Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna kórónuveirunnar eftir að tvo innanlandssmit greindust. Fjörutíu og þrír hafa nú greinst með veiruna hér á landi.

Rætt verður við deildarstjóra hjá almannavörnum um málið í beinni útsendingu klukkan 18:30.

Einnig verður rætt við heilbrigðisráðherra um kórónuveiruna en á blaðamannafundi í dag kom fram að samkomubann væri óumflýjanlegt á einhverjum tímapunkti. Þá hittum við konu sem sætir nú sóttkví eftir ferðalag til Norður-Ítalíu.

Starfsgreinasambandið undirritaði kjarasamning við ríkið í dag. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. Fjallað verður nánar um stöðu kjaraviðræðna í kvöldfréttum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×