Brynjar ræddi við Gaupa: Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2020 15:00 Brynjar Þór Björnsson í viðtalinu við Guðjón Guðmundsson. Mynd/S2 Sport Brynjar Þór Björnsson verður ekki með KR-ingum í kvöld í stórleiknum á móti Stjörnunni í Dominos´s deild karla í körfubolta. Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar í dag og heyrði hans hlið á því af hverju hann hefur afboðað komu sína í leikinn. Brynjar Þór Björnsson gefur ekki kost á sér í leikinn í DHL-höllinni í kvöld vegna Kórónuveirunnar. Hann vill að íþróttahreyfingin hugsi sinn gang. „Að mínu mati er þessi leikur frekar lítill hluti af stóra samhenginu. Þetta er samt risastór leikur fyrir bæði lið. Stjarnan getur farið langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og við erum í harðri baráttu um þriðja sætið. Mér finnst ekki skynsamlegt að það sé leikur að fara fram, þar sem munu vonandi koma þúsund manns, í ljósi frétta um veiruna síðustu daga, “ sagði Brynjar Þór Björnsson „Það hefur komið í ljós að veiran er að dreifa sér ansi hratt og það er mikið um hópsmit, sérstaklega hjá þessum tveimur hópum sem eru að greinast hér á Íslandi. Það eru bæði hópsmit og hvað getur gerst á svona velli eins og í kvöld, “ sagði Brynjar. Brynjar Þór Björnsson í leik með KR í DHL-höllinni þangað sem hann vill ekki mæta í kvöld.Vísir/Bára Brynjar bendir réttilega á það að stórir íþróttaviðburðir eru fram undan hér á Íslandi um helgina. „Auðvitað er ég að hvetja íþróttahreyfinguna til að taka afstöðu gagnvart svona stórum mótum eins og Nettómótinu sem fer fram um helgina og bikarhelginni í Laugardalshöllinni. Þarna eru tveir stórir viðburðir þar sem eru að fara að mæta hátt í tíu þúsund manns. Þrjú þúsund manns á Nettómótið, þúsund börn og tvö þúsund fullorðnir, og sjö þúsund manns í Höllina að styðja sín lið. Ég tel það ábyrgt að vekja athygli á þessari umræðu því þetta er eitthvað sem þarf að ræða,“ sagði Brynjar og heldur áfram: „Hvenær ætlum við að gera það? Ætlum við að gera það þegar smitin eru orðin mun fleiri og ætlum við þá að bregðast við eftir á þegar hægt er að bregðast við fyrr en seinna,“ sagði Brynjar sem hefði auðvitað viljað spila með félögum sínum í kvöld. „Já, auðvitað. Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær. Fyrst og fremst líður manni eins og maður sé að bregðast liðsfélögunum. Maður vill mæta í alla leiki og ég hef gert það veikur og haltur og allt það. Maður reynir að hugsa um þetta í stóra samhenginu,“ sagði Brynjar. „Auðvitað vil ég spila. Ég er keppnismaður og mér finnst gaman að keppa og þá sérstaklega í svona stórum leikjum eins og í kvöld,“ sagði Brynjar sem fékk mikil viðbrögð í gær. Vísir/Bára „Formaður Körfuknattleiksdeildar KR, Böðvar Guðjónsson, var ekki par sáttur með þetta en að sama skapi fékk ég gríðarlega jákvæð viðbrögð frá stuðningsmönnum, foreldrum og fólki í kringum hreyfinguna að þetta hafi verið rétt. Ég trúi ekki öðru en að stjórnvöld eða hreyfingin fari að stiga fram og taka ákvörðun í þessu máli,“ sagði Brynjar sem vill vekja fólk til umhugsunar. „Við erum að glíma við gríðarlega hættulegan smitsjúkdóm og prósenturnar sýna það að þetta er alvarlegur sjúkdómur. Mislingar eru eins og maður segir „peanuts“ miðað við þetta, fyrir bólusetningar. Dánartíðnin gerir það að verkum að maður er smeykur við þetta. Fólk verður þá að hugsa málið, skoða tölurnar og taka upplýsta ákvörðun um hvort það vilji vera í margmenni. Auðvitað er gott að stinga stundum höfðinu í sandinn og láta bara yfirvöld sjá um ákvörðunina fyrir sig. Það er það sem flestir gera,“ sagði Brynjar en það má hofa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi ræddi við Brynjar Þór Björnsson Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. 5. mars 2020 13:00 Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson verður ekki með KR-ingum í kvöld í stórleiknum á móti Stjörnunni í Dominos´s deild karla í körfubolta. Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar í dag og heyrði hans hlið á því af hverju hann hefur afboðað komu sína í leikinn. Brynjar Þór Björnsson gefur ekki kost á sér í leikinn í DHL-höllinni í kvöld vegna Kórónuveirunnar. Hann vill að íþróttahreyfingin hugsi sinn gang. „Að mínu mati er þessi leikur frekar lítill hluti af stóra samhenginu. Þetta er samt risastór leikur fyrir bæði lið. Stjarnan getur farið langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og við erum í harðri baráttu um þriðja sætið. Mér finnst ekki skynsamlegt að það sé leikur að fara fram, þar sem munu vonandi koma þúsund manns, í ljósi frétta um veiruna síðustu daga, “ sagði Brynjar Þór Björnsson „Það hefur komið í ljós að veiran er að dreifa sér ansi hratt og það er mikið um hópsmit, sérstaklega hjá þessum tveimur hópum sem eru að greinast hér á Íslandi. Það eru bæði hópsmit og hvað getur gerst á svona velli eins og í kvöld, “ sagði Brynjar. Brynjar Þór Björnsson í leik með KR í DHL-höllinni þangað sem hann vill ekki mæta í kvöld.Vísir/Bára Brynjar bendir réttilega á það að stórir íþróttaviðburðir eru fram undan hér á Íslandi um helgina. „Auðvitað er ég að hvetja íþróttahreyfinguna til að taka afstöðu gagnvart svona stórum mótum eins og Nettómótinu sem fer fram um helgina og bikarhelginni í Laugardalshöllinni. Þarna eru tveir stórir viðburðir þar sem eru að fara að mæta hátt í tíu þúsund manns. Þrjú þúsund manns á Nettómótið, þúsund börn og tvö þúsund fullorðnir, og sjö þúsund manns í Höllina að styðja sín lið. Ég tel það ábyrgt að vekja athygli á þessari umræðu því þetta er eitthvað sem þarf að ræða,“ sagði Brynjar og heldur áfram: „Hvenær ætlum við að gera það? Ætlum við að gera það þegar smitin eru orðin mun fleiri og ætlum við þá að bregðast við eftir á þegar hægt er að bregðast við fyrr en seinna,“ sagði Brynjar sem hefði auðvitað viljað spila með félögum sínum í kvöld. „Já, auðvitað. Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær. Fyrst og fremst líður manni eins og maður sé að bregðast liðsfélögunum. Maður vill mæta í alla leiki og ég hef gert það veikur og haltur og allt það. Maður reynir að hugsa um þetta í stóra samhenginu,“ sagði Brynjar. „Auðvitað vil ég spila. Ég er keppnismaður og mér finnst gaman að keppa og þá sérstaklega í svona stórum leikjum eins og í kvöld,“ sagði Brynjar sem fékk mikil viðbrögð í gær. Vísir/Bára „Formaður Körfuknattleiksdeildar KR, Böðvar Guðjónsson, var ekki par sáttur með þetta en að sama skapi fékk ég gríðarlega jákvæð viðbrögð frá stuðningsmönnum, foreldrum og fólki í kringum hreyfinguna að þetta hafi verið rétt. Ég trúi ekki öðru en að stjórnvöld eða hreyfingin fari að stiga fram og taka ákvörðun í þessu máli,“ sagði Brynjar sem vill vekja fólk til umhugsunar. „Við erum að glíma við gríðarlega hættulegan smitsjúkdóm og prósenturnar sýna það að þetta er alvarlegur sjúkdómur. Mislingar eru eins og maður segir „peanuts“ miðað við þetta, fyrir bólusetningar. Dánartíðnin gerir það að verkum að maður er smeykur við þetta. Fólk verður þá að hugsa málið, skoða tölurnar og taka upplýsta ákvörðun um hvort það vilji vera í margmenni. Auðvitað er gott að stinga stundum höfðinu í sandinn og láta bara yfirvöld sjá um ákvörðunina fyrir sig. Það er það sem flestir gera,“ sagði Brynjar en það má hofa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi ræddi við Brynjar Þór Björnsson
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. 5. mars 2020 13:00 Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00
Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. 5. mars 2020 13:00
Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15