Segir aðgerðir vegna faraldursins ganga gegn borgaralegum réttindum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 14:32 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir gríðarlega mikilvægt að við stöndum vörð um réttindi borgaranna. Vísir Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að við stöndum vörð við réttindi borgarana á tímum sem þessum. Það sé ekki deilumál að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til um heim allan vegna kórónuveirufaraldursins hafi gengið gegn borgaralegum réttindum og réttindum sem við teljum sjálfsögð. „Við höfum verið tilbúin til þess að sætta okkur við slíka skerðingu vegna þess að við teljum að það séu hagsmunir okkar allra, bæði sem einstaklinga en líka fjölskyldu okkar og þjóðfélagsins, að sætta okkur við slíka skerðingu,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En slík skerðing getur ekki verið til lengri tíma nema þá að við ræðum það og nema þá að löggjafinn komi að ákvörðun um hvernig skuli staðið að og það sem skiptir líka máli er að við vitum hvenær þessu lýkur, hvað þarf að gerst til þess að við endurheimtum þessi sjálfsögðu réttindi.“ „Getum ekki látið óttann stjórna öllu því sem við gerum“ Mikilvægt sé að ekki aðeins sé hugað að sóttvarnamálum og efnahagsmálum eða möguleikum okkar til að standa undir velferðarkerfinu heldur einnig hinum borgarlegu réttindum sem við höfum. Tekið hafi árhundruði að berjast fyrir þeim réttindum sem okkur þyki nú sjálfsögð. Réttindum til að koma saman, til að segja það sem okkur finnst og réttindi til að eiga samskipti við annað fólk á okkar eigin forsendum og forsendum þeirra sem við eigum í samskiptum við. „Þetta er ekkert smámál, vegna þess að við viljum geta ræktað vini okkar, við viljum geta fagnað á gleðidögum, fjölskylduhátíðum. Við viljum geta fagnað vinum okkar þegar þeir ganga í hjónaband, við viljum geta kvatt vini okkar eða fjölskyldumeðlimi að leiðarlokum og þakkað fyrir og svo framvegis. Þetta allt er meira og minna takmarkað og við höfum sætt okkur við það í ákveðinn tíma en það hlýtur að koma að því að við segjum: heyrðu, nei,“ segir Óli Björn. „Við þurfum aðeins að huga þessum réttindum vegna þess að þetta er spurning um mannlegt líf okkar og hvernig við högum okkur. Við getum ekki látið bara óttann stjórna öllu því sem að við gerum og takmarka þar með okkar samfélagslegu samneyti vegna þess að þannig molnar samfélagið sjálft.“ Hann segir mikilvægt að almenningur geti gert kröfu til þess að einhverjar takmarkanir séu á því hvað gert sé til að hægt sé að létta á þeim kvöðum sem sett hafa verið á. „Það er lágmarksskylda, í neyðarástandi hafa stjórnvöld miklu rýmri eða ákveðnar heimildir til að takmarka þessi borgarlegu réttindi. Um það er ekki verið að deila og ég er ekki að deila á það.“ Kominn tími til að löggjafinn og almenningur komi að ákvarðanatöku „Það eru sex mánuðir frá því þessi ömurlega farsótt byrjaði að herja af einhverju ráði á Vesturlönd og það er eðlilegt í neyðarástandi, þegar menn vita ekki nákvæmlega hvað er verið að berjast við, að menn grípi til einhverra slíkra ráðstafana,“ segir Óli Björn. „En það hlýtur líka að vera krafa að þegar menn hafa áttað sig betur á hlutunum að menn setjist þá niður og stjórnvöld sæki þá heimild til þar til bærra aðila, sem í þessu tilfelli er þá löggjafinn, en það ætti líka að fara fram almenn umræða hér, í fjölmiðlum og meðal almennings um hvað við erum tilbúin til að gera.“ Þó megi hrósa íslenskum stjórnvöldum fyrir hve vel hafi tekist í baráttunni við veiruna án þess að gengið hafi verið jafn langt og í mörgum öðrum ríkjum. „Ég skil ekki hvernig almenningur í sumum löndum hefur sætt sig við að vera í nærri stofufangelsi. Með heilu fjölskyldurnar, mánuðum saman, það hefur ekki gerst hér.“ Aðspurður hvort hann hefði viljað beita sænsku leiðinni hér segist hann ekki vera nógu vel að sér í þeim málum. „Ég veit ekki hvort sænska leiðin hafi verið skynsamlegri eða ekki. Ég hygg að við eigum svo margt eftir ólært í baráttu við svona skæðar farsóttir og það er lærdómur sem við eigum eftir að draga hér næstu árin og áratugina, ekki bara á sviði heilbrigðismála heldur einnig á sviði efnahagsmála.“ „En það breytir ekki hinu, að þegar við erum að kljást við svona, því það mun líklegast þurfa að gera það einhvern tíma aftur, þá verðum við að passa að það sé ekki verið að ganga á réttindi einstaklinga nema rík rök liggja að baki,“ segir Óli Björn. Hægt er að hlusta á viðtalið við Óla Björn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mannréttindi Tengdar fréttir Landsframleiðsla mun dragast saman um 240 milljarða vegna faraldursins Búist er við því að landsframleiðsla hér á landi muni minnka um 8 prósent, eða sem nemur um 240 milljörðum á ári, vegna áhrifa kórónuveirunnar. 20. ágúst 2020 10:48 „Ákveðin bjögun“ fylgi því að hækka atvinnuleysisbætur Fjármálaráðherra nefnir tvær ástæður fyrir því að honum hugnist ekki að hækka atvinnuleysisbætur. 20. ágúst 2020 11:16 Mun meira vitað um veiruna en fyrir nokkrum mánuðum Sérnámslæknir í lyflækningum segir að mun meira sé vitað um kórónuveiruna SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, heldur en fyrir sex mánuðum síðan. 19. ágúst 2020 17:54 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að við stöndum vörð við réttindi borgarana á tímum sem þessum. Það sé ekki deilumál að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til um heim allan vegna kórónuveirufaraldursins hafi gengið gegn borgaralegum réttindum og réttindum sem við teljum sjálfsögð. „Við höfum verið tilbúin til þess að sætta okkur við slíka skerðingu vegna þess að við teljum að það séu hagsmunir okkar allra, bæði sem einstaklinga en líka fjölskyldu okkar og þjóðfélagsins, að sætta okkur við slíka skerðingu,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En slík skerðing getur ekki verið til lengri tíma nema þá að við ræðum það og nema þá að löggjafinn komi að ákvörðun um hvernig skuli staðið að og það sem skiptir líka máli er að við vitum hvenær þessu lýkur, hvað þarf að gerst til þess að við endurheimtum þessi sjálfsögðu réttindi.“ „Getum ekki látið óttann stjórna öllu því sem við gerum“ Mikilvægt sé að ekki aðeins sé hugað að sóttvarnamálum og efnahagsmálum eða möguleikum okkar til að standa undir velferðarkerfinu heldur einnig hinum borgarlegu réttindum sem við höfum. Tekið hafi árhundruði að berjast fyrir þeim réttindum sem okkur þyki nú sjálfsögð. Réttindum til að koma saman, til að segja það sem okkur finnst og réttindi til að eiga samskipti við annað fólk á okkar eigin forsendum og forsendum þeirra sem við eigum í samskiptum við. „Þetta er ekkert smámál, vegna þess að við viljum geta ræktað vini okkar, við viljum geta fagnað á gleðidögum, fjölskylduhátíðum. Við viljum geta fagnað vinum okkar þegar þeir ganga í hjónaband, við viljum geta kvatt vini okkar eða fjölskyldumeðlimi að leiðarlokum og þakkað fyrir og svo framvegis. Þetta allt er meira og minna takmarkað og við höfum sætt okkur við það í ákveðinn tíma en það hlýtur að koma að því að við segjum: heyrðu, nei,“ segir Óli Björn. „Við þurfum aðeins að huga þessum réttindum vegna þess að þetta er spurning um mannlegt líf okkar og hvernig við högum okkur. Við getum ekki látið bara óttann stjórna öllu því sem að við gerum og takmarka þar með okkar samfélagslegu samneyti vegna þess að þannig molnar samfélagið sjálft.“ Hann segir mikilvægt að almenningur geti gert kröfu til þess að einhverjar takmarkanir séu á því hvað gert sé til að hægt sé að létta á þeim kvöðum sem sett hafa verið á. „Það er lágmarksskylda, í neyðarástandi hafa stjórnvöld miklu rýmri eða ákveðnar heimildir til að takmarka þessi borgarlegu réttindi. Um það er ekki verið að deila og ég er ekki að deila á það.“ Kominn tími til að löggjafinn og almenningur komi að ákvarðanatöku „Það eru sex mánuðir frá því þessi ömurlega farsótt byrjaði að herja af einhverju ráði á Vesturlönd og það er eðlilegt í neyðarástandi, þegar menn vita ekki nákvæmlega hvað er verið að berjast við, að menn grípi til einhverra slíkra ráðstafana,“ segir Óli Björn. „En það hlýtur líka að vera krafa að þegar menn hafa áttað sig betur á hlutunum að menn setjist þá niður og stjórnvöld sæki þá heimild til þar til bærra aðila, sem í þessu tilfelli er þá löggjafinn, en það ætti líka að fara fram almenn umræða hér, í fjölmiðlum og meðal almennings um hvað við erum tilbúin til að gera.“ Þó megi hrósa íslenskum stjórnvöldum fyrir hve vel hafi tekist í baráttunni við veiruna án þess að gengið hafi verið jafn langt og í mörgum öðrum ríkjum. „Ég skil ekki hvernig almenningur í sumum löndum hefur sætt sig við að vera í nærri stofufangelsi. Með heilu fjölskyldurnar, mánuðum saman, það hefur ekki gerst hér.“ Aðspurður hvort hann hefði viljað beita sænsku leiðinni hér segist hann ekki vera nógu vel að sér í þeim málum. „Ég veit ekki hvort sænska leiðin hafi verið skynsamlegri eða ekki. Ég hygg að við eigum svo margt eftir ólært í baráttu við svona skæðar farsóttir og það er lærdómur sem við eigum eftir að draga hér næstu árin og áratugina, ekki bara á sviði heilbrigðismála heldur einnig á sviði efnahagsmála.“ „En það breytir ekki hinu, að þegar við erum að kljást við svona, því það mun líklegast þurfa að gera það einhvern tíma aftur, þá verðum við að passa að það sé ekki verið að ganga á réttindi einstaklinga nema rík rök liggja að baki,“ segir Óli Björn. Hægt er að hlusta á viðtalið við Óla Björn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mannréttindi Tengdar fréttir Landsframleiðsla mun dragast saman um 240 milljarða vegna faraldursins Búist er við því að landsframleiðsla hér á landi muni minnka um 8 prósent, eða sem nemur um 240 milljörðum á ári, vegna áhrifa kórónuveirunnar. 20. ágúst 2020 10:48 „Ákveðin bjögun“ fylgi því að hækka atvinnuleysisbætur Fjármálaráðherra nefnir tvær ástæður fyrir því að honum hugnist ekki að hækka atvinnuleysisbætur. 20. ágúst 2020 11:16 Mun meira vitað um veiruna en fyrir nokkrum mánuðum Sérnámslæknir í lyflækningum segir að mun meira sé vitað um kórónuveiruna SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, heldur en fyrir sex mánuðum síðan. 19. ágúst 2020 17:54 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Landsframleiðsla mun dragast saman um 240 milljarða vegna faraldursins Búist er við því að landsframleiðsla hér á landi muni minnka um 8 prósent, eða sem nemur um 240 milljörðum á ári, vegna áhrifa kórónuveirunnar. 20. ágúst 2020 10:48
„Ákveðin bjögun“ fylgi því að hækka atvinnuleysisbætur Fjármálaráðherra nefnir tvær ástæður fyrir því að honum hugnist ekki að hækka atvinnuleysisbætur. 20. ágúst 2020 11:16
Mun meira vitað um veiruna en fyrir nokkrum mánuðum Sérnámslæknir í lyflækningum segir að mun meira sé vitað um kórónuveiruna SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, heldur en fyrir sex mánuðum síðan. 19. ágúst 2020 17:54