Umferð um Hvalfjarðargöngin er nú stýrt en miklar umferðartafir eru vegna bilaðs vörubíls í göngunum. Umferð er hleypt í gegn aðra átt í senn en búast má við allt að hálftíma bið.
Hvalfjarðargöng: Umferðartafir eru göngunum vegna bilaðs flutningarbíls, umferð er stýrt og hleypt í geng aðra átt í senn. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) August 20, 2020
Vörubíllinn bilaði um klukkan þrjú í dag en langar raðir mynduðust beggja vegna við göngin eftir að þeim var lokað.
Allt að hálftíma til klukkutíma var þegar mest lét til að komast í gegn um göngin og er samkvæmt upplýsngum fréttastofu mikil umferð á svæðinu.