoruðu 117 stig en Einar var ánægður með sóknarleik sinna manna, og veit jafnframt að Fjölnismenn geta gert betur. „Það var kannski blanda af því að við gerðum vel, við hittum vel og svo hefði varnarleikurinn hjá Fjölni getað verið betri og ég veit að þeir geta betur. En þetta er erfitt fyrir þá, þeir eru fallnir og eru án bandaríska leikmanns síns, og það er erfitt að gíra sig upp í svona leik.“ Staðan í þjóðfélaginu, sem og um allan heim eru skrýtnir þessa stundina og erum við að upplifa tíma sem við höfum ekki upplifað áður. Við erum að sjá lönd í kringum okkur fresta eða hætta deildakeppnum sínum og verður áhugavert að sjá hvað körfuknattleikssambandið hér á landi mun gera, og gæti þessi leikur í kvöld allt eins verið síðasti leikur tímabilsins. Einar vildi því að sínir menn myndu njóta í kvöld og hafa gaman af því að spila í körfubolta. „Það er ekkert erfiðara að gíra sig upp í svona leik. Nálgunin hjá okkur fyrir þennan leik var tvíþætt, annars vegar undirbúningur fyrir úrslitakeppni, og hugsanlega síðasti leikurinn á tímabilinu. Við vitum ekki neitt. Það er stöðumat frá degi til dags og ég sagði við strákana inn í klefa fyrir leik að númer 1, 2 og 3 að hafa gaman að þessu og njótum. Við vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst. Á meðan ástandið er þannig verðum við að njóta.“ Aðspurður hvað hann vildi að KKÍ myndi gera varðandi Covid-19 veiruna vildi Einar sem minnst segja og leyfa fagfólkinu að ráða því hvað best væri að gera. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta öfluga fólk sem við höfum og talar fyrir hönd ríkisins og ég treysti þeim 100% fyrir því að taka ákvarðanir sem eru þjóðinni fyrir bestu og ég ætla ekki að fara setja mig í sérfræðihlutverk og held ég að almenningur ætti að temja sér það að hlusta á þetta fagfólk okkar sem er menntað í þessum fræðum og er með hag okkar allra í fyrirrúmi.“
Dominos-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum