Enginn viðbúnaður í Veróna vegna Íslendingahópsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 7. mars 2020 12:00 Við komu hópsins til landsins verði gætt að því að fólki sé ekki í samneyti við aðra farþega á Keflavíkurflugvelli. Aðsend Miklar varúðarráðstafanir verða gerðar á Keflavíkurflugvelli þegar hópur Íslendinga kemur frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag. Maður sem var að innrita sig í flugið á Garda flugvellinum í Veróna í morgun sagði að litlar sem engar ráðstafanir væru gerðar vegna hópsins þar úti. Samkvæmt upplýsingum almannavarna er engin í hópnum veikur af kórónuveirunni. Ríflega sjötíu manns fljúga með Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands í dag. Hluti hópsins var á vegum ferðaskrifstofanna Úrval Útsýn og Vita og hefur fólkið meðal annars verið á skíðum í Madonna. Öll Ítalía er nú skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hér á landi vegna komu hópsins. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum og flugfreyjurnar eru allar með hjúkrunarfræðimenntun. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, segir að fyrst og fremst sé um varúðarráðstafanir að ræða en engin í hópnum hafi veikst af kórónuveirunni. Hann segir að við komu hópsins til landsins verði gætt að því að fólki sé ekki í samneyti við aðra farþega á Keflavíkurflugvelli. Sérstök salerni verða aðeins ætluð fyrir fólkið. Þeim verður svo lokað og þrifin sérstaklega á eftir. Sérstakt sjúkraherbergi er á vellinum fyrir fólkið ef það er með einkenni svo hægt sé að taka sýni. Þá verður fólk sem er ekki á einkabílum á vellinum boðið að ferðast heim í sóttvarnarútu. Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim sem kemur með fluginu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. Hann segir að fólkið hafi fengið ítarlegar upplýsingar frá heilbrigðisyfirvöldum hér. „Við erum búin að fá tölvupóst um hvað verður gert á Keflavíkurflugvelli og hvernig flugið okkar verður þannig að þetta er eins og súrrealísk bíómynd bara.” „Þegar við komum um borð þá fáum við grænmetissamloku og fáum svo grímur og hanska í vélinni og verður komið fyrir samkvæmt ákveðnu skipulagi. Það er búið að sækja bílana okkar í Keflavík og þar förum við í gegnum sérstakt öryggishlið.“Eru einhverjar varúðarráðstafanir þarna úti? „Ekki neinar varúðarráðstafanir hér.“ „Af öllu fólkinu sem ég horfi á núna þá er kannski eitt prósent með grímu og hér eru bara mjög margir.“ Haraldur segir að fólkið í hópnum sé mjög rólegt og að engin sé veikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Miklar varúðarráðstafanir verða gerðar á Keflavíkurflugvelli þegar hópur Íslendinga kemur frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag. Maður sem var að innrita sig í flugið á Garda flugvellinum í Veróna í morgun sagði að litlar sem engar ráðstafanir væru gerðar vegna hópsins þar úti. Samkvæmt upplýsingum almannavarna er engin í hópnum veikur af kórónuveirunni. Ríflega sjötíu manns fljúga með Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands í dag. Hluti hópsins var á vegum ferðaskrifstofanna Úrval Útsýn og Vita og hefur fólkið meðal annars verið á skíðum í Madonna. Öll Ítalía er nú skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hér á landi vegna komu hópsins. Meðal annars verður áhöfnin um borð í hlífðarbúningum og flugfreyjurnar eru allar með hjúkrunarfræðimenntun. Flugvélin verður sérstaklega sótthreinsuðu eftir flugið en farþegar þurfa að fara í heimasóttkví í tvær vikur eftir að þeir koma heim. Vonir standa til að áhöfnin þurfi þess ekki. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, segir að fyrst og fremst sé um varúðarráðstafanir að ræða en engin í hópnum hafi veikst af kórónuveirunni. Hann segir að við komu hópsins til landsins verði gætt að því að fólki sé ekki í samneyti við aðra farþega á Keflavíkurflugvelli. Sérstök salerni verða aðeins ætluð fyrir fólkið. Þeim verður svo lokað og þrifin sérstaklega á eftir. Sérstakt sjúkraherbergi er á vellinum fyrir fólkið ef það er með einkenni svo hægt sé að taka sýni. Þá verður fólk sem er ekki á einkabílum á vellinum boðið að ferðast heim í sóttvarnarútu. Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim sem kemur með fluginu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. Hann segir að fólkið hafi fengið ítarlegar upplýsingar frá heilbrigðisyfirvöldum hér. „Við erum búin að fá tölvupóst um hvað verður gert á Keflavíkurflugvelli og hvernig flugið okkar verður þannig að þetta er eins og súrrealísk bíómynd bara.” „Þegar við komum um borð þá fáum við grænmetissamloku og fáum svo grímur og hanska í vélinni og verður komið fyrir samkvæmt ákveðnu skipulagi. Það er búið að sækja bílana okkar í Keflavík og þar förum við í gegnum sérstakt öryggishlið.“Eru einhverjar varúðarráðstafanir þarna úti? „Ekki neinar varúðarráðstafanir hér.“ „Af öllu fólkinu sem ég horfi á núna þá er kannski eitt prósent með grímu og hér eru bara mjög margir.“ Haraldur segir að fólkið í hópnum sé mjög rólegt og að engin sé veikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent