Gagnamagnsgarn til heiðurs Daða og Gagnamagninu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. mars 2020 19:45 Gagnamagnsgarn er nú að slá í gegn hjá prjónafólki því hafin er framleiðsla á sérstöku lituðu grænu garni úr íslenskri ull til heiðurs klæðnaði Daða Freys og hans fólks, sem mun keppa í vor fyrir hönd Íslands í Júrovisjón í Rotterdam í Hollandi. Daði Freyr á mikla tenginu í Ásahreppinn í Rangárvallasýslu því þar búa foreldrar hans og kærastans hans er úr næstu sveit, Skeiða og Gnúpverjahreppi. Eftir að Gagnamagnið sigraði söngvakeppnina um síðustu helgi þá var ákveðið að hefja framleiðslu á grænu Gagnamagnsgarni hjá Uppspuna í Ásahreppi þar sem íslensk ull er lituð í sérstökum potti þannig að rétti græni liturinn náist fram. Hulda Brynjólfsdóttir, sem á og rekur Uppspuna er búin að prjóna sér Gagnamagns ullarsokka og er að prjóna meira, næst verður það líklega húfa eða jafnvel lopapeysa. „Við ákváðum að nýta okkur það að Daði Freyr er alinn upp hér í sveitinni og mamma hans er að vinna hjá mér, þannig að við ákváðum að nýta okkur tengslin og fara í það að búa til garn, Gagnamagnsgarn í réttum lit“, segir Hulda. Hulda er m.a. búin að prjóna sér ullarsokka úr nýja garninu, sem eru merktir Gagnamagninu. Hér er hún skellihlæjandi enda er uppátækið nýstárlegt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hulda er búin að prjóna eitt par af ullarsokkum með rétta græna litnum og þeir eru merktir Gagnamagninu. Framtakið þykir mjög skemmtilegt enda hefur hún fengið mjög jákvæð viðbrögð á nýja Gagnamagnsgarnið og ullarsokkana. „Já, maður verður að hafa gaman að lífinu, gera eitthvað skemmtilegt þannig að við ákváðum að gera þetta. Garnið er 100% hrein ull úr Rangárvallasýslunni, sveitinni hans Daða, þannig að það er farið alla leið í því líka“. Hulda kenndi í sama skóla og Daði Freyr gekk í þegar hann var í grunnskóla en það er Laugalandsskóli í Holtum í Rangárþingi ytra. „Daði Freyr er bara frábær, hann er svo einlægur og yndislegur náungi, gaman af honum, hann er bara eins og hann er, hann er eins og hann kemur fram, það er bara Daði og þau öll, þau eru bara svona náttúrubörn myndi ég segja, Íslendingar í húð og hár“, bætir Hulda við. Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Gagnamagnsgarn er nú að slá í gegn hjá prjónafólki því hafin er framleiðsla á sérstöku lituðu grænu garni úr íslenskri ull til heiðurs klæðnaði Daða Freys og hans fólks, sem mun keppa í vor fyrir hönd Íslands í Júrovisjón í Rotterdam í Hollandi. Daði Freyr á mikla tenginu í Ásahreppinn í Rangárvallasýslu því þar búa foreldrar hans og kærastans hans er úr næstu sveit, Skeiða og Gnúpverjahreppi. Eftir að Gagnamagnið sigraði söngvakeppnina um síðustu helgi þá var ákveðið að hefja framleiðslu á grænu Gagnamagnsgarni hjá Uppspuna í Ásahreppi þar sem íslensk ull er lituð í sérstökum potti þannig að rétti græni liturinn náist fram. Hulda Brynjólfsdóttir, sem á og rekur Uppspuna er búin að prjóna sér Gagnamagns ullarsokka og er að prjóna meira, næst verður það líklega húfa eða jafnvel lopapeysa. „Við ákváðum að nýta okkur það að Daði Freyr er alinn upp hér í sveitinni og mamma hans er að vinna hjá mér, þannig að við ákváðum að nýta okkur tengslin og fara í það að búa til garn, Gagnamagnsgarn í réttum lit“, segir Hulda. Hulda er m.a. búin að prjóna sér ullarsokka úr nýja garninu, sem eru merktir Gagnamagninu. Hér er hún skellihlæjandi enda er uppátækið nýstárlegt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hulda er búin að prjóna eitt par af ullarsokkum með rétta græna litnum og þeir eru merktir Gagnamagninu. Framtakið þykir mjög skemmtilegt enda hefur hún fengið mjög jákvæð viðbrögð á nýja Gagnamagnsgarnið og ullarsokkana. „Já, maður verður að hafa gaman að lífinu, gera eitthvað skemmtilegt þannig að við ákváðum að gera þetta. Garnið er 100% hrein ull úr Rangárvallasýslunni, sveitinni hans Daða, þannig að það er farið alla leið í því líka“. Hulda kenndi í sama skóla og Daði Freyr gekk í þegar hann var í grunnskóla en það er Laugalandsskóli í Holtum í Rangárþingi ytra. „Daði Freyr er bara frábær, hann er svo einlægur og yndislegur náungi, gaman af honum, hann er bara eins og hann er, hann er eins og hann kemur fram, það er bara Daði og þau öll, þau eru bara svona náttúrubörn myndi ég segja, Íslendingar í húð og hár“, bætir Hulda við.
Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira