Eldræða Benedikts: „Afhverju ættu menn að koma ef heimamennirnir vilja ekki einu sinni vera þarna?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. mars 2020 08:00 Benedikt Guðmundsson, einn spekinga Domino’s Körfuboltakvölds, hélt ræðu um Fjölni í Dominos Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið en Fjölnir er fallið úr deild þeirra bestu. Fjölnir fékk skell gegn Njarðvík í vikunni og er fallið úr deildinni eftir erfitt tímabil en Benedikt segir að það þurfi að taka til í hlutunum í Grafarvoginum. „Ég held að vandamál Fjölnis sé ekki bara þetta tímabil. Ég þjálfaði þarna fyrir mörgum árum, ég bjó þarna og börnin mín hafa einnig verið í þessu félagi,“ sagði Benedikt og ljós að honum er annt um félagið. „Ég segi þetta með mikilli væntumþykju og er ekki að bauna á eitt eða neitt. Ég er búinn að hafa þá skoðun að Fjölnir þarf að skoða innri strúktur. Þeir eru fastir í því að vera alltaf í uppbyggingu og enn eina uppbygginguna eftir þetta tímabil.“ Benni rifjaði upp gamlan brandara og sagði að hann ætti vel við um Fjölnisliðið „Ég held að þeir þurfi að fara skoða strúktúrinn. Það er gamall brandari; hver er munurinn á Mexíkó og Los Angeles? Svarið er að það eru fleiri Mexíkanar í Los Angeles. Munurinn á Stjörnunni og Fjölni er að það eru fleiri Fjölnismenn í Stjörnunni en í Fjölni. Þeir eru að ala upp leikmenn fyrir aðra.“ „Þeir reyndu að styrkja sig í sumar. Þeir reyndu að fá Íslendinga og enduðu á því að fá Orra. Auðvitað vilja allir fá einhverja leikmenn sem hafa nafn. Auðvitað er erfitt að fá leikmenn, því það er metnaður í Grafarvoginum, en afhverju ætti menn að koma ef heimamennirnir vilja ekki einu sinni vera þarna?“ „Þeir kjósa frekar að vera í öðrum liðum en Fjölni. Gunnar, Ægir og Addú í Stjörnunni, Hörður og Hjalti í Keflavík, einn flottasti þjálfarinn Pálmar Ragnarsson er ekki að þjálfa þarna hjá heimaklúbbnum. Það er allskonar svona sem menn þurfa að skoða og spyrja sig hvað þeir geta gert til þess að meistaraflokkurinn geti orðið meira aðlaðandi?“ Alla ræðu Benedikts má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: Farið yfir ótrúlegan lokakafla á Akureyri Þór Akureyri vann magnaðan sigur á Grindavík í gær og er enn á lífi í botnbaráttunni í Dominos-deild karla. 14. mars 2020 16:30 Domino's Körfuboltakvöld: Er Stjarnan í veseni? Stjarnan marði sigur á Haukum á fimmtudagskvöldið og staða Stjörnunnar var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi. 14. mars 2020 13:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, einn spekinga Domino’s Körfuboltakvölds, hélt ræðu um Fjölni í Dominos Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið en Fjölnir er fallið úr deild þeirra bestu. Fjölnir fékk skell gegn Njarðvík í vikunni og er fallið úr deildinni eftir erfitt tímabil en Benedikt segir að það þurfi að taka til í hlutunum í Grafarvoginum. „Ég held að vandamál Fjölnis sé ekki bara þetta tímabil. Ég þjálfaði þarna fyrir mörgum árum, ég bjó þarna og börnin mín hafa einnig verið í þessu félagi,“ sagði Benedikt og ljós að honum er annt um félagið. „Ég segi þetta með mikilli væntumþykju og er ekki að bauna á eitt eða neitt. Ég er búinn að hafa þá skoðun að Fjölnir þarf að skoða innri strúktur. Þeir eru fastir í því að vera alltaf í uppbyggingu og enn eina uppbygginguna eftir þetta tímabil.“ Benni rifjaði upp gamlan brandara og sagði að hann ætti vel við um Fjölnisliðið „Ég held að þeir þurfi að fara skoða strúktúrinn. Það er gamall brandari; hver er munurinn á Mexíkó og Los Angeles? Svarið er að það eru fleiri Mexíkanar í Los Angeles. Munurinn á Stjörnunni og Fjölni er að það eru fleiri Fjölnismenn í Stjörnunni en í Fjölni. Þeir eru að ala upp leikmenn fyrir aðra.“ „Þeir reyndu að styrkja sig í sumar. Þeir reyndu að fá Íslendinga og enduðu á því að fá Orra. Auðvitað vilja allir fá einhverja leikmenn sem hafa nafn. Auðvitað er erfitt að fá leikmenn, því það er metnaður í Grafarvoginum, en afhverju ætti menn að koma ef heimamennirnir vilja ekki einu sinni vera þarna?“ „Þeir kjósa frekar að vera í öðrum liðum en Fjölni. Gunnar, Ægir og Addú í Stjörnunni, Hörður og Hjalti í Keflavík, einn flottasti þjálfarinn Pálmar Ragnarsson er ekki að þjálfa þarna hjá heimaklúbbnum. Það er allskonar svona sem menn þurfa að skoða og spyrja sig hvað þeir geta gert til þess að meistaraflokkurinn geti orðið meira aðlaðandi?“ Alla ræðu Benedikts má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: Farið yfir ótrúlegan lokakafla á Akureyri Þór Akureyri vann magnaðan sigur á Grindavík í gær og er enn á lífi í botnbaráttunni í Dominos-deild karla. 14. mars 2020 16:30 Domino's Körfuboltakvöld: Er Stjarnan í veseni? Stjarnan marði sigur á Haukum á fimmtudagskvöldið og staða Stjörnunnar var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi. 14. mars 2020 13:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Domino's Körfuboltakvöld: Farið yfir ótrúlegan lokakafla á Akureyri Þór Akureyri vann magnaðan sigur á Grindavík í gær og er enn á lífi í botnbaráttunni í Dominos-deild karla. 14. mars 2020 16:30
Domino's Körfuboltakvöld: Er Stjarnan í veseni? Stjarnan marði sigur á Haukum á fimmtudagskvöldið og staða Stjörnunnar var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi. 14. mars 2020 13:30