Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2020 11:16 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa ólíka sýn á samningaviðræðurnar. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar koma saman til fundar klukkan fjögur að ósk Eflingar. Samninganefndir BSRB og ríkisins eru í kapphlaupi við tímann að ná samningum áður en viðamikil verkföll opinberra starfsmanna hefjast á mánudag en samkomulag tókst um vaktafyrirkomulag í gærkvöldi. Í tilkynningu Eflingar til fjölmiðla segir að samninganefnd muni krefjast efnda á loforðum borgarstjóra um grunnlaunahækkanir en heildstæðútfærsla á þeim hafi aldrei verið lögð fram við samningaborðið. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir mikinn þrýsting á að Reykjavíkurborg standi við gefin loforð. „Það er ótækt að Reykjavíkurborg í fyrsta lagi sýni engan samvinnuvilja í því að vinna út frá þeim lausnum og tillögum sem Efling hefur lagt til. Svo kannski enn undarlegra að vilja ekki einu sinni gangast við sínum eigin tillögum og lausnum,“ segir Viðar. Í dag er 17 dagurinn í verkfalli Eflingarfólks hjá borginni en formlegur samningafundur hefur ekki verið frá því á miðvikudag í síðustu viku. Viðar segir að í dag eigi að reyna til þrautar að ná samningum við samningaborðið en viðræður hafa aðallega farið fram með yfirlýsingum í fjölmiðlum að undanförnu. „Og áttum okkur auðvitað á því að það er hlutverk samninganefndar Reykjavíkurborgar að útfæra og það er hlutverk okkar samninganefndar líka að gera það. Við vonumst til að þetta verði árangursríkur fundur í dag.“ Endar þ etta ekki me ð þ v í a ð b áð ir a ð ilar ver ð a á einhvern h á tt a ð gefa eftir? „Jú, það er auðvitað fyrirséð að samningaviðræður fela það í sér. Vissulega,“ segir Viðar. Efling hafi hins vegar lagt fram ótal tillögur og útfærslur sem samninganefnd borgarinnar hafi hafnað. Borgin hefur þó sjálf lýst sig reiðubúna til leiðréttinga á launum hinna lægst launuðu og vanmetinna kvennastétta. „Við bíðum þá þess að Reykjavíkurborg leggi sjálf fram heildstæðar og útfærðar tillögur um hvernig það sé hægt. Og að þær tillögur séu útfærðar í einhverjum búningi sem í raun er tækur í kjarasamningi,“ segir Viðar Þorsteinsson. BSRB hefur sami ð um vaktafyrirkomulag Á mánudag hefjast að óbreyttu víðtæk verkföll félaga innan BSRB, ýmist tímabundin til tveggja daga í senn og ótímabundin. Þau munu lama heilbrigiðsstofnanir og ýmsar þjónustustofnanir og tómstundir bæði hjá börnum, fullorðnum, öldruðum og fötluðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu var nánast gengið frá samkomulagi um vaktafyrirkomulag og þar með styttingu vinnuvikunnar í gærkvöldi. Enn eigi hins vegar eftir að semja um launaliðinn en þar bjóða stjórnvöld ekkert umfram lífskjarasamninginn. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar koma saman til fundar klukkan fjögur að ósk Eflingar. Samninganefndir BSRB og ríkisins eru í kapphlaupi við tímann að ná samningum áður en viðamikil verkföll opinberra starfsmanna hefjast á mánudag en samkomulag tókst um vaktafyrirkomulag í gærkvöldi. Í tilkynningu Eflingar til fjölmiðla segir að samninganefnd muni krefjast efnda á loforðum borgarstjóra um grunnlaunahækkanir en heildstæðútfærsla á þeim hafi aldrei verið lögð fram við samningaborðið. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir mikinn þrýsting á að Reykjavíkurborg standi við gefin loforð. „Það er ótækt að Reykjavíkurborg í fyrsta lagi sýni engan samvinnuvilja í því að vinna út frá þeim lausnum og tillögum sem Efling hefur lagt til. Svo kannski enn undarlegra að vilja ekki einu sinni gangast við sínum eigin tillögum og lausnum,“ segir Viðar. Í dag er 17 dagurinn í verkfalli Eflingarfólks hjá borginni en formlegur samningafundur hefur ekki verið frá því á miðvikudag í síðustu viku. Viðar segir að í dag eigi að reyna til þrautar að ná samningum við samningaborðið en viðræður hafa aðallega farið fram með yfirlýsingum í fjölmiðlum að undanförnu. „Og áttum okkur auðvitað á því að það er hlutverk samninganefndar Reykjavíkurborgar að útfæra og það er hlutverk okkar samninganefndar líka að gera það. Við vonumst til að þetta verði árangursríkur fundur í dag.“ Endar þ etta ekki me ð þ v í a ð b áð ir a ð ilar ver ð a á einhvern h á tt a ð gefa eftir? „Jú, það er auðvitað fyrirséð að samningaviðræður fela það í sér. Vissulega,“ segir Viðar. Efling hafi hins vegar lagt fram ótal tillögur og útfærslur sem samninganefnd borgarinnar hafi hafnað. Borgin hefur þó sjálf lýst sig reiðubúna til leiðréttinga á launum hinna lægst launuðu og vanmetinna kvennastétta. „Við bíðum þá þess að Reykjavíkurborg leggi sjálf fram heildstæðar og útfærðar tillögur um hvernig það sé hægt. Og að þær tillögur séu útfærðar í einhverjum búningi sem í raun er tækur í kjarasamningi,“ segir Viðar Þorsteinsson. BSRB hefur sami ð um vaktafyrirkomulag Á mánudag hefjast að óbreyttu víðtæk verkföll félaga innan BSRB, ýmist tímabundin til tveggja daga í senn og ótímabundin. Þau munu lama heilbrigiðsstofnanir og ýmsar þjónustustofnanir og tómstundir bæði hjá börnum, fullorðnum, öldruðum og fötluðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu var nánast gengið frá samkomulagi um vaktafyrirkomulag og þar með styttingu vinnuvikunnar í gærkvöldi. Enn eigi hins vegar eftir að semja um launaliðinn en þar bjóða stjórnvöld ekkert umfram lífskjarasamninginn.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23
Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30
Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57