Handbolti

Tap í Flensburg í endurkomu Guðmundar

Sindri Sverrisson skrifar
Guðmundur Guðmundsson stýrir nú Melsungen samhliða starfi sínu sem landsliðsþjálfari.
Guðmundur Guðmundsson stýrir nú Melsungen samhliða starfi sínu sem landsliðsþjálfari. Vísir

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er mættur aftur í slaginn í þýsku 1. deildinni í handbolta, sem þjálfari Melsungen.

Fyrsti leikur Melsungen undir stjórn Guðmundar var í EHF-keppninni um helgina, þar sem liðið vann Bjerringbro-Silkeborg 35-33. Í kvöld tapaði Melsungen hins vegar gegn hinu sterka liði Flensburg á útivelli, 30-23. Flensburg var 14-12 yfir í hálfleik en náði góðu forskoti um miðjan seinni hálfleik og lét það ekki af hendi.

Flensburg er nú með 40 stig, tveimur stigum á eftir Kiel á toppi deildarinnar en Kiel vann Minden í kvöld og á leik til góða.

Melsungen er í 7. sæti deildarinnar með 30 stig, fjórum stigum á eftir næsta liði sem er Rhein-Neckar Löwen.

Viggó Kristjánsson og félgar í Wetzlar unnu nauman sigur á Göppingen, 31-30, í kvöld. Viggó var ekki á meðal markaskorara Wetzlar en liðið er í 8. sæti með 27 stig, þremur stigum á eftir Melsungen.


Tengdar fréttir

Guðmundur tekur við Melsungen

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur verið ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×