Níu ný smit af kórónuveirunni greindust í dag og hafa því alls þrjátíu og fimm greinst með kórónuveiruna. Smituðum hefur fjölgað hratt hér á á landi síðustu daga
Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Þrif hafa verið aukin til muna um borð í flugvélum Icelandair og á Keflavíkurflugvelli vegna veirunnar. Rekstrarstjóri hjá Icelandair segir ört skipt um bæklinga og annað sem fer manna á milli á vélunum.
Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar sitja enn á fundi hjá Ríkissáttasemjara. Við verðum með nýjustu tíðindin úr karphúsinu í beinni útsendingu í fréttatímanum. Þá verður ítarlega farið yfir möguleg áhrif verkfallsaðgerða BSRB sem hefjast að óbreyttu á mánudag.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.
