Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. mars 2020 20:00 Kolbrún Benediktsdóttir, héraðssaksóknari. vísir/vilhelm Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. Rannsóknir hafa sýnt að fatlaðar konur, einkum konur með þroskahömlun, eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi, er ófatlaðar kynsystur þeirra. „Það kemur reglulega upp að við erum að skoða mál þar sem við erum að byggja á því að það sé nauðgun sem felst þá í því að stunda kynferðismörk við konu eða mann sem er með það mikla þroskaskerðingu að viðkomandi geti ekki gefið upplýst samþykki fyrir kynmökunum,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, héraðssaksóknari. Þrjátíu og sjö mál af þessum toga hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni frá árinu 2016. Héraðssaksóknari fer með ákæruvald í málunum. Í fyrra voru málin fjögur. Sama ár voru gefnar út tvær ákærur en í öðru málanna voru brotaþolar fjórar konur. Kolbrún segir að lang flest málin séu þannig að ófatlaðir menn hafi kynmök við fatlaðar konur. Grunur vakni svo um að konurnar hafi ekki geta veitt upplýst samþykki sökum fötlunar sinnar. Í sumum málanna hafi aðstandendur lagt fram kæru. „Fatlað fólk nýtur sjálfákvörðunarréttar eins og ófatlað fólk og fólk með þroskahömlun býr við kynfrelsi eins og aðrir en hins vegar geta komið upp aðstæður þar sem um er að ræða mjög mikla þroskahömlun og mikinn aðstöðumun milli þolanda og geranda og þá getur verið um að ræða nauðgun eða önnur kynferðisbrot,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að málin þrjátíu og sjö eigi bara við um nauðgun. Mál sem varða kynferðislega áreitni í garð fólks með þroskahömlun séu talsvert fleiri en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um fjöldann. Kompás fjallar um dökka hlið á vændi Á morgun fjallar Kompás um dökka hlið á kynferðisbrotum gegn konum með þroskahömlun: þær sem hafa leiðst úr í vændi. Í þættinum er greint frá nokkrum vændismálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði á síðasta ári og fötluð vændiskona lýsir reynslu sinni. „Ég er að kæra tvö mál núna sem ég er búin að lenda í misþyrmingu sem partur af vændi. Það fór bara lengra og hann beitti mig ofbeldi sem ég átti ekki skilið. Hann hlustaði ekkert á mig þegar ég sagði honum að þetta væri svolítið sem hann ætti ekki að gera og bar ekki virðingu fyrir því sem ég sagði,“ segir kona með þröskahömlun sem stundað hefur vændi í nokkur ár. Nánar er rætt við konuna í Kompás sem birtist á Vísi klukkan níu í fyrramálið. Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir "Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. Rannsóknir hafa sýnt að fatlaðar konur, einkum konur með þroskahömlun, eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi, er ófatlaðar kynsystur þeirra. „Það kemur reglulega upp að við erum að skoða mál þar sem við erum að byggja á því að það sé nauðgun sem felst þá í því að stunda kynferðismörk við konu eða mann sem er með það mikla þroskaskerðingu að viðkomandi geti ekki gefið upplýst samþykki fyrir kynmökunum,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, héraðssaksóknari. Þrjátíu og sjö mál af þessum toga hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni frá árinu 2016. Héraðssaksóknari fer með ákæruvald í málunum. Í fyrra voru málin fjögur. Sama ár voru gefnar út tvær ákærur en í öðru málanna voru brotaþolar fjórar konur. Kolbrún segir að lang flest málin séu þannig að ófatlaðir menn hafi kynmök við fatlaðar konur. Grunur vakni svo um að konurnar hafi ekki geta veitt upplýst samþykki sökum fötlunar sinnar. Í sumum málanna hafi aðstandendur lagt fram kæru. „Fatlað fólk nýtur sjálfákvörðunarréttar eins og ófatlað fólk og fólk með þroskahömlun býr við kynfrelsi eins og aðrir en hins vegar geta komið upp aðstæður þar sem um er að ræða mjög mikla þroskahömlun og mikinn aðstöðumun milli þolanda og geranda og þá getur verið um að ræða nauðgun eða önnur kynferðisbrot,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að málin þrjátíu og sjö eigi bara við um nauðgun. Mál sem varða kynferðislega áreitni í garð fólks með þroskahömlun séu talsvert fleiri en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um fjöldann. Kompás fjallar um dökka hlið á vændi Á morgun fjallar Kompás um dökka hlið á kynferðisbrotum gegn konum með þroskahömlun: þær sem hafa leiðst úr í vændi. Í þættinum er greint frá nokkrum vændismálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði á síðasta ári og fötluð vændiskona lýsir reynslu sinni. „Ég er að kæra tvö mál núna sem ég er búin að lenda í misþyrmingu sem partur af vændi. Það fór bara lengra og hann beitti mig ofbeldi sem ég átti ekki skilið. Hann hlustaði ekkert á mig þegar ég sagði honum að þetta væri svolítið sem hann ætti ekki að gera og bar ekki virðingu fyrir því sem ég sagði,“ segir kona með þröskahömlun sem stundað hefur vændi í nokkur ár. Nánar er rætt við konuna í Kompás sem birtist á Vísi klukkan níu í fyrramálið.
Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir "Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
"Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30