Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 5. mars 2020 08:04 Skemmtiferðaskipið Grand Princess hefur verið stöðvað þar sem það er talið tengjast minnst tveimur smitum. AP/Scott Strazzante Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. Hann hafði undirliggjandi sjúkdóm og var nýkominn heim úr ferð með skemmtiferðaskipi. Skemmtiferðaskipið hefur verið stöðvað þar sem það er talið tengjast minnst tveimur smitum. Skipið er nú statt undan ströndum San Francisco en Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir minnst ellefu farþega og tíu úr áhöfn skipsins sýna einkenni Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Heilbrigðisstarfsmenn ætla að kanna alla farþega og áhöfn skipsins. Um 2.500 manns voru um borð í skipinu sem fór frá Kaliforníu, til Mexíkó, til Hawaii og aftur til Kaliforníu. Verið er að leita að fjölda farþega sem höfðu farið frá borði í San Fancisco. Tala látinna í Bandaríkjunum stendur nú í ellefu manns og smitaðir eru hundrað og fimmtíu hið minnsta, í sextán ríkjum. Verst er ástandið í Washington ríki, þar sem tíu af dauðsföllunum ellefu hafa átt sér stað. Flestir þeirra sem hafa dáið í Washington ríki voru íbúar dvalarheimilinu Life Care Center í úthverfi Seattle. Nú á að opna rannsókn á dvalarheimilinu og hvernig veiran hefur dreifst þar. Embættismenn segja mögulegt að veiran hafi verið á dreifingu um Washington ríki í einhverjar vikur. Mike Pence varaforseti, sem fer fyrir baráttunni gegn sjúkdómnum í Bandaríkjunum, segir að til standi að fjölga prófunum á fólki um allt land. Alls hafa 90 þúsund manns nú smitast af veirunni og þar af eru rúmlega 80 þúsund innan landamæra Kína. Rúmlega þrjú þúsund hafa látið lífið, bróðurparturinn í Kína. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Neyðarfjármagn frá Alþjóðabankanum vegna COVID-19 Í ljósi þess að kórónaveiran breiðist hratt út um heiminn og hefur þegar greinst í rúmlega sextíu löndum hefur Alþjóðabankinn ákveðið að verja nú þegar tólf milljörðum bandarískra dala – tæpum 1600 milljörðum íslenskra króna – í stuðning við þróunarríki. 4. mars 2020 11:00 Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. Hann hafði undirliggjandi sjúkdóm og var nýkominn heim úr ferð með skemmtiferðaskipi. Skemmtiferðaskipið hefur verið stöðvað þar sem það er talið tengjast minnst tveimur smitum. Skipið er nú statt undan ströndum San Francisco en Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir minnst ellefu farþega og tíu úr áhöfn skipsins sýna einkenni Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Heilbrigðisstarfsmenn ætla að kanna alla farþega og áhöfn skipsins. Um 2.500 manns voru um borð í skipinu sem fór frá Kaliforníu, til Mexíkó, til Hawaii og aftur til Kaliforníu. Verið er að leita að fjölda farþega sem höfðu farið frá borði í San Fancisco. Tala látinna í Bandaríkjunum stendur nú í ellefu manns og smitaðir eru hundrað og fimmtíu hið minnsta, í sextán ríkjum. Verst er ástandið í Washington ríki, þar sem tíu af dauðsföllunum ellefu hafa átt sér stað. Flestir þeirra sem hafa dáið í Washington ríki voru íbúar dvalarheimilinu Life Care Center í úthverfi Seattle. Nú á að opna rannsókn á dvalarheimilinu og hvernig veiran hefur dreifst þar. Embættismenn segja mögulegt að veiran hafi verið á dreifingu um Washington ríki í einhverjar vikur. Mike Pence varaforseti, sem fer fyrir baráttunni gegn sjúkdómnum í Bandaríkjunum, segir að til standi að fjölga prófunum á fólki um allt land. Alls hafa 90 þúsund manns nú smitast af veirunni og þar af eru rúmlega 80 þúsund innan landamæra Kína. Rúmlega þrjú þúsund hafa látið lífið, bróðurparturinn í Kína.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Neyðarfjármagn frá Alþjóðabankanum vegna COVID-19 Í ljósi þess að kórónaveiran breiðist hratt út um heiminn og hefur þegar greinst í rúmlega sextíu löndum hefur Alþjóðabankinn ákveðið að verja nú þegar tólf milljörðum bandarískra dala – tæpum 1600 milljörðum íslenskra króna – í stuðning við þróunarríki. 4. mars 2020 11:00 Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05
Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30
Neyðarfjármagn frá Alþjóðabankanum vegna COVID-19 Í ljósi þess að kórónaveiran breiðist hratt út um heiminn og hefur þegar greinst í rúmlega sextíu löndum hefur Alþjóðabankinn ákveðið að verja nú þegar tólf milljörðum bandarískra dala – tæpum 1600 milljörðum íslenskra króna – í stuðning við þróunarríki. 4. mars 2020 11:00
Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24