Hrunamönnum fjölgar og fjölgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. mars 2020 16:45 Fjölgun íbúa Hrunamannahrepps er mest á Flúðum og á svæðinu þar í kring. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Íbúum Hrunamannahrepps fjölgar hratt en þeim hefur fjölgað um 14 frá 1.desember síðastliðnum. Í febrúar fæddust fjögur börn í sveitarfélaginu og oddvitinn bindur mikla vonir um að nokkur ný börn fæðist eftir níu mánuði því það er hjónaball í sveitinni í kvöld. Síðustu ár hefur íbúum Hrunamannahrepps heldur verið að fækka en nú er öldin önnur, íbúum fjölgar og fjölgar, ekki síst á Flúðum og þar í kring. Eitt raðhús er nú í byggingu á Flúðum og svo verður byrjað á þremur nýjum raðhúsum á næstu viku. Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti er hæstánægð með íbúafjölgunina. „Já, það er gaman að segja frá því að það er söguleg íbúafjölgun í Hrunamannahreppi. Við erum orðin 828, sem er hellings fjölgun frá því á síðasta ári, þá vorum við ekki nema 786. Skemmtilegast í þessu er að það er hellingur af nýfæddum börnum en frá 1. desember hafa fæðst hjá okkur sex börn, þar af fjögur núna í febrúar og svo eitt í fyrradag“. En af hverju er Hrunamönnum að fjölga svona mikið? „Við búum í góðu samfélagi með góðar grunnstoðir, bæði leikskóla og grunnskóla sem eru frábærar stofnanir og svo er unga fólkið að snúa aftur heim“, segir Halldóra. Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps.EinkasafnHalldóra segir að næga atvinnu sé að hafa í sveitarfélaginu, allir geti fengið vinnu, sem vilja og nenna að vinna. Hún reiknar með enn frekari fjölgun íbúa, ekki síst í jólamánuðinum desember því það er hjónaball í félagsheimilinu á Flúðum í kvöld. „Við náttúrulega förum á hjónaball og skemmtum okkur heilmikið og eins og gerist á hjónaböllum þá fer fólk vonandi heim á rauðu skýi og vonandi sjáum við barnasprenginu níu mánuðum seinna þannig að við getum farið að sjá enn þá meiri fjölgun í sveitarfélaginu“, segir Halldóra hlægjandi um leið hún bætir því við að hún bindi miklar vonir við hjónaballið og bíði eftir eftir útkomunni eftir níu mánuði. Frjósemi Hrunamannahreppur Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Íbúum Hrunamannahrepps fjölgar hratt en þeim hefur fjölgað um 14 frá 1.desember síðastliðnum. Í febrúar fæddust fjögur börn í sveitarfélaginu og oddvitinn bindur mikla vonir um að nokkur ný börn fæðist eftir níu mánuði því það er hjónaball í sveitinni í kvöld. Síðustu ár hefur íbúum Hrunamannahrepps heldur verið að fækka en nú er öldin önnur, íbúum fjölgar og fjölgar, ekki síst á Flúðum og þar í kring. Eitt raðhús er nú í byggingu á Flúðum og svo verður byrjað á þremur nýjum raðhúsum á næstu viku. Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti er hæstánægð með íbúafjölgunina. „Já, það er gaman að segja frá því að það er söguleg íbúafjölgun í Hrunamannahreppi. Við erum orðin 828, sem er hellings fjölgun frá því á síðasta ári, þá vorum við ekki nema 786. Skemmtilegast í þessu er að það er hellingur af nýfæddum börnum en frá 1. desember hafa fæðst hjá okkur sex börn, þar af fjögur núna í febrúar og svo eitt í fyrradag“. En af hverju er Hrunamönnum að fjölga svona mikið? „Við búum í góðu samfélagi með góðar grunnstoðir, bæði leikskóla og grunnskóla sem eru frábærar stofnanir og svo er unga fólkið að snúa aftur heim“, segir Halldóra. Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps.EinkasafnHalldóra segir að næga atvinnu sé að hafa í sveitarfélaginu, allir geti fengið vinnu, sem vilja og nenna að vinna. Hún reiknar með enn frekari fjölgun íbúa, ekki síst í jólamánuðinum desember því það er hjónaball í félagsheimilinu á Flúðum í kvöld. „Við náttúrulega förum á hjónaball og skemmtum okkur heilmikið og eins og gerist á hjónaböllum þá fer fólk vonandi heim á rauðu skýi og vonandi sjáum við barnasprenginu níu mánuðum seinna þannig að við getum farið að sjá enn þá meiri fjölgun í sveitarfélaginu“, segir Halldóra hlægjandi um leið hún bætir því við að hún bindi miklar vonir við hjónaballið og bíði eftir eftir útkomunni eftir níu mánuði.
Frjósemi Hrunamannahreppur Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira