Formannsslagur í Bændasamtökunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2020 18:34 Búnaðarþing fer fram í Bændahöllinni sem er í sama húsnæði og Hótel Saga. google Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og garðyrkjubóndi í Ártanga í Grímsnes- og Grafningshreppi, býður sig fram til formennsku í Bændasamtökum Íslands. Gunnar býður sig fram gegn sitjandi formanni, Guðrúnu Tryggvadóttur, sauðfjárbónda frá Svartárkoti í Bárðardal sem býður sig einnig fram til áframhaldandi formennsku. Það stefnir því í formannsslag hjá Bændasamtökunum. Frá þessu er greint á vef RÚV en þar kemur fram að Gunnar hafi tilkynnt um framboð sitt á Búnaðarþingi síðdegis í dag. Samhliða framboði Gunnars til formannsins bjóða eftirfarandi sig fram til stjórnar Bændasamtakanna: Oddný Steina Valsdóttir, sauðfjárbóndi í Úthlíð. Ingi Björn Árnason, kúabóndi í Marbæli í Skagafirði. Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs. Halla Eiríksdóttir, sauðfjárbóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal. Að því er fram kemur í frétt RÚV hafa núverandi stjórnamenn ekki gefið upp hvort þeir hyggist bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en hægt er að bjóða sig fram allt fram að kosningunum sem fara fram eftir hádegi á morgun. Núverandi stjórn skipa, auk Guðrúnar formanns, þau Einar Ófeigur Björnsson, varaformaður, Lóni II í Kelduhverfi, Gunnar K. Eiríksson, Túnsbergi í Hrunamannahreppi, Guðrún Lárusdóttir, Keldudal í Skagafirði og Eiríkur Blöndal, Jaðri í Borgarbyggð. Félagasamtök Landbúnaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og garðyrkjubóndi í Ártanga í Grímsnes- og Grafningshreppi, býður sig fram til formennsku í Bændasamtökum Íslands. Gunnar býður sig fram gegn sitjandi formanni, Guðrúnu Tryggvadóttur, sauðfjárbónda frá Svartárkoti í Bárðardal sem býður sig einnig fram til áframhaldandi formennsku. Það stefnir því í formannsslag hjá Bændasamtökunum. Frá þessu er greint á vef RÚV en þar kemur fram að Gunnar hafi tilkynnt um framboð sitt á Búnaðarþingi síðdegis í dag. Samhliða framboði Gunnars til formannsins bjóða eftirfarandi sig fram til stjórnar Bændasamtakanna: Oddný Steina Valsdóttir, sauðfjárbóndi í Úthlíð. Ingi Björn Árnason, kúabóndi í Marbæli í Skagafirði. Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs. Halla Eiríksdóttir, sauðfjárbóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal. Að því er fram kemur í frétt RÚV hafa núverandi stjórnamenn ekki gefið upp hvort þeir hyggist bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en hægt er að bjóða sig fram allt fram að kosningunum sem fara fram eftir hádegi á morgun. Núverandi stjórn skipa, auk Guðrúnar formanns, þau Einar Ófeigur Björnsson, varaformaður, Lóni II í Kelduhverfi, Gunnar K. Eiríksson, Túnsbergi í Hrunamannahreppi, Guðrún Lárusdóttir, Keldudal í Skagafirði og Eiríkur Blöndal, Jaðri í Borgarbyggð.
Félagasamtök Landbúnaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira