Daníel: Miljan er fullkomið mótvægi við Arnar og Ingva Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 1. mars 2020 21:32 Daníel á hliðarlínunni í kvöld. vísir/daníel Grindavík vann í kvöld stórsigur á Val á Hlíðarenda í Dominos deild karla. Grindjánar voru yfir allan leikinn og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Grindavík voru yfirburðarlið í kvöld báðu megin á vellinum en leikurinn skipti miklu máli í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni. „Við vorum í smá basli í byrjun leiks og líka í byrjun þriðja leikhluta en strákarnir stigu bara upp og við gerðum það sem við þurftum að gera mest megnis. Við vorum ekkert að refsa þeim rosalega mikið í einu á ákveðnum tíma heldur kom þetta jafnt og þétt yfir leikinn, “ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, sáttur eftir leik kvöldsins. Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og settu tvo þrista í röð. Grindavík svöruðu aftur á móti vel og enduðu á að vinna leikhlutann. „Valsmenn byrjuðu leikhlutann náttúrulega mjög sterkt og eru bara rosalega flottir. Ég tók samt ekkert leikhlé þeir héldu bara áfram að gera það sem við þurftum að gera. Við fórum síðan bara að hitta líka og þá gekk vel. Ég er ánægður með orkuna í mannskapnum þrátt fyrir dauft yfirbragð á þessum leik.“ Valsmenn tóku fleiri 3ja stiga skot en 2ja stiga skot í leiknum. Grindavík lokuðu einfaldlega teignum og gáfu þeim oft opin skot í staðinn. „Þeir hittu náttúrulega mjög vel í byrjun en við vissum að það myndi ekki endast allan leikinn. Austin, Aaron og margir af þessum strákum eru góðar skyttur en maður þarf að gefa eitthvað eftir en ég vildi ekki gefa auðveldu tvö stigin í kvöld.“ Bekkurinn hjá Grindavík var flottur í kvöld en það komu margir sterkir inn. „Allir sem komu inn stigu upp. Sérstaklega steig Miljan Rakic upp og gerði þá hluti sem ég hef verið að biðja hann um að gera. Það var mjög gaman að sjá það.“ Grindavík voru að láta boltann ganga vel í kvöld og fundu oftar en ekki rétta skotið. Miljan Rakic kom sérstaklega vel inn með rólegt yfirbragð. „Það er það sem við þurfum að gera. Miljan er líka með reynslu í þessu að setja upp sóknarleikinn og stjórna tempóinu. Hann er með rólegt yfirbragð. Við erum líka með menn í liðinu sem eru mjög góðir í hröðum leik svo það er mjög gott að geta breytt tempóinu upp og niður. Miljan er fullkomið mótvægi við Arnar og Ingva í að stjórna leiknum.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Grindavík gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann öruggan sigur á Val. Þetta var annar sigur Grindvíkinga í röð. 1. mars 2020 22:00 Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
Grindavík vann í kvöld stórsigur á Val á Hlíðarenda í Dominos deild karla. Grindjánar voru yfir allan leikinn og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Grindavík voru yfirburðarlið í kvöld báðu megin á vellinum en leikurinn skipti miklu máli í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni. „Við vorum í smá basli í byrjun leiks og líka í byrjun þriðja leikhluta en strákarnir stigu bara upp og við gerðum það sem við þurftum að gera mest megnis. Við vorum ekkert að refsa þeim rosalega mikið í einu á ákveðnum tíma heldur kom þetta jafnt og þétt yfir leikinn, “ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, sáttur eftir leik kvöldsins. Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og settu tvo þrista í röð. Grindavík svöruðu aftur á móti vel og enduðu á að vinna leikhlutann. „Valsmenn byrjuðu leikhlutann náttúrulega mjög sterkt og eru bara rosalega flottir. Ég tók samt ekkert leikhlé þeir héldu bara áfram að gera það sem við þurftum að gera. Við fórum síðan bara að hitta líka og þá gekk vel. Ég er ánægður með orkuna í mannskapnum þrátt fyrir dauft yfirbragð á þessum leik.“ Valsmenn tóku fleiri 3ja stiga skot en 2ja stiga skot í leiknum. Grindavík lokuðu einfaldlega teignum og gáfu þeim oft opin skot í staðinn. „Þeir hittu náttúrulega mjög vel í byrjun en við vissum að það myndi ekki endast allan leikinn. Austin, Aaron og margir af þessum strákum eru góðar skyttur en maður þarf að gefa eitthvað eftir en ég vildi ekki gefa auðveldu tvö stigin í kvöld.“ Bekkurinn hjá Grindavík var flottur í kvöld en það komu margir sterkir inn. „Allir sem komu inn stigu upp. Sérstaklega steig Miljan Rakic upp og gerði þá hluti sem ég hef verið að biðja hann um að gera. Það var mjög gaman að sjá það.“ Grindavík voru að láta boltann ganga vel í kvöld og fundu oftar en ekki rétta skotið. Miljan Rakic kom sérstaklega vel inn með rólegt yfirbragð. „Það er það sem við þurfum að gera. Miljan er líka með reynslu í þessu að setja upp sóknarleikinn og stjórna tempóinu. Hann er með rólegt yfirbragð. Við erum líka með menn í liðinu sem eru mjög góðir í hröðum leik svo það er mjög gott að geta breytt tempóinu upp og niður. Miljan er fullkomið mótvægi við Arnar og Ingva í að stjórna leiknum.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Grindavík gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann öruggan sigur á Val. Þetta var annar sigur Grindvíkinga í röð. 1. mars 2020 22:00 Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Grindavík gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann öruggan sigur á Val. Þetta var annar sigur Grindvíkinga í röð. 1. mars 2020 22:00