„Verða án efa einhver áföll“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2020 12:54 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Vísir/Vihelm Stjórnvöld þurfa að gera meira en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir til að sporna gegn slaka í hagkerfinu og koma í veg fyrir vaxandi atvinnuleysi, einkum í ljósi óvissunnar sem uppi er vegna kórónuveirunnar. Þetta segir samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar á atvinnulífið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fagnaði hann því sömuleiðis að viðræður hafi átt sér stað milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um leiðir til að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir tekjutapi þurfi það að vera í sóttkví. Einkum voru Loga þó hugleikin þau áhrif sem þetta kann að hafa á lítil og meðalstór fyrirtæki. „Því vil ég spyrja hæstvirtan ráðherra, hvort að ríkisstjórnin hafi velt þessum hlut fyrir sér og hvort hún hafi rætt mögulegar aðgerðir og ívilnanir fyrir slík fyrirtæki sem verða fyrir mestum áhrifum?“ spurði Logi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi sagði ríkisstjórnina þegar hafa uppi ýmis áform um aðgerðir til að bregðast við slaka í hagkerfinu. „En við þurfum einfaldlega að gera meira, við þurfum að taka miklu fastar á því sem að ellegar gerist ef við gerum ekki neitt. Ég tek undir áhyggjur háttvirts þingmanns af fyrirtækjum þar sem að starfsmenn hugsanlega lenda í sóttkví eða þá bara það að hitt að neyslan í samfélaginu fari að dragast það mikið saman að við förum að sjá mjög vaxandi atvinnuleysi,“ sagði Sigurður Ingi. Sjálfur hafi hann ekki öll svör á reiðum höndum um hvað varðar lausnir. „Við höfum átt samtöl við aðila vinnumarkaðarins og ég held að við þurfum að gera það enn frekar á næstunni. Og ég vil bara halda því fram hér að án þess að við tökum öll höndum saman um þetta verkefni þá verður mjög erfitt fyrir okkur að komast út úr því áfallalaust og það verða án efa einhver áföll í rekstri fyrirtækja og samfélaginu í heild sinni. Okkur ber skylda til að gera það sem við getum til að takmarka það sem mest,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Sjá meira
Stjórnvöld þurfa að gera meira en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir til að sporna gegn slaka í hagkerfinu og koma í veg fyrir vaxandi atvinnuleysi, einkum í ljósi óvissunnar sem uppi er vegna kórónuveirunnar. Þetta segir samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar á atvinnulífið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Fagnaði hann því sömuleiðis að viðræður hafi átt sér stað milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um leiðir til að koma í veg fyrir að fólk verði fyrir tekjutapi þurfi það að vera í sóttkví. Einkum voru Loga þó hugleikin þau áhrif sem þetta kann að hafa á lítil og meðalstór fyrirtæki. „Því vil ég spyrja hæstvirtan ráðherra, hvort að ríkisstjórnin hafi velt þessum hlut fyrir sér og hvort hún hafi rætt mögulegar aðgerðir og ívilnanir fyrir slík fyrirtæki sem verða fyrir mestum áhrifum?“ spurði Logi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi sagði ríkisstjórnina þegar hafa uppi ýmis áform um aðgerðir til að bregðast við slaka í hagkerfinu. „En við þurfum einfaldlega að gera meira, við þurfum að taka miklu fastar á því sem að ellegar gerist ef við gerum ekki neitt. Ég tek undir áhyggjur háttvirts þingmanns af fyrirtækjum þar sem að starfsmenn hugsanlega lenda í sóttkví eða þá bara það að hitt að neyslan í samfélaginu fari að dragast það mikið saman að við förum að sjá mjög vaxandi atvinnuleysi,“ sagði Sigurður Ingi. Sjálfur hafi hann ekki öll svör á reiðum höndum um hvað varðar lausnir. „Við höfum átt samtöl við aðila vinnumarkaðarins og ég held að við þurfum að gera það enn frekar á næstunni. Og ég vil bara halda því fram hér að án þess að við tökum öll höndum saman um þetta verkefni þá verður mjög erfitt fyrir okkur að komast út úr því áfallalaust og það verða án efa einhver áföll í rekstri fyrirtækja og samfélaginu í heild sinni. Okkur ber skylda til að gera það sem við getum til að takmarka það sem mest,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Sjá meira