Handbolti

Sjö leikmenn sem Alfreð hefur áður þjálfað í hans fyrsta landsliðshópi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð tók við þýska landsliðinu af Christian Prokop.
Alfreð tók við þýska landsliðinu af Christian Prokop. vísir/getty

Alfreð Gíslason hefur valið sinn fyrsta hóp sem þjálfari þýska landsliðsins í handbolta.

Alfreð stýrir Þýskalandi í fyrsta sinn þegar liðið mætir strákunum hans Erlings Richardssonar í hollenska landsliðinu í vináttulandsleik í Magdeburg 13. mars.

Fyrirliði þýska liðsins, Uwe Gensheimer, verður fjarri góðu gamni í leiknum vegna meiðsla. Sömu sögu er að segja af Paul Drux.

Í þýska hópnum eru sjö leikmenn sem Alfreð hefur áður þjálfað. Hann þjálfaði markverðina Johannes Bitter og Silvio Heinevetter hjá Magdeburg og Patrick Wiencek, Tobias Reichmann, Hendrik Pekeler, Steffen Weinhold og Andreas Wolff hjá Kiel.

Fjórtán af 18 leikmönnum í þýska hópnum léku á EM 2020. Þar enduðu Þjóðverjar í 5. sæti.

Þýska hópinn má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×