Óhress með að vera kallaður „lítill einræðisherra“ og „blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2020 15:06 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm „Forseti bakkar ekki með það, að það að kalla forseta Alþingis „blaðafulltrúa ríkisstjórnar“ eða „lítinn einræðisherra“ er að tala af óvirðingu um forseta Alþingis. Þeir þingmenn sem vilja láta það standa geri það. En forseti endurtekur að svona mun hann ekki líða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis við lok umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Brást hann þar við ummælum Loga Einarssonar og Halldóru Mogensen sem þau höfðu látið falla í pontu. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna berist hægt og illa. Ítrekað óski ráðherrar eftir frest til að svara fyrirspurnum, fæstar berist þær á réttum tíma og jafnvel skili svör sér ekki í tæka tíð þótt ekki sé óskað formlega eftir fresti. Steingrímur tók til varna og bað til að mynda Loga Einarsson um að draga ummæli sín um forseta til baka. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrst til að kveða sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta þar sem hún kvartaði yfir því hve langan tíma það hefur tekið að fá svör við fyrirspurnum. Fleiri þingmenn stigu þá í pontu og tóku undir með Þorgerði. Þingmönnum var afar heitt í hamsi og áttu þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu einnig í orðaskiptum í hliðarsölum þingsins. Steingrímur svaraði því í fyrstu til að vissulega væri ekki gott að svör bærust seint en þetta atriði hafi einmitt verið til umfjöllunar, meðal annars á vettvangi forsætisnefndar. Mikil vinna og umræða hafi farið fram um þetta atriði til að mynda á vettvangi nefndar um endurskoðun þingskaparlaga. Viðleitni sé til að bæta úr þessu auk þess sem Steingrímur benti á að það væri algengara en ekki að svör við fyrirspurnum bærust seinna en venjulegur frestur geri ráð fyrir. Þar af leiðandi sé ef til vill tilefni til að endurskoða þann tíma sem ráðherrum er veittur til að svara fyrirspurnum. Þingmenn verið að geta gagnrýnt forseta „Fyrst ég er kominn hingað upp þá verð ég bara að fá að segja það að mér finnst nefnilega herra forseti oft taka taum ríkisstjórnarinnar frekar en þingsins og á sínum verstu dögum jafnvel vera eins og blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar,“ sagði Logi meðal annars. Þessi ummæli hvatti Steingrímur Loga til að íhuga að draga til baka og hækkaði róminn. Meðal annarra þingmanna sem kvöddu sér hljóðs var Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. „Ég verð að viðurkenna að það sauð dálítið í mér þegar að forseti svaraði háttvirtum þingmanni Loga Einarssyni áðan,“ sagði Halldóra. „Mér finnst þetta ekki í lagi. Mér finnst ekki í lagi að upplifa það sem þingmaður að geta ekki komið upp í pontu og gagnrýnt forseta án þess að hafa áhyggjur eða hreinlega vera hrædd við reiðiköstin í háttvirtum forseta sem ég hef því miður lent í áður,“ bætti hún við. „Við verðum að fá að koma hérna upp og gagnrýna forseta og fá að tala á þann máta sem við teljum vera skildu okkar án þess að þurfa að vera hrædd við litla einræðisherrann sem að forseti hefur innra með sér,“ sagði Halldóra. Steingrímur áréttaði að umræðunni lokinni að það væri réttur allra þingmanna að gagnrýna forseta en brýndi þá um leið til að gera það með málefnalegum hætti.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Vinstri græn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
„Forseti bakkar ekki með það, að það að kalla forseta Alþingis „blaðafulltrúa ríkisstjórnar“ eða „lítinn einræðisherra“ er að tala af óvirðingu um forseta Alþingis. Þeir þingmenn sem vilja láta það standa geri það. En forseti endurtekur að svona mun hann ekki líða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis við lok umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Brást hann þar við ummælum Loga Einarssonar og Halldóru Mogensen sem þau höfðu látið falla í pontu. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna berist hægt og illa. Ítrekað óski ráðherrar eftir frest til að svara fyrirspurnum, fæstar berist þær á réttum tíma og jafnvel skili svör sér ekki í tæka tíð þótt ekki sé óskað formlega eftir fresti. Steingrímur tók til varna og bað til að mynda Loga Einarsson um að draga ummæli sín um forseta til baka. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrst til að kveða sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta þar sem hún kvartaði yfir því hve langan tíma það hefur tekið að fá svör við fyrirspurnum. Fleiri þingmenn stigu þá í pontu og tóku undir með Þorgerði. Þingmönnum var afar heitt í hamsi og áttu þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu einnig í orðaskiptum í hliðarsölum þingsins. Steingrímur svaraði því í fyrstu til að vissulega væri ekki gott að svör bærust seint en þetta atriði hafi einmitt verið til umfjöllunar, meðal annars á vettvangi forsætisnefndar. Mikil vinna og umræða hafi farið fram um þetta atriði til að mynda á vettvangi nefndar um endurskoðun þingskaparlaga. Viðleitni sé til að bæta úr þessu auk þess sem Steingrímur benti á að það væri algengara en ekki að svör við fyrirspurnum bærust seinna en venjulegur frestur geri ráð fyrir. Þar af leiðandi sé ef til vill tilefni til að endurskoða þann tíma sem ráðherrum er veittur til að svara fyrirspurnum. Þingmenn verið að geta gagnrýnt forseta „Fyrst ég er kominn hingað upp þá verð ég bara að fá að segja það að mér finnst nefnilega herra forseti oft taka taum ríkisstjórnarinnar frekar en þingsins og á sínum verstu dögum jafnvel vera eins og blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar,“ sagði Logi meðal annars. Þessi ummæli hvatti Steingrímur Loga til að íhuga að draga til baka og hækkaði róminn. Meðal annarra þingmanna sem kvöddu sér hljóðs var Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. „Ég verð að viðurkenna að það sauð dálítið í mér þegar að forseti svaraði háttvirtum þingmanni Loga Einarssyni áðan,“ sagði Halldóra. „Mér finnst þetta ekki í lagi. Mér finnst ekki í lagi að upplifa það sem þingmaður að geta ekki komið upp í pontu og gagnrýnt forseta án þess að hafa áhyggjur eða hreinlega vera hrædd við reiðiköstin í háttvirtum forseta sem ég hef því miður lent í áður,“ bætti hún við. „Við verðum að fá að koma hérna upp og gagnrýna forseta og fá að tala á þann máta sem við teljum vera skildu okkar án þess að þurfa að vera hrædd við litla einræðisherrann sem að forseti hefur innra með sér,“ sagði Halldóra. Steingrímur áréttaði að umræðunni lokinni að það væri réttur allra þingmanna að gagnrýna forseta en brýndi þá um leið til að gera það með málefnalegum hætti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Vinstri græn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira