Sjónvarpsmaðurinn James Lipton látinn Andri Eysteinsson skrifar 2. mars 2020 20:03 Lipton stýrði Inside the Actors Studio í 24 ár. Getty/Bravo Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn James Lipton, sem þekktastur er fyrir viðtalsþættina Inside the Actors Studio, lést í dag 93 ára að aldri. New York Times greinir frá. Lipton fæddist í Detroit í Michiganríki Bandaríkjanna 19. september 1926, hann stefndi upphaflega á að gerast lögfræðingur en sneri sér að leiklist til þess að geta fjármagnað nám sitt. Lipton kom fram á sviði, í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu auk þess sem hann skrifaði handrit fyrir þætti á borð við Leiðarljós en hann lék hlutverk Dr. Dick Grant í þáttunum árin 1952-1962. Þá kom hann einnig fram í Arrested Development, Joey auk þess að koma fram í Simpsons og Family Guy þar sem hann talaði fyrir sig sjálfan.Þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt sem þáttastjórnandi, handritshöfundur og framleiðandi, þáttanna Inside the Actors Studio en hann starfaði við gerð þáttanna frá 1994 til 2018 þegar hann settist í helgan stein. Í þáttunum ræddi Lipton við fjölda þekkra leikara um ferilinn og gerð ýmissa verkefna. Síðan að Lipton settist í helgan stein hefur enginn fastur stjórnandi stýrt þættinum.Lipton var frá árinu 1970 giftur fyrirsætunni Kedakai Turner. Lipton lést eins og áður segir fyrr í dag og var banamein hans krabbamein í þvagblöðru. Andlát Bandaríkin Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn James Lipton, sem þekktastur er fyrir viðtalsþættina Inside the Actors Studio, lést í dag 93 ára að aldri. New York Times greinir frá. Lipton fæddist í Detroit í Michiganríki Bandaríkjanna 19. september 1926, hann stefndi upphaflega á að gerast lögfræðingur en sneri sér að leiklist til þess að geta fjármagnað nám sitt. Lipton kom fram á sviði, í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu auk þess sem hann skrifaði handrit fyrir þætti á borð við Leiðarljós en hann lék hlutverk Dr. Dick Grant í þáttunum árin 1952-1962. Þá kom hann einnig fram í Arrested Development, Joey auk þess að koma fram í Simpsons og Family Guy þar sem hann talaði fyrir sig sjálfan.Þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt sem þáttastjórnandi, handritshöfundur og framleiðandi, þáttanna Inside the Actors Studio en hann starfaði við gerð þáttanna frá 1994 til 2018 þegar hann settist í helgan stein. Í þáttunum ræddi Lipton við fjölda þekkra leikara um ferilinn og gerð ýmissa verkefna. Síðan að Lipton settist í helgan stein hefur enginn fastur stjórnandi stýrt þættinum.Lipton var frá árinu 1970 giftur fyrirsætunni Kedakai Turner. Lipton lést eins og áður segir fyrr í dag og var banamein hans krabbamein í þvagblöðru.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein