„Margar okkar muna mjög vel eftir því“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2020 15:30 Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, og Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs, með bikarinn sem keppt er um. Mynd/HSÍ Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, og Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs, mættu á kynningarfund vegna Coca Cola bikarsins fyrir helgina og HSÍ tók við þær viðtal og birti á síðu sinni. „Við töpuðum naumlega fyrir Haukum í undanúrslitum Coca Cola bikarsins fyrir tveimur árum. Það var mjög sárt. Margar okkar muna mjög vel eftir því,“ sagði Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs, í viðtali við HSÍ og vitnar þar til undanúrslitaleiks Hauka og KA/Þórs fyrir tveimur árum sem lauk með tveggja marka sigri Hauka, 23-21. Þetta er í þriðja sinn sem KA/Þór er í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna. Árið 2009 náði liðið svo langt í keppninni og aftur níu árum síðar. Þess má einnig geta að Þór Akureyri lék til úrslita í bikarnum fyrir 40 árum gegn Fram. „Það er annað að mætast í úrslitaleik þar sem allt er undir en í deildarleik. Þetta er annað svið með hærra spennustigi,“ sagði Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, í samtali við HSÍ. Karen Helga tekur nú þátt í sjötta sinn í undanúrslitum með Haukum, þar af hefur hún einu sinni leikið til úrslita, fyrir tveimur árum. Alls hafa Haukar átt lið í undanúrslitum kvenna í 17 skipti frá því að fyrst var leikið í bikarkeppninni í kvennaflokki árið 1976. Karen Helga segir það hafa háð Haukaliðinu í vetur að mæta pressunni þegar mikið er undir. „Við erum í stanslausri vinnu við að bæta okkur á þessu sviði og læra betur inn á að vinna með spennustigið.“ „Við erum með góða blöndu af yngri og eldri leikmönnum og þeim yngri þykir eðlilegt að hafa náð alla leið í undanúrslitin í bikarnum sem gefur öllum sjálfstraust. Okkar stefna er að fara í úrslitaleikinn. Það væri alveg geggjað,“ sagði Ásdís ennfremur. „Úrslitin geta ráðist á því hvort liðið kemur betur undirbúið til leiks og tilbúið í slaginn,“ sagði Karen Helga en Haukar og KA/Þór mættust í Olís-deildinni á laugardaginn og þá unnu Haukar, 27:22. Úrslit þess leiks hafa ekkert vægi þegar komið verður út í undanúrslitaslaginn á miðvikudaginn. „Mesta pressan er á Arna Stefáni Guðjónssyni þjálfara okkar að klippa upptöku af fyrri leiknum svo við getum dregið lærdóm af honum fyrir viðureignina á miðvikudaginn í undanúrslitum Coca Cola bikarsins,“ sagði Karen Helga hress og kát í þessu viðtali við HSÍ. „Það er komið að því að við stigum skrefið og förum alla leið í úrslitaleikinn. Allir leikmenn eru í toppformi og hlakkar til,“ sagði Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs. Undanúrslitaleikur Hauka og KA/Þórs hefst klukkan 18.00 í dag í Laugardalshöllinni. Olís-deild kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, og Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs, mættu á kynningarfund vegna Coca Cola bikarsins fyrir helgina og HSÍ tók við þær viðtal og birti á síðu sinni. „Við töpuðum naumlega fyrir Haukum í undanúrslitum Coca Cola bikarsins fyrir tveimur árum. Það var mjög sárt. Margar okkar muna mjög vel eftir því,“ sagði Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs, í viðtali við HSÍ og vitnar þar til undanúrslitaleiks Hauka og KA/Þórs fyrir tveimur árum sem lauk með tveggja marka sigri Hauka, 23-21. Þetta er í þriðja sinn sem KA/Þór er í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna. Árið 2009 náði liðið svo langt í keppninni og aftur níu árum síðar. Þess má einnig geta að Þór Akureyri lék til úrslita í bikarnum fyrir 40 árum gegn Fram. „Það er annað að mætast í úrslitaleik þar sem allt er undir en í deildarleik. Þetta er annað svið með hærra spennustigi,“ sagði Karen Helga Díönudóttir, fyrirliði Hauka, í samtali við HSÍ. Karen Helga tekur nú þátt í sjötta sinn í undanúrslitum með Haukum, þar af hefur hún einu sinni leikið til úrslita, fyrir tveimur árum. Alls hafa Haukar átt lið í undanúrslitum kvenna í 17 skipti frá því að fyrst var leikið í bikarkeppninni í kvennaflokki árið 1976. Karen Helga segir það hafa háð Haukaliðinu í vetur að mæta pressunni þegar mikið er undir. „Við erum í stanslausri vinnu við að bæta okkur á þessu sviði og læra betur inn á að vinna með spennustigið.“ „Við erum með góða blöndu af yngri og eldri leikmönnum og þeim yngri þykir eðlilegt að hafa náð alla leið í undanúrslitin í bikarnum sem gefur öllum sjálfstraust. Okkar stefna er að fara í úrslitaleikinn. Það væri alveg geggjað,“ sagði Ásdís ennfremur. „Úrslitin geta ráðist á því hvort liðið kemur betur undirbúið til leiks og tilbúið í slaginn,“ sagði Karen Helga en Haukar og KA/Þór mættust í Olís-deildinni á laugardaginn og þá unnu Haukar, 27:22. Úrslit þess leiks hafa ekkert vægi þegar komið verður út í undanúrslitaslaginn á miðvikudaginn. „Mesta pressan er á Arna Stefáni Guðjónssyni þjálfara okkar að klippa upptöku af fyrri leiknum svo við getum dregið lærdóm af honum fyrir viðureignina á miðvikudaginn í undanúrslitum Coca Cola bikarsins,“ sagði Karen Helga hress og kát í þessu viðtali við HSÍ. „Það er komið að því að við stigum skrefið og förum alla leið í úrslitaleikinn. Allir leikmenn eru í toppformi og hlakkar til,“ sagði Ásdís Sigurðardóttir, fyrirliði KA/Þórs. Undanúrslitaleikur Hauka og KA/Þórs hefst klukkan 18.00 í dag í Laugardalshöllinni.
Olís-deild kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti