Íslenskir strákar sviknir um HM vegna kórónuveirunnar Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2020 22:30 Íslenska U20-landsliðið vann 3. deild HM í janúar. Hins vegar fær U18-landsliðið ekki að spila á HM í ár. Facebook/@ihi.is Íslenska U18-landsliðið í íshokkí karla var tilkynnt í dag. Skömmu síðar kom hins vegar í ljós að ekkert yrði af þátttöku þess á HM í ár. Alþjóðaíshokkísambandið tilkynnti í dag að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hefði verið ákveðið að aflýsa fjölda móta á vegum sambandsins. Þar á meðal er keppni í A-riðli 3. deildar HM, þar sem Ísland átti að spila, en leika átti í Istanbúl í Tyrklandi dagana 16.-22. mars. Íslensku strákarnir fara því ekki til Istanbúl, ekki frekar en leikmenn frá Ísrael, Mexíkó, Belgíu og Taívan sem einnig áttu að leika í riðlinum. Alls var hætt við keppni í fjórum riðlum fyrir U18-landslið karla, og í tveimur riðlum A-landsliða kvenna. Íslenska kvennalandsliðið var gestgjafi B-riðils 2. deildar en því móti lauk um helgina á Akureyri og vann Ísland til silfurverðlauna. Til stendur að A-landslið karla verði gestgjafi í B-riðli 2. deildar, og á mótið að fara fram 19.-25. apríl í Reykjavík. Í tilkynningu frá alþjóðaíshokkísambandinu í dag segir að staðan verði metin frá degi til dags varðandi möguleikann á að aflýsa þurfi mótum í apríl. Einnig á eftir að ákveða hvernig gestgjöfum móta sem þurft hefur að aflýsa verði bættur kostnaður sem þeir kunna að hafa ráðist í.Íslenska U18-landsliðshópinn sem valinn var í dag, en fær ekki að keppa, má sjá hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íshokkí Tengdar fréttir Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02 Ísland nældi í silfur eftir stórsigur á Úkraínu Ísland vann öruggan 7-0 sigur á Úkraínu í lokaumferð 2. deildar B á HM kvenna í íshokkí í dag. Sigurinn þýðir að Ísland lendir í 2. sæti mótsins en keppt var á Akureyri. 29. febrúar 2020 22:00 Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna. 1. mars 2020 15:30 EM 2020 í hættu Kórónuveiran heldur áfram að valda usla í íþróttaheiminum. Núna gæti Evrópumótið í fótbolta sem á að fara fram í sumar verið í hættu. 29. febrúar 2020 13:00 Engin handabönd um helgina og íþróttaviðburðir í hættu Það er nú þegar ljóst að kórónaveiran mun hafa gífurleg áhrif á íþróttaviðburði næstu vikna og mánuða. Líklega verða engin handabönd á íþróttaviðburðum helgarinnar og þá hafa knattspyrnumenn sett sig í samband við Fifpro um smithættu. 29. febrúar 2020 10:45 Enginn fótbolti í Sviss og leikjum í ICC aflýst Leikjum á undirbúningsmóti sem mörg af þekktustu knattspyrnuliðum heims hafa tekið þátt í, til að mynda Manchester United, Juventus, Real Madrid og Bayern München, hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 20:30 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Sjá meira
Íslenska U18-landsliðið í íshokkí karla var tilkynnt í dag. Skömmu síðar kom hins vegar í ljós að ekkert yrði af þátttöku þess á HM í ár. Alþjóðaíshokkísambandið tilkynnti í dag að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hefði verið ákveðið að aflýsa fjölda móta á vegum sambandsins. Þar á meðal er keppni í A-riðli 3. deildar HM, þar sem Ísland átti að spila, en leika átti í Istanbúl í Tyrklandi dagana 16.-22. mars. Íslensku strákarnir fara því ekki til Istanbúl, ekki frekar en leikmenn frá Ísrael, Mexíkó, Belgíu og Taívan sem einnig áttu að leika í riðlinum. Alls var hætt við keppni í fjórum riðlum fyrir U18-landslið karla, og í tveimur riðlum A-landsliða kvenna. Íslenska kvennalandsliðið var gestgjafi B-riðils 2. deildar en því móti lauk um helgina á Akureyri og vann Ísland til silfurverðlauna. Til stendur að A-landslið karla verði gestgjafi í B-riðli 2. deildar, og á mótið að fara fram 19.-25. apríl í Reykjavík. Í tilkynningu frá alþjóðaíshokkísambandinu í dag segir að staðan verði metin frá degi til dags varðandi möguleikann á að aflýsa þurfi mótum í apríl. Einnig á eftir að ákveða hvernig gestgjöfum móta sem þurft hefur að aflýsa verði bættur kostnaður sem þeir kunna að hafa ráðist í.Íslenska U18-landsliðshópinn sem valinn var í dag, en fær ekki að keppa, má sjá hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íshokkí Tengdar fréttir Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02 Ísland nældi í silfur eftir stórsigur á Úkraínu Ísland vann öruggan 7-0 sigur á Úkraínu í lokaumferð 2. deildar B á HM kvenna í íshokkí í dag. Sigurinn þýðir að Ísland lendir í 2. sæti mótsins en keppt var á Akureyri. 29. febrúar 2020 22:00 Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna. 1. mars 2020 15:30 EM 2020 í hættu Kórónuveiran heldur áfram að valda usla í íþróttaheiminum. Núna gæti Evrópumótið í fótbolta sem á að fara fram í sumar verið í hættu. 29. febrúar 2020 13:00 Engin handabönd um helgina og íþróttaviðburðir í hættu Það er nú þegar ljóst að kórónaveiran mun hafa gífurleg áhrif á íþróttaviðburði næstu vikna og mánuða. Líklega verða engin handabönd á íþróttaviðburðum helgarinnar og þá hafa knattspyrnumenn sett sig í samband við Fifpro um smithættu. 29. febrúar 2020 10:45 Enginn fótbolti í Sviss og leikjum í ICC aflýst Leikjum á undirbúningsmóti sem mörg af þekktustu knattspyrnuliðum heims hafa tekið þátt í, til að mynda Manchester United, Juventus, Real Madrid og Bayern München, hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 20:30 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Sjá meira
Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02
Ísland nældi í silfur eftir stórsigur á Úkraínu Ísland vann öruggan 7-0 sigur á Úkraínu í lokaumferð 2. deildar B á HM kvenna í íshokkí í dag. Sigurinn þýðir að Ísland lendir í 2. sæti mótsins en keppt var á Akureyri. 29. febrúar 2020 22:00
Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna. 1. mars 2020 15:30
EM 2020 í hættu Kórónuveiran heldur áfram að valda usla í íþróttaheiminum. Núna gæti Evrópumótið í fótbolta sem á að fara fram í sumar verið í hættu. 29. febrúar 2020 13:00
Engin handabönd um helgina og íþróttaviðburðir í hættu Það er nú þegar ljóst að kórónaveiran mun hafa gífurleg áhrif á íþróttaviðburði næstu vikna og mánuða. Líklega verða engin handabönd á íþróttaviðburðum helgarinnar og þá hafa knattspyrnumenn sett sig í samband við Fifpro um smithættu. 29. febrúar 2020 10:45
Enginn fótbolti í Sviss og leikjum í ICC aflýst Leikjum á undirbúningsmóti sem mörg af þekktustu knattspyrnuliðum heims hafa tekið þátt í, til að mynda Manchester United, Juventus, Real Madrid og Bayern München, hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 20:30