Jákvætt að kórónuveirusmit greinist á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2020 10:24 Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis. Vísir/vilhelm Aðstoðarmaður landlæknis segir það ekki neikvætt að kórónuveirusmit séu að greinast á Íslandi. Þvert á móti sé það jákvætt og til marks um árangursríkt viðbragð yfirvalda. Alls hafa níu Íslendingar verið greindir með kórónuveiru, þar af sex í gær. Öll smitin má rekja til Ítalíu nema eitt. Þar er um að ræða karlmann sem dvalið hafði í Austurríki en kom hingað til lands frá München í Þýskalandi á sunnudag. Hlutfallslega hafa því nokkuð mörg smit greinst á Íslandi en tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa eru orðin 2,64. Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í færslu á Twitter-reikningi sínum að það sé merkilegt hversu margir haldi að það sé neikvætt „eða vitnisburður um veik viðbrögð að við séum að greina #COVID19 smit hér á landi.“ „Þvert á móti er þetta jákvætt. Við erum að ná þessum innfluttu smitum mjög snemma og þetta er fólk sem er að greinast meðan það er í sóttkví,“ segir Kjartan Hreinn. Viðbúnaður hér á landi sé í raun óvenjulega mikill. „Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?“ Viðbúnaður hér á landi er mikill, óvenjulega mikill í raun. Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?— Kjartan Hreinn (@kjartanhn) March 3, 2020 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók í sama streng á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þar sagði hann að viðbrögð yfirvalda væru stífari hér á landi en annars staðar og að óvíst væri hversu lengi verði haldið í slíkar aðgerðir. Viðbragðið stuðli vonandi að því að hér verði ekki útbreiddur faraldur. Hátt í þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar. Sóttvarnalæknir beinir því til einstaklinga, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skilgreindum áhættusvæðum, það er Ítalíu, Kína, Suður Kóreu og Íran og snúa heim, að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfirgefið skilgreind áhættusvæði. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33 Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43 Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Aðstoðarmaður landlæknis segir það ekki neikvætt að kórónuveirusmit séu að greinast á Íslandi. Þvert á móti sé það jákvætt og til marks um árangursríkt viðbragð yfirvalda. Alls hafa níu Íslendingar verið greindir með kórónuveiru, þar af sex í gær. Öll smitin má rekja til Ítalíu nema eitt. Þar er um að ræða karlmann sem dvalið hafði í Austurríki en kom hingað til lands frá München í Þýskalandi á sunnudag. Hlutfallslega hafa því nokkuð mörg smit greinst á Íslandi en tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa eru orðin 2,64. Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í færslu á Twitter-reikningi sínum að það sé merkilegt hversu margir haldi að það sé neikvætt „eða vitnisburður um veik viðbrögð að við séum að greina #COVID19 smit hér á landi.“ „Þvert á móti er þetta jákvætt. Við erum að ná þessum innfluttu smitum mjög snemma og þetta er fólk sem er að greinast meðan það er í sóttkví,“ segir Kjartan Hreinn. Viðbúnaður hér á landi sé í raun óvenjulega mikill. „Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?“ Viðbúnaður hér á landi er mikill, óvenjulega mikill í raun. Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?— Kjartan Hreinn (@kjartanhn) March 3, 2020 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók í sama streng á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þar sagði hann að viðbrögð yfirvalda væru stífari hér á landi en annars staðar og að óvíst væri hversu lengi verði haldið í slíkar aðgerðir. Viðbragðið stuðli vonandi að því að hér verði ekki útbreiddur faraldur. Hátt í þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar. Sóttvarnalæknir beinir því til einstaklinga, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skilgreindum áhættusvæðum, það er Ítalíu, Kína, Suður Kóreu og Íran og snúa heim, að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfirgefið skilgreind áhættusvæði.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33 Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43 Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33
Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43
Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10