Bestu kvennalið Evrópu hefja leik í Baskalandi og allt í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 16:30 Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar hér Þýskalandsmeistaratitlinum með nú fyrrum liðsfélögum sínum í VfL Wolfsburg liðinu. Getty/Maja Hitij Átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna hefst annað kvöld með tveimur leikjum og hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum fara síðan fram á laugardaginn. Allir leikirnir fara fram í Baskalandi en spilað verður á heimavelli Athletic Bilbao (San Mamés) og heimavelli Real Sociedad (Anoeta). Lokaúrslitin verða kláruð á tíu dögum frá 21. ágúst til 30. ágúst. Undanúrslitin verða 25. og 26 ágúst en úrslitaleikurinn fer síðan fram á heimavelli Real Sociedad sunnudaginn 30. ágúst. Ísland á sinn fulltrúa í úrslitunum í ár því landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Evrópumeisturum Olympique Lyon. Það verður einnig fróðlegt að sjá hvernig gamla liðið hennar, VfL Wolfsburg, vegnar eftir að liðið missti Söru af miðjunni sinni. TOMORROW!!!! See the schedule as #UWCL IS BACK — #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 Við þurfum samt að bíða eftir leik Lyon þar til á laugardaginn en annað kvöld fara fram tveir leikir og þar á meðal er leikur Wolfsburg liðsins. Wolfsburg datt út úr átta liða úrslitunum í fyrra en liðið var þó óheppið í drættinum og lenti á móti verðandi Evrópumeisturum Lyon. Að þessu sinni eru mótherjarnir skosku meistararnir í Glasgow City en þær unnu skoska titilinn þrettánda árið í röð á síðasta ári. Meðal leikmanna Glasgow City liðsins er hin norður-írska Lauren Wade sem hjálpaði Þrótti upp í Pepsi Max deildina fyrir ári síðan. Wade skoraði þá 25 mörk í 21 leik í deild og bikar. Wolfsburg fékk miðjumann í stað Söru í sumar en það er þýska unglingalandsliðskonan Lena Oberdorf sem er aðeins átján ára gömul. Hún var kosin besti leikmaður EM U17 árið 2017 þar sem Þýskaland vann gull og er þegar búin að spila þrettán A-landsleiki fyrir Þýskaland. She-Wolf Lena #Oberdorf has been awarded the Fritz Walter Gold Medal. Best young player https://t.co/LAPxAxGvNO#VfLWolfsburg @VfLWob_Frauen pic.twitter.com/yNKwvD1K0E— VfL Wolfsburg EN (@VfLWolfsburg_EN) August 19, 2020 Hinn leikur dagsins er á milli spænsku liðanna Atlético Madrid og Barcelona. Atlético Madrid er í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum en Barcelona fór alla leið í úrslitaleikinn í fyrra. Atlético Madrid vann spænska titilinn 2019 en Barcelona fékk titilinn fyrir árið 2020 þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er einvígi á milli bestu spænsku liðanna sem hafa barist um spænska titilinn undanfarin ár. Leikur liðanna í fyrra vakti mikla athygli þegar meira en sextíu þúsund manns mættu á Metropolitano og settu nýtt áhorfendamet á kvennaleik. Það verða mörg augu á þeim Toni Duggan hjá Atlético Madrid og Jenni Hermoso hjá Barcelona. Ekki aðeins eru þær frábærir leikmenn heldur spiluðu þær fyrir hitt liðið í fyrra, Hermoso hjá Atlético og Duggan hjá Barca. Two strikers that swapped clubs last summer - and are set to meet when @AtletiFemenino face @FCBfemeni in the #UWCL quarter-finals on Friday: who will come out on top?1 @toniduggan2 @Jennihermoso pic.twitter.com/E55vEv3lIk— #UWCL (@UWCL) August 18, 2020 Sigurvegarar úr leikjum föstudagskvöldsins mætast síðan í undanúrslitunum. Leikir morgundagsins hefjast báðir klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 (Atletico Madrid - Barcelona) og Stöð 2 Sport 3 (Glasgow City - Wolfsburg). Most likely to They have #UWCL quarter-final tomorrow - but more importantly which @VfLWob_Frauen player would win a quiz? The players explain all pic.twitter.com/ESZmvhIC0Q— #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 | Good Morning!Here is a look at the squad heading to Spain yesterday. #PetershillRoarAtHome pic.twitter.com/0mqKBtSbiQ— Glasgow City FC (@GlasgowCityFC) August 20, 2020 Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna hefst annað kvöld með tveimur leikjum og hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum fara síðan fram á laugardaginn. Allir leikirnir fara fram í Baskalandi en spilað verður á heimavelli Athletic Bilbao (San Mamés) og heimavelli Real Sociedad (Anoeta). Lokaúrslitin verða kláruð á tíu dögum frá 21. ágúst til 30. ágúst. Undanúrslitin verða 25. og 26 ágúst en úrslitaleikurinn fer síðan fram á heimavelli Real Sociedad sunnudaginn 30. ágúst. Ísland á sinn fulltrúa í úrslitunum í ár því landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Evrópumeisturum Olympique Lyon. Það verður einnig fróðlegt að sjá hvernig gamla liðið hennar, VfL Wolfsburg, vegnar eftir að liðið missti Söru af miðjunni sinni. TOMORROW!!!! See the schedule as #UWCL IS BACK — #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 Við þurfum samt að bíða eftir leik Lyon þar til á laugardaginn en annað kvöld fara fram tveir leikir og þar á meðal er leikur Wolfsburg liðsins. Wolfsburg datt út úr átta liða úrslitunum í fyrra en liðið var þó óheppið í drættinum og lenti á móti verðandi Evrópumeisturum Lyon. Að þessu sinni eru mótherjarnir skosku meistararnir í Glasgow City en þær unnu skoska titilinn þrettánda árið í röð á síðasta ári. Meðal leikmanna Glasgow City liðsins er hin norður-írska Lauren Wade sem hjálpaði Þrótti upp í Pepsi Max deildina fyrir ári síðan. Wade skoraði þá 25 mörk í 21 leik í deild og bikar. Wolfsburg fékk miðjumann í stað Söru í sumar en það er þýska unglingalandsliðskonan Lena Oberdorf sem er aðeins átján ára gömul. Hún var kosin besti leikmaður EM U17 árið 2017 þar sem Þýskaland vann gull og er þegar búin að spila þrettán A-landsleiki fyrir Þýskaland. She-Wolf Lena #Oberdorf has been awarded the Fritz Walter Gold Medal. Best young player https://t.co/LAPxAxGvNO#VfLWolfsburg @VfLWob_Frauen pic.twitter.com/yNKwvD1K0E— VfL Wolfsburg EN (@VfLWolfsburg_EN) August 19, 2020 Hinn leikur dagsins er á milli spænsku liðanna Atlético Madrid og Barcelona. Atlético Madrid er í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum en Barcelona fór alla leið í úrslitaleikinn í fyrra. Atlético Madrid vann spænska titilinn 2019 en Barcelona fékk titilinn fyrir árið 2020 þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er einvígi á milli bestu spænsku liðanna sem hafa barist um spænska titilinn undanfarin ár. Leikur liðanna í fyrra vakti mikla athygli þegar meira en sextíu þúsund manns mættu á Metropolitano og settu nýtt áhorfendamet á kvennaleik. Það verða mörg augu á þeim Toni Duggan hjá Atlético Madrid og Jenni Hermoso hjá Barcelona. Ekki aðeins eru þær frábærir leikmenn heldur spiluðu þær fyrir hitt liðið í fyrra, Hermoso hjá Atlético og Duggan hjá Barca. Two strikers that swapped clubs last summer - and are set to meet when @AtletiFemenino face @FCBfemeni in the #UWCL quarter-finals on Friday: who will come out on top?1 @toniduggan2 @Jennihermoso pic.twitter.com/E55vEv3lIk— #UWCL (@UWCL) August 18, 2020 Sigurvegarar úr leikjum föstudagskvöldsins mætast síðan í undanúrslitunum. Leikir morgundagsins hefjast báðir klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 (Atletico Madrid - Barcelona) og Stöð 2 Sport 3 (Glasgow City - Wolfsburg). Most likely to They have #UWCL quarter-final tomorrow - but more importantly which @VfLWob_Frauen player would win a quiz? The players explain all pic.twitter.com/ESZmvhIC0Q— #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 | Good Morning!Here is a look at the squad heading to Spain yesterday. #PetershillRoarAtHome pic.twitter.com/0mqKBtSbiQ— Glasgow City FC (@GlasgowCityFC) August 20, 2020
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira