Innlent

Segir Íslendinga og heimamenn í Madonna vera hina rólegustu

Nadine Guðrún Yaghi skrifar

Íslenskur maður sem staddur er í Madonna á Ítalíu segir Íslendinga og heimamenn á svæðinu vera hina rólegustu yfir kórónuveirunni. Hann vissi þó ekki að hann yrði sendur í sóttkví við heimkomu næsta laugardag enda var svæðið ekki skilgreint sem hættusvæði þegar hann fór út. 

Haraldur Ási Lárusson, tæknistjóri, fór á vegum ferðaskrifstofunnar Útval-Útsýn til Madonna á Ítalíu síðastliðinn laugardag. Flogið var til Verona og þaðan var hópurinn keyrðu til Madonna.



Það var mikið af afbókunum en ég held að hópurinn sé um sjötíu manns. Þar af var hópur heilbrigðisstarfsmanna sem var í annari rútu, ég veit ekki hvort þau séu hér á svæðinu en ég er einn á þessu hóteli og svo er hluti af hópnum sem var í rútunni sem er á hóteli sem er bara 2 mínútur í burtu,“ segir Haraldur.

Hann segist ekki finna fyrir mikilli hræðslu vegna kórunuveirunnar.

„Það er bara fínasta stemning hérna. Þau sem ég hitti í gær voru hressir ný komnir úr brekkunni. Það er enginn með grímu hérna og virðist sem enginn sé að kippa sér upp við þetta,“ segir Haraldur.

Þegar Haraldur fór út leit út fyrir að hann þyrfti ekki að fara í sóttkví þegar heim væri komið þar sem Madonna var skilgreint utan hættusvæðis kórónuveirunnar, það breyttist hins vegar í gær. Nú þurfa allir sem koma frá Ítalíu að fara í sóttkví sem Haraldur mun gera. Hann á flug heim næsta laugardag.

„Þannig ég held að ég sé að fara heim á laugardaginn og svo veit ég ekkert meir. Eina sem maður veit er bara það sem maður sér í fréttum. Við fáum enga tölvupósta eða neitt frá ferðaskrifstofunni,“ segir Haraldur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×