Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2020 16:19 Leikmenn Breiðabliks eru á leið til Noregs í næstu viku en mega svo æfa saman eftir heimkomu. Þeir geta hins vegar ekki spilað gegn öðru liði fyrr en að lokinni 4-6 daga vinnusóttkví. VÍSIR/VILHELM Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. Þetta staðfesti Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri við RÚV í dag. Víðir kvaðst í samtali við Vísi í gær vongóður um að þetta gengi eftir og málið mun hafa verið klárað á fundi í morgun. Strangar kröfur UEFA um smitpróf, smitvarnir og nær algjöra einangrun liða á meðan þau leika í Evrópukeppnum vega þungt. Ekki er ljóst hvort þetta þýði að karlalið KR geti farið að æfa saman, eftir að hafa komið frá Skotlandi í fyrrinótt og farið í sóttkví, en sækja þarf sérstaklega um það fyrir fram að fá að vera í vinnusóttkví. Breiðablik hefur þegar lagt fram umsókn vegna ferðar sinnar til Noregs í næstu viku, og ætla má að Víkingur R. hafi eða muni gera það einnig vegna ferðar til Slóveníu. Það að liðin megi æfa saman á meðan að þau eru í vinnusóttkví breytir því ekki að þau mega ekki spila gegn öðrum liðum þá 4-6 daga sem þau eru í sóttkví. FH leikur á móti liði frá Slóvakíu, Dunajská Streda, í Hafnarfirði í næstu viku og miðað við orð Víðis getur liðið lent á Íslandi degi fyrir leikdag. Þessi niðurstaða gæti sömuleiðis gert Valskonum kleyft að vera gestgjafar í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem áætlað er að verði í október, en Valur hefur sóst eftir því. Landslið mega spila degi eftir komu til landsins Að sama skapi eru landslið, eins og íslenska og enska karlalandsliðið sem mætast á Laugardalsvelli 5. september, velkomin til landsins skömmu fyrir leik og mega spila án þess að hafa klárað fimm daga sóttkví og tvöfalda skimun. „Það er annað fyrirkomulag á því. Þau eru að koma inn í þessa svokölluðu búbblu sem sett er upp í sambandi við þessa UEFA-leiki. Þannig að liðin byrja í henni erlendis, fara í sýnatöku erlendis áður en þeir koma hingað og eru í hálfgerðri sóttkví áður en þeir koma til landsins. Þá fara þeir í sýnatöku hjá okkur á landamærunum og mega æfa og spila leikinn innan þess fimm daga ramma ef að þörf krefur á,“ segir Víðir við RÚV. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Almannavarnir KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. Þetta staðfesti Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri við RÚV í dag. Víðir kvaðst í samtali við Vísi í gær vongóður um að þetta gengi eftir og málið mun hafa verið klárað á fundi í morgun. Strangar kröfur UEFA um smitpróf, smitvarnir og nær algjöra einangrun liða á meðan þau leika í Evrópukeppnum vega þungt. Ekki er ljóst hvort þetta þýði að karlalið KR geti farið að æfa saman, eftir að hafa komið frá Skotlandi í fyrrinótt og farið í sóttkví, en sækja þarf sérstaklega um það fyrir fram að fá að vera í vinnusóttkví. Breiðablik hefur þegar lagt fram umsókn vegna ferðar sinnar til Noregs í næstu viku, og ætla má að Víkingur R. hafi eða muni gera það einnig vegna ferðar til Slóveníu. Það að liðin megi æfa saman á meðan að þau eru í vinnusóttkví breytir því ekki að þau mega ekki spila gegn öðrum liðum þá 4-6 daga sem þau eru í sóttkví. FH leikur á móti liði frá Slóvakíu, Dunajská Streda, í Hafnarfirði í næstu viku og miðað við orð Víðis getur liðið lent á Íslandi degi fyrir leikdag. Þessi niðurstaða gæti sömuleiðis gert Valskonum kleyft að vera gestgjafar í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem áætlað er að verði í október, en Valur hefur sóst eftir því. Landslið mega spila degi eftir komu til landsins Að sama skapi eru landslið, eins og íslenska og enska karlalandsliðið sem mætast á Laugardalsvelli 5. september, velkomin til landsins skömmu fyrir leik og mega spila án þess að hafa klárað fimm daga sóttkví og tvöfalda skimun. „Það er annað fyrirkomulag á því. Þau eru að koma inn í þessa svokölluðu búbblu sem sett er upp í sambandi við þessa UEFA-leiki. Þannig að liðin byrja í henni erlendis, fara í sýnatöku erlendis áður en þeir koma hingað og eru í hálfgerðri sóttkví áður en þeir koma til landsins. Þá fara þeir í sýnatöku hjá okkur á landamærunum og mega æfa og spila leikinn innan þess fimm daga ramma ef að þörf krefur á,“ segir Víðir við RÚV.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Almannavarnir KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05