Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 greinum við frá blaðamannafundi Almannavarna og Landlæknis vegna kórónuveirunnar og útbreiðslu hennar hér á landi. En alls hafa fimmtíu smit verið greind þar af sjö innanlands.

Þá fylgjumst við með því þegar 70 manna hópur Íslendinga, sem dvalið hefur á áhættusvæði, kom til landsins nú síðdegis.

Við tökum einnig stöðuna á kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög þar sem viðsemjendur leggja allt kapp á að afstýra verkfalli. Svo sjáum við nýjasta æðið sem er gagnamagnsgarn – grænt að lit og er komið í framleiðslu til heiðurs Eurovision Íslendinga.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×