Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2020 19:30 Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun. Íslendingur sem staddur er í Póllandi reynir nú að koma sér yfir landamærin til lands þar sem hægt er að komast í alþjóðlegt flug. Yfirvöld í Póllandi ákváðu í gær að loka landamærum sínum næstu tíu daga frá og með morgundeginum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ágúst Ívar Vilhjálmsson er staddur á ferðalagi með fjölskyldu sinni í pólsku borginni Bydgoszcz og segir ástandið skrítið. „Allar búðir eru lokaðar. Matvöruverslanir eru opnar, apótek eru opin en þar er hleypt inn i hollum. Tveir til þrír fara inn í einu og aðrir bíða fyrir utan,“ sagði Ágúst Ívar Vilhjálmsson. Hann segir að ákvörðun pólskra yfirvalda um ferðabann hafi komið á óvart. „Ég reiknaði ekki með því að þeir myndu fara í svona mikla aðgerð strax enda voru staðfest smit bara rétt að skríða yfir 60 í gærkvöldi,“ sagði Ágúst. Eins og fyrr segir tekur ferðabannið gildi á morgun. Ágúst segir þann frest mjög stuttan, sérstaklega fyrir ferðamenn. „Við erum búin að hafa samband við utanríkisráðuneytið og þeir mæla með því að koma okkur yfir í annað land og komast heim þannig. Ég eyddi góðum tíma í gær að leita að flugi héðan en það bara seldist allt upp og ekkert í boði sem við gátum náð, við gátum ekki hoppað strax í næstu vél. Nú ætlum við að skoða að koma okkur annað og skoða í raun hvað er best á þessum tíma,“ sagði Ágúst. Ágúst er í sambandi við aðra Íslendinga á svæðinu varðandi næstu skref. Hann segir að fjörtíu manna hópur sé staddur í Gdanks. „Ég hef heyrt að einhverjir séu lagðir af stað yfir til Þýskalands og ætla að komast til Berlínar og þaðan heim. Ætli við endum ekki þannig líka, það kemur bara í ljós á næstu tímum. Við verðum bara að vinna í þessu í dag,“ sagði Ágúst. Fjöldi Íslendinga er alla jafna staddur í Póllandi. Auk þess sem fjöldi Pólverja er búsettur hérlendis. Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vilja komast frá Póllandi að fara landleiðina akandi yfir landamærin til Þýskalands eða annarra langa þar sem hægt er að komast áfram í alþjóplegt flug í ljósi þess að flug- og lestarsamgöngur til og frá Póllandi munu liggja niðri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun. Íslendingur sem staddur er í Póllandi reynir nú að koma sér yfir landamærin til lands þar sem hægt er að komast í alþjóðlegt flug. Yfirvöld í Póllandi ákváðu í gær að loka landamærum sínum næstu tíu daga frá og með morgundeginum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ágúst Ívar Vilhjálmsson er staddur á ferðalagi með fjölskyldu sinni í pólsku borginni Bydgoszcz og segir ástandið skrítið. „Allar búðir eru lokaðar. Matvöruverslanir eru opnar, apótek eru opin en þar er hleypt inn i hollum. Tveir til þrír fara inn í einu og aðrir bíða fyrir utan,“ sagði Ágúst Ívar Vilhjálmsson. Hann segir að ákvörðun pólskra yfirvalda um ferðabann hafi komið á óvart. „Ég reiknaði ekki með því að þeir myndu fara í svona mikla aðgerð strax enda voru staðfest smit bara rétt að skríða yfir 60 í gærkvöldi,“ sagði Ágúst. Eins og fyrr segir tekur ferðabannið gildi á morgun. Ágúst segir þann frest mjög stuttan, sérstaklega fyrir ferðamenn. „Við erum búin að hafa samband við utanríkisráðuneytið og þeir mæla með því að koma okkur yfir í annað land og komast heim þannig. Ég eyddi góðum tíma í gær að leita að flugi héðan en það bara seldist allt upp og ekkert í boði sem við gátum náð, við gátum ekki hoppað strax í næstu vél. Nú ætlum við að skoða að koma okkur annað og skoða í raun hvað er best á þessum tíma,“ sagði Ágúst. Ágúst er í sambandi við aðra Íslendinga á svæðinu varðandi næstu skref. Hann segir að fjörtíu manna hópur sé staddur í Gdanks. „Ég hef heyrt að einhverjir séu lagðir af stað yfir til Þýskalands og ætla að komast til Berlínar og þaðan heim. Ætli við endum ekki þannig líka, það kemur bara í ljós á næstu tímum. Við verðum bara að vinna í þessu í dag,“ sagði Ágúst. Fjöldi Íslendinga er alla jafna staddur í Póllandi. Auk þess sem fjöldi Pólverja er búsettur hérlendis. Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vilja komast frá Póllandi að fara landleiðina akandi yfir landamærin til Þýskalands eða annarra langa þar sem hægt er að komast áfram í alþjóplegt flug í ljósi þess að flug- og lestarsamgöngur til og frá Póllandi munu liggja niðri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira