Samkomubann tók gildi klukkan 00:01 í nótt en það var sett á til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Að óbreyttu gildir samkomubannið næstu fjórar vikurnar.
Bítið verður á dagskránni í sjónvarpi fram að páskum eða á meðan samkomubannið varir. Eftir það verður svo framhaldið skoðað.
Þáttastjórnendur eru venju samkvæmt þeir Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason en fyrsti gestur þeirra þennan morguninn verður sjálfur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.
Uppfært að þættinum loknum en klippur má sjá hér að neðan.