Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. mars 2020 20:00 Kolbrún Benediktsdóttir, héraðssaksóknari. vísir/vilhelm Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. Rannsóknir hafa sýnt að fatlaðar konur, einkum konur með þroskahömlun, eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi, er ófatlaðar kynsystur þeirra. „Það kemur reglulega upp að við erum að skoða mál þar sem við erum að byggja á því að það sé nauðgun sem felst þá í því að stunda kynferðismörk við konu eða mann sem er með það mikla þroskaskerðingu að viðkomandi geti ekki gefið upplýst samþykki fyrir kynmökunum,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, héraðssaksóknari. Þrjátíu og sjö mál af þessum toga hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni frá árinu 2016. Héraðssaksóknari fer með ákæruvald í málunum. Í fyrra voru málin fjögur. Sama ár voru gefnar út tvær ákærur en í öðru málanna voru brotaþolar fjórar konur. Kolbrún segir að lang flest málin séu þannig að ófatlaðir menn hafi kynmök við fatlaðar konur. Grunur vakni svo um að konurnar hafi ekki geta veitt upplýst samþykki sökum fötlunar sinnar. Í sumum málanna hafi aðstandendur lagt fram kæru. „Fatlað fólk nýtur sjálfákvörðunarréttar eins og ófatlað fólk og fólk með þroskahömlun býr við kynfrelsi eins og aðrir en hins vegar geta komið upp aðstæður þar sem um er að ræða mjög mikla þroskahömlun og mikinn aðstöðumun milli þolanda og geranda og þá getur verið um að ræða nauðgun eða önnur kynferðisbrot,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að málin þrjátíu og sjö eigi bara við um nauðgun. Mál sem varða kynferðislega áreitni í garð fólks með þroskahömlun séu talsvert fleiri en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um fjöldann. Kompás fjallar um dökka hlið á vændi Á morgun fjallar Kompás um dökka hlið á kynferðisbrotum gegn konum með þroskahömlun: þær sem hafa leiðst úr í vændi. Í þættinum er greint frá nokkrum vændismálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði á síðasta ári og fötluð vændiskona lýsir reynslu sinni. „Ég er að kæra tvö mál núna sem ég er búin að lenda í misþyrmingu sem partur af vændi. Það fór bara lengra og hann beitti mig ofbeldi sem ég átti ekki skilið. Hann hlustaði ekkert á mig þegar ég sagði honum að þetta væri svolítið sem hann ætti ekki að gera og bar ekki virðingu fyrir því sem ég sagði,“ segir kona með þröskahömlun sem stundað hefur vændi í nokkur ár. Nánar er rætt við konuna í Kompás sem birtist á Vísi klukkan níu í fyrramálið. Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir "Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. Rannsóknir hafa sýnt að fatlaðar konur, einkum konur með þroskahömlun, eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi, er ófatlaðar kynsystur þeirra. „Það kemur reglulega upp að við erum að skoða mál þar sem við erum að byggja á því að það sé nauðgun sem felst þá í því að stunda kynferðismörk við konu eða mann sem er með það mikla þroskaskerðingu að viðkomandi geti ekki gefið upplýst samþykki fyrir kynmökunum,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, héraðssaksóknari. Þrjátíu og sjö mál af þessum toga hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni frá árinu 2016. Héraðssaksóknari fer með ákæruvald í málunum. Í fyrra voru málin fjögur. Sama ár voru gefnar út tvær ákærur en í öðru málanna voru brotaþolar fjórar konur. Kolbrún segir að lang flest málin séu þannig að ófatlaðir menn hafi kynmök við fatlaðar konur. Grunur vakni svo um að konurnar hafi ekki geta veitt upplýst samþykki sökum fötlunar sinnar. Í sumum málanna hafi aðstandendur lagt fram kæru. „Fatlað fólk nýtur sjálfákvörðunarréttar eins og ófatlað fólk og fólk með þroskahömlun býr við kynfrelsi eins og aðrir en hins vegar geta komið upp aðstæður þar sem um er að ræða mjög mikla þroskahömlun og mikinn aðstöðumun milli þolanda og geranda og þá getur verið um að ræða nauðgun eða önnur kynferðisbrot,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að málin þrjátíu og sjö eigi bara við um nauðgun. Mál sem varða kynferðislega áreitni í garð fólks með þroskahömlun séu talsvert fleiri en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um fjöldann. Kompás fjallar um dökka hlið á vændi Á morgun fjallar Kompás um dökka hlið á kynferðisbrotum gegn konum með þroskahömlun: þær sem hafa leiðst úr í vændi. Í þættinum er greint frá nokkrum vændismálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði á síðasta ári og fötluð vændiskona lýsir reynslu sinni. „Ég er að kæra tvö mál núna sem ég er búin að lenda í misþyrmingu sem partur af vændi. Það fór bara lengra og hann beitti mig ofbeldi sem ég átti ekki skilið. Hann hlustaði ekkert á mig þegar ég sagði honum að þetta væri svolítið sem hann ætti ekki að gera og bar ekki virðingu fyrir því sem ég sagði,“ segir kona með þröskahömlun sem stundað hefur vændi í nokkur ár. Nánar er rætt við konuna í Kompás sem birtist á Vísi klukkan níu í fyrramálið.
Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir "Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
"Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30