Innlent

Banaslys í Mosfellsbæ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið varð á þriðja tímanum í gær.
Slysið varð á þriðja tímanum í gær. Vísir

Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Allnokkrir menn voru þar við vinnu þegar slysið varð og slasaðist annar maður, pólskur karlmaður um fimmtugt, alvarlega þegar þetta gerðist. Hann var fluttur á slysadeild og er líðan hans eftir atvikum.

Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

Lögreglan og Vinnueftirlitið rannsaka tildrög slyssins.


Tengdar fréttir

Búið að ná manninum undan plötunni

Búið er að ná hinum manninum sem lenti undir steyptri gólfplötu á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ í dag undan plötunni.

Alvarlegt slys á byggingasvæði við Sunnukrika

Alvarlegt slys varð við Sunnukrika í Mosfellsbæ nú á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu við götuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×