Alvarlegt slys á byggingasvæði við Sunnukrika Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. mars 2020 14:56 Fjöldi viðbragðsaðila eru á vettvangi, meðal annars slökkviliðsmenn sem voru á rústabjörgunarnámskeiði þegar útkallið barst. Vísir/Vilhelm Alvarlegt slys varð á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu sem verið er að reisa í götunni. Að sögn Valgarðs voru tveir menn við vinnu sem lentu undir gólfinu sem er að líkindum steypt gólfplata. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir tilkynninguna sem barst á þriðja tímanum ekki hafa hljómað vel. Talað hafi verið um fjölda slasaðra eftir að steypt loft hefði hrunið og einhver væri mögulega undir rústunum. Fjöldi sjúkrabíla er mættur á vettvang auk slökkviliðsbíla og fulltrúa lögreglu.Vísir/JóiK „Fórnarlömbin reyndust tvö. Annað er farið á spítala og vinnan núna felst í því að komast að þeim sem er inni og undir þessum rústum.“ Nú sé unnið að því að tryggja aðstæður þannig að öryggi viðbragðsaðila sé í lagi áður en haldið verði inn. „Byggingin er ekki traust eins og er en við erum að tryggja aðstæður.“ Fjöldi viðbragðsaðila sinnir vinnu á vettvangi.Vísir/JóiK Hafsteinn telur að um þrjátíu manns séu við störf á vettvangi. „Það hittir þannig á að það var rústabjörgunarnámskeið hjá slökkviliðinu í gangi þannig að þau brugðust skjótt við og komu með allan sinn mannskap,“ segir Hafsteinn. Áfallateymi frá Rauða krossinum hefur verið ræst vegna slyssins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst á byggingin að hýsa heilsugæsluna í Mosfellsbæ. Lögregla segir í tilkynningu á fimmta tímanum að ekki sé hægt að veita upplýsingar um ástand mannanna að svo stöddu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:39. Byggingin þar sem slysið varð.Vísir/Vilhelm Slökkviliðsmenn á vettvangi í dag.Vísir/Vilhelm Mosfellsbær Sjúkraflutningar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Alvarlegt slys varð á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu sem verið er að reisa í götunni. Að sögn Valgarðs voru tveir menn við vinnu sem lentu undir gólfinu sem er að líkindum steypt gólfplata. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir tilkynninguna sem barst á þriðja tímanum ekki hafa hljómað vel. Talað hafi verið um fjölda slasaðra eftir að steypt loft hefði hrunið og einhver væri mögulega undir rústunum. Fjöldi sjúkrabíla er mættur á vettvang auk slökkviliðsbíla og fulltrúa lögreglu.Vísir/JóiK „Fórnarlömbin reyndust tvö. Annað er farið á spítala og vinnan núna felst í því að komast að þeim sem er inni og undir þessum rústum.“ Nú sé unnið að því að tryggja aðstæður þannig að öryggi viðbragðsaðila sé í lagi áður en haldið verði inn. „Byggingin er ekki traust eins og er en við erum að tryggja aðstæður.“ Fjöldi viðbragðsaðila sinnir vinnu á vettvangi.Vísir/JóiK Hafsteinn telur að um þrjátíu manns séu við störf á vettvangi. „Það hittir þannig á að það var rústabjörgunarnámskeið hjá slökkviliðinu í gangi þannig að þau brugðust skjótt við og komu með allan sinn mannskap,“ segir Hafsteinn. Áfallateymi frá Rauða krossinum hefur verið ræst vegna slyssins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst á byggingin að hýsa heilsugæsluna í Mosfellsbæ. Lögregla segir í tilkynningu á fimmta tímanum að ekki sé hægt að veita upplýsingar um ástand mannanna að svo stöddu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:39. Byggingin þar sem slysið varð.Vísir/Vilhelm Slökkviliðsmenn á vettvangi í dag.Vísir/Vilhelm
Mosfellsbær Sjúkraflutningar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira