Gerir sjö tillögur að úrbótum á rekstri ríkislögreglustjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. mars 2020 14:23 Enn liggur ekki fyrir hver tekur við embætti ríkislögreglustjóra en Kjartan Þorkelsson er settur ríkislögreglustjóri til 15. mars. Vísir/Vilhelm Óskýr valdmörk í skipulagi lögreglu hafa valdið vaxandi togstreitu um yfirstjórnunarhlutverk ríkislögreglustjóra á undanförnum árum. Ríkisendurskoðun gerir sjö tillögur til úrbóta á rekstri embættisins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar vegna stjórnskýsluúttektar á embætti ríkislögreglustjóra. Skýrslan var til umfjöllunar í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í morgun og var gerð opinber nú eftir hádegi.Sjá einnig: Stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra tilbúinMeðal þess sem ríkisendurskoðandi leggur til er að lögreglulög verði endurskoðuð, samvinna og samráð verði aukið og að uppbygging og skipulag löggæslunnar í heild sinni verði skoðað með hagkvæmni og skilvirkni í huga. Þá verði litið til reynslu annarra landa og lærdómur dreginn af rekstri bílamiðstöðvar og koma verði á fót „ásættanlegu kerfi.” Einnig telur ríkisendurskoðandi að endurskoða þurfi fjármögnun á tölvudeild ríkislögreglustjóra og að tryggja þurfi með betri hætti samræmingu í innkaupum lögregluembætta hvað varðar búnað og fatnað. Í ljós kom við gagnaöflun og úrvinnslu í tengslum við gerð skýrslunnar að innbyrðis ósamræmis gætir á milli tölulgera upplýsinga frá ríkislögreglustjóra um rekstur embættisins. Af þessum sökum þurfti sérstaklega að sannreyna ýmsar tölulegar upplýsingar sem engin óvissa hefði þurft að ríkja um að því er fram kemur í skýrslunni. Þá telur ríkisendurskoðandi að þetta misræmi við meðferð tölulegra upplýsinga kunni að eiga sinn þátt í því hversu mikil tortryggni skapaðist á milli embættis ríkislögreglustjóra og lögregluembætta. Skýrslan er unnin í kjölfar beiðni frá embætti ríkislögreglustjóra um að Ríkisendurskoðun myndi framkvæma stjórnsýsluúttekt á rekstri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Leitað var eftir afstöðu dómsmálaráðuneytis og í kjölfarið ákvað ríkisendurskoðandi að gera skyldi stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra í heild sinni.Fréttin verður uppfærð. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Óskýr valdmörk í skipulagi lögreglu hafa valdið vaxandi togstreitu um yfirstjórnunarhlutverk ríkislögreglustjóra á undanförnum árum. Ríkisendurskoðun gerir sjö tillögur til úrbóta á rekstri embættisins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar vegna stjórnskýsluúttektar á embætti ríkislögreglustjóra. Skýrslan var til umfjöllunar í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd í morgun og var gerð opinber nú eftir hádegi.Sjá einnig: Stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra tilbúinMeðal þess sem ríkisendurskoðandi leggur til er að lögreglulög verði endurskoðuð, samvinna og samráð verði aukið og að uppbygging og skipulag löggæslunnar í heild sinni verði skoðað með hagkvæmni og skilvirkni í huga. Þá verði litið til reynslu annarra landa og lærdómur dreginn af rekstri bílamiðstöðvar og koma verði á fót „ásættanlegu kerfi.” Einnig telur ríkisendurskoðandi að endurskoða þurfi fjármögnun á tölvudeild ríkislögreglustjóra og að tryggja þurfi með betri hætti samræmingu í innkaupum lögregluembætta hvað varðar búnað og fatnað. Í ljós kom við gagnaöflun og úrvinnslu í tengslum við gerð skýrslunnar að innbyrðis ósamræmis gætir á milli tölulgera upplýsinga frá ríkislögreglustjóra um rekstur embættisins. Af þessum sökum þurfti sérstaklega að sannreyna ýmsar tölulegar upplýsingar sem engin óvissa hefði þurft að ríkja um að því er fram kemur í skýrslunni. Þá telur ríkisendurskoðandi að þetta misræmi við meðferð tölulegra upplýsinga kunni að eiga sinn þátt í því hversu mikil tortryggni skapaðist á milli embættis ríkislögreglustjóra og lögregluembætta. Skýrslan er unnin í kjölfar beiðni frá embætti ríkislögreglustjóra um að Ríkisendurskoðun myndi framkvæma stjórnsýsluúttekt á rekstri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Leitað var eftir afstöðu dómsmálaráðuneytis og í kjölfarið ákvað ríkisendurskoðandi að gera skyldi stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra í heild sinni.Fréttin verður uppfærð.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira