KR-ingar í sóttkví - Verður mögulega breytt í vinnusóttkví Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2020 18:30 Óvíst er hvort Kennie Chopart og samherjar hans í KR fái að fara í svokallaða vinnusóttkví. mynd/celtic FC Íslensk fótboltalið sem taka þátt í Evrópukeppnum, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, mega fara í vinnusóttkví eftir að þau koma heim til Íslands. Það þýðir að þau mega æfa á meðan sóttkvínni stendur en ekki keppa leiki. Þetta staðfesti Víðir Reynisson hjá Almannavörnum í samtali við RÚV í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.Vísir/Vilhelm Karlalið KR er nú í sóttkví eftir að hafa spilað við skoska félagið Celtic í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudagskvöld en leikið var í Glasgow, Skotlandi. KR-ingar lentu heima á Íslandi rétt yfir miðnætti á aðfaranótt miðvikudags en þá voru nýjar reglur varðandi sóttkví eftir komu til landsins komnar í gildi. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Vísi að KR-ingar væru ekki í svokallaðri vinnusóttkví heldur hefðbundinni sóttkví sem þýðir að þeir geti ekki æft né spilað. Það er þó möguleiki á að KR-ingar fái einnig grænt ljós á að fara í vinnusóttkví. KSÍ gaf það út í dag að leik Íslandsmeistaranna gegn Val á laugardaginn hafi verið frestað fram til miðvikudags. Degi eftir að KR-ingar klára sóttkví. Breytingar á leikjum í Pepsi Max deild karla - Knattspyrnusamband Íslands https://t.co/Is0J1B3Mz5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 20, 2020 Þá veit Páll ekki hvort fleiri leikir frestast en tap KR gegn Celtic þýðir að félagið fer nú í Evrópudeildina og gæti því þurft að fara aftur erlendis. Ef það gerist gæti fleiri leikjum liðsins verið frestað en Páll reiknar með því að þeir leikir yrðu leiknir undir lok Íslandsmótsins. Breiðablik hefur þegar lagt fram umsókn vegna ferðar sinnar til Noregs í næstu viku, og ætla má að Víkingur R. hafi eða muni gera það einnig vegna ferðar til Slóveníu. FH leikur á móti liði frá Slóvakíu, Dunajská Streda, í Hafnarfirði í næstu viku og miðað við orð Víðis getur liðið lent á Íslandi degi fyrir leikdag. Þessi niðurstaða gæti sömuleiðis gert Valskonum kleyft að vera gestgjafar í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem áætlað er að verði í október, en Valur hefur sóst eftir því. Aðrar reglur um lið sem koma hingað til lands Víðir var spurður út í hvort sömu reglur væru um lið sem kæmu hingað til lands til að spila við íslensk félagslið eða þá íslenska landsliðið. Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli þann 5. september. Raheem Sterling og Harry Kane koma væntanlega með enska landsliðinu til Íslands í byrjun september.VÍSIR/GETTY „Það er annað fyrirkomulag á því. Þau eru að koma inn í þessa svokölluðu búbblu sem sett er upp í sambandi við þessa UEFA-leiki. Þannig að liðin byrja í henni erlendis, fara í sýnatöku erlendis áður en þeir koma hingað og eru í hálfgerðri sóttkví áður en þeir koma til landsins. Þá fara þeir í sýnatöku hjá okkur á landamærunum og mega æfa og spila leikinn innan þess fimm daga ramma ef að þörf krefur á.“ „Eins og í tilviki enska landsliðsins þá munu þeir kannski ekki koma nema degi fyrir leik, mesta lagi tveimur dögum fyrir leik, en vegna þessa kröfu UEFA og umhverfis sem er skapað þar þá samræmist það þeim kröfum sem hafa verið gerðar hér og þar af leiðandi geta þeir spilað leikinn,“ sagði Víðir Reynisson að lokum. Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, sagði í viðtali við Fótbolta.net að hann væri ósáttur við það að ekki sætu allir við sama borð. Vitnaði hann þar sérstaklega í að félög erlendis frá geta komið hingað til lands og spilað án þess að fara í sóttkví. Fótbolti Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Íslensk fótboltalið sem taka þátt í Evrópukeppnum, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, mega fara í vinnusóttkví eftir að þau koma heim til Íslands. Það þýðir að þau mega æfa á meðan sóttkvínni stendur en ekki keppa leiki. Þetta staðfesti Víðir Reynisson hjá Almannavörnum í samtali við RÚV í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.Vísir/Vilhelm Karlalið KR er nú í sóttkví eftir að hafa spilað við skoska félagið Celtic í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudagskvöld en leikið var í Glasgow, Skotlandi. KR-ingar lentu heima á Íslandi rétt yfir miðnætti á aðfaranótt miðvikudags en þá voru nýjar reglur varðandi sóttkví eftir komu til landsins komnar í gildi. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Vísi að KR-ingar væru ekki í svokallaðri vinnusóttkví heldur hefðbundinni sóttkví sem þýðir að þeir geti ekki æft né spilað. Það er þó möguleiki á að KR-ingar fái einnig grænt ljós á að fara í vinnusóttkví. KSÍ gaf það út í dag að leik Íslandsmeistaranna gegn Val á laugardaginn hafi verið frestað fram til miðvikudags. Degi eftir að KR-ingar klára sóttkví. Breytingar á leikjum í Pepsi Max deild karla - Knattspyrnusamband Íslands https://t.co/Is0J1B3Mz5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 20, 2020 Þá veit Páll ekki hvort fleiri leikir frestast en tap KR gegn Celtic þýðir að félagið fer nú í Evrópudeildina og gæti því þurft að fara aftur erlendis. Ef það gerist gæti fleiri leikjum liðsins verið frestað en Páll reiknar með því að þeir leikir yrðu leiknir undir lok Íslandsmótsins. Breiðablik hefur þegar lagt fram umsókn vegna ferðar sinnar til Noregs í næstu viku, og ætla má að Víkingur R. hafi eða muni gera það einnig vegna ferðar til Slóveníu. FH leikur á móti liði frá Slóvakíu, Dunajská Streda, í Hafnarfirði í næstu viku og miðað við orð Víðis getur liðið lent á Íslandi degi fyrir leikdag. Þessi niðurstaða gæti sömuleiðis gert Valskonum kleyft að vera gestgjafar í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem áætlað er að verði í október, en Valur hefur sóst eftir því. Aðrar reglur um lið sem koma hingað til lands Víðir var spurður út í hvort sömu reglur væru um lið sem kæmu hingað til lands til að spila við íslensk félagslið eða þá íslenska landsliðið. Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli þann 5. september. Raheem Sterling og Harry Kane koma væntanlega með enska landsliðinu til Íslands í byrjun september.VÍSIR/GETTY „Það er annað fyrirkomulag á því. Þau eru að koma inn í þessa svokölluðu búbblu sem sett er upp í sambandi við þessa UEFA-leiki. Þannig að liðin byrja í henni erlendis, fara í sýnatöku erlendis áður en þeir koma hingað og eru í hálfgerðri sóttkví áður en þeir koma til landsins. Þá fara þeir í sýnatöku hjá okkur á landamærunum og mega æfa og spila leikinn innan þess fimm daga ramma ef að þörf krefur á.“ „Eins og í tilviki enska landsliðsins þá munu þeir kannski ekki koma nema degi fyrir leik, mesta lagi tveimur dögum fyrir leik, en vegna þessa kröfu UEFA og umhverfis sem er skapað þar þá samræmist það þeim kröfum sem hafa verið gerðar hér og þar af leiðandi geta þeir spilað leikinn,“ sagði Víðir Reynisson að lokum. Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, sagði í viðtali við Fótbolta.net að hann væri ósáttur við það að ekki sætu allir við sama borð. Vitnaði hann þar sérstaklega í að félög erlendis frá geta komið hingað til lands og spilað án þess að fara í sóttkví.
Fótbolti Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19
Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05