Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Eiður Þór Árnason skrifar 1. mars 2020 19:15 Um miðjan febrúar var greint frá því að verkfall starfsmanna Eflingar hafi meðal annars haft áhrif á skólastarf í Réttarholtsskóla. Víða í skólanum var farið að sjá að ekki hafi verið þrifið lengi til dæmis á salernum. Vísir/Egill Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. Nefndin kom saman nú í morgun og samþykkti að veita tímabundna undanþágu frá verkfallsaðgerðum á velferðarsviði borgarinnar í ljósi kórónuveirusmitsins sem fregnir bárust af í fyrradag. Áður hafði nefndin veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu í Reykjavík af sömu ástæðu í samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Sorphirða hefst aftur í Breiðholti á morgun. Skóla- og frístundarsvið borgarinnar óskaði einnig eftir undanþágu á sama grundvelli en Efling féllst ekki á þau rök. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því í samtali við mbl.is að borgin hefði óskað eftir þriðju undanþágunni í ljósi leiðbeininga frá almannavörnum um aukin þrif í húsum þar sem þjónusta er veitt. Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Á hvaða grundvelli hafnið þið þessari beiðni? „Bara einfaldlega vegna þess að borgin sjálf getur komið í veg fyrir alla hættu með því að bjóða ekki þjónustuna, eins og hún hefur verið að gera bæði í tilfellum þessara tilteknu grunnskóla og líka bara eins og verið er að gera inn á leikskólunum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Við lítum þannig á að borgin hafi í þessu tilviki færar leiðir til þess að bregðast við, sem að verkfallið í sjálfu sér kemur ekki veg í fyrir.“ Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir lýstu í gær yfir áhyggjum vegna yfirstandandi og yfirvofandi verkfalla. „Þetta eru aðgerðir sem geta haft áhrif á viðkvæmustu hópa samfélagsins eins og fólk á hjúkrunarheimilum. Þá getur takmörkuð sorphirða jafnframt dregið úr áhrifamætti sóttvarnaaðgerða,“ sagði í tilkynningu. Viðar segir að Efling hafi brugðist mjög hratt við undanþágubeiðnum undanfarna daga og yfirleitt afgreitt slíkar beiðnir á innan við sólarhring. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag. 1. mars 2020 12:30 Efling mun veita undanþágu frá verkfalli vegna veirunnar Undanþágunefnd Eflingar hefur samþykkt einróma að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu, er fram kemur í tilkynningu frá verkalýðsfélaginu. 29. febrúar 2020 18:29 Allir starfsmenn sem sinna þrifum í verkfalli: Staðan á salernum slæm Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. 20. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. Nefndin kom saman nú í morgun og samþykkti að veita tímabundna undanþágu frá verkfallsaðgerðum á velferðarsviði borgarinnar í ljósi kórónuveirusmitsins sem fregnir bárust af í fyrradag. Áður hafði nefndin veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu í Reykjavík af sömu ástæðu í samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Sorphirða hefst aftur í Breiðholti á morgun. Skóla- og frístundarsvið borgarinnar óskaði einnig eftir undanþágu á sama grundvelli en Efling féllst ekki á þau rök. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því í samtali við mbl.is að borgin hefði óskað eftir þriðju undanþágunni í ljósi leiðbeininga frá almannavörnum um aukin þrif í húsum þar sem þjónusta er veitt. Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Á hvaða grundvelli hafnið þið þessari beiðni? „Bara einfaldlega vegna þess að borgin sjálf getur komið í veg fyrir alla hættu með því að bjóða ekki þjónustuna, eins og hún hefur verið að gera bæði í tilfellum þessara tilteknu grunnskóla og líka bara eins og verið er að gera inn á leikskólunum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Við lítum þannig á að borgin hafi í þessu tilviki færar leiðir til þess að bregðast við, sem að verkfallið í sjálfu sér kemur ekki veg í fyrir.“ Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir lýstu í gær yfir áhyggjum vegna yfirstandandi og yfirvofandi verkfalla. „Þetta eru aðgerðir sem geta haft áhrif á viðkvæmustu hópa samfélagsins eins og fólk á hjúkrunarheimilum. Þá getur takmörkuð sorphirða jafnframt dregið úr áhrifamætti sóttvarnaaðgerða,“ sagði í tilkynningu. Viðar segir að Efling hafi brugðist mjög hratt við undanþágubeiðnum undanfarna daga og yfirleitt afgreitt slíkar beiðnir á innan við sólarhring.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag. 1. mars 2020 12:30 Efling mun veita undanþágu frá verkfalli vegna veirunnar Undanþágunefnd Eflingar hefur samþykkt einróma að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu, er fram kemur í tilkynningu frá verkalýðsfélaginu. 29. febrúar 2020 18:29 Allir starfsmenn sem sinna þrifum í verkfalli: Staðan á salernum slæm Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. 20. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag. 1. mars 2020 12:30
Efling mun veita undanþágu frá verkfalli vegna veirunnar Undanþágunefnd Eflingar hefur samþykkt einróma að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu, er fram kemur í tilkynningu frá verkalýðsfélaginu. 29. febrúar 2020 18:29
Allir starfsmenn sem sinna þrifum í verkfalli: Staðan á salernum slæm Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. 20. febrúar 2020 21:30