„Ef við komum skíthræddar til leiks þá er voðinn vís“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2020 16:30 Díana Dögg Magnúsdóttir, fyrirliði Vals, og Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram með bikarinn. Mynd/HSÍ Valur og Fram spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í seinni undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. Díana Dögg Magnúsdóttir, fyrirliði Vals, og Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, mættu á kynningarfund vegna Coca Cola bikarsins fyrir helgina og HSÍ tók við þær viðtal og birti á síðu sinni. Framarar eru nú í 27. sinn í undanúrslitum og Valur vann sér sæti í undanúrslitum í 25. skipti að þessu sinni en þetta er 45. keppnistímabil bikarkeppninnar í kvennaflokki. Liðin mættust í úrslitaleik fyrir ári og þá vann vann með þriggja marka mun, 24-21. Nú um stundir eru Fram og Valur í tveimur efstu sætum Olísdeildarinnar og margir líta svo á að þetta sé í raun úrslitaleikur keppninnar. „Ef við komum skíthræddar til leiks þá er voðinn vís. Ef við mætum til þess að spila okkar leik eins gegn hverjum öðrum andstæðingi þá eigum við góða möguleika á að sigra. Spennustigið má hvorki vera of hátt eða of lágt,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir í samtali við HSÍ. „Spennustigið er hærra í undanúrslitaleik í bikar en í deildarleik. Þess vegna tekur það leikmenn stundum nokkrar mínútur að komast í gang meðan strengirnir eru stilltir,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram. „Flestar okkar hafa áður tekið þátt í leikjum af þessu tagi. Við búum yfir góðri reynslu og ættum þessvegna að koma sterkar inn í leikinn frá fyrstu mínútu,“ sagði Steinunn ennfremur. Fram vann nokkuð öruggan 28-24 sigur í leik liðanna á Hlíðarenda um helgina og fór langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. „Við vitum alveg hvað Valur ætlar að gera í leiknum og þær þekkja okkur út og inn. Af þeim sökum snýst þessi leikur fyrst og fremst um okkur sjálfar. Fyrstu mínútur leksins geta skipt miklu máli“ sagði Steinunn og hún að Framstúlkur hafa lært af úrslitaleiknum í fyrra. „Því miður þá áttum við ekki góðan leik gegn Val í úrslitum bikarsins í fyrra þar sem við lentum mikið undir snemma leiks. Við höfum dregið lærdóm af þeirri viðureign,“ sagði Steinunn Björnsdóttir. Olís-deild kvenna Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Valur og Fram spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í seinni undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. Díana Dögg Magnúsdóttir, fyrirliði Vals, og Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, mættu á kynningarfund vegna Coca Cola bikarsins fyrir helgina og HSÍ tók við þær viðtal og birti á síðu sinni. Framarar eru nú í 27. sinn í undanúrslitum og Valur vann sér sæti í undanúrslitum í 25. skipti að þessu sinni en þetta er 45. keppnistímabil bikarkeppninnar í kvennaflokki. Liðin mættust í úrslitaleik fyrir ári og þá vann vann með þriggja marka mun, 24-21. Nú um stundir eru Fram og Valur í tveimur efstu sætum Olísdeildarinnar og margir líta svo á að þetta sé í raun úrslitaleikur keppninnar. „Ef við komum skíthræddar til leiks þá er voðinn vís. Ef við mætum til þess að spila okkar leik eins gegn hverjum öðrum andstæðingi þá eigum við góða möguleika á að sigra. Spennustigið má hvorki vera of hátt eða of lágt,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir í samtali við HSÍ. „Spennustigið er hærra í undanúrslitaleik í bikar en í deildarleik. Þess vegna tekur það leikmenn stundum nokkrar mínútur að komast í gang meðan strengirnir eru stilltir,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram. „Flestar okkar hafa áður tekið þátt í leikjum af þessu tagi. Við búum yfir góðri reynslu og ættum þessvegna að koma sterkar inn í leikinn frá fyrstu mínútu,“ sagði Steinunn ennfremur. Fram vann nokkuð öruggan 28-24 sigur í leik liðanna á Hlíðarenda um helgina og fór langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. „Við vitum alveg hvað Valur ætlar að gera í leiknum og þær þekkja okkur út og inn. Af þeim sökum snýst þessi leikur fyrst og fremst um okkur sjálfar. Fyrstu mínútur leksins geta skipt miklu máli“ sagði Steinunn og hún að Framstúlkur hafa lært af úrslitaleiknum í fyrra. „Því miður þá áttum við ekki góðan leik gegn Val í úrslitum bikarsins í fyrra þar sem við lentum mikið undir snemma leiks. Við höfum dregið lærdóm af þeirri viðureign,“ sagði Steinunn Björnsdóttir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira