Sagði það ekki góða tilfinningu að vita að hún væri lömuð fyrir neðan axlir Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 19. ágúst 2020 19:00 Líf Berglindar Gunnarsdóttur, landsliðskonu í körfubolta og læknanema, tók óvænta stefnu í upphafi árs. Berglind var á leið í skíðaferð ásamt samnemendum sínum þegar rútan sem þau voru í fór af veginum með þeim afleiðingum að Berglind hlaut háls- og mænuskaða. Hin 27 ára gamla Berglind hefur allan sinn feril leikið með liði Snæfells frá Stykkishólmi. Hefur hún verið einn besti leikmaður landsins um árabil. Hefur hún unnið Íslandsmeistaratitilinn þrívegis ásamt því að hafa spilað fjöldan allan af landsleikjum. Berglind hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari.vísir/bára Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Berglindi um þessa skelfilegu upplifun, endurhæfinguna og þann stuðning sem hún hefur fengið í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Ég missti aldrei meðvitund í slysinu og ég finn bara hvað hefur gerst. Ég horfði á puttana mína og þeir hefðu allt eins getað verið þínir puttar eða einhvers annars. Það var engin tenging við líkamann. Þá vissi ég strax hvað hafði gerst,“ segir Berglind um slysið sjálft. „Á þessum tímapunkti er ekkert hægt að segja til um horfur eða hvers er hæft að vænta af endurhæfingu þannig í rauninni var þetta bara staðan eftir slys,“ segir hún einnig. „Vitandi það, og finnandi það að þú ert lömuð fyrir neðan axlir er aldrei góð tilfinning en jú hræðsla, ótti og allskonar tilfinningar í bland,“ svaraði Berglind aðspurð hvaða tilfinningar hefðu komið fyrst upp í hugann eftir slysið. Kórónufaraldurinn skall svo á er Berglind var í endurhæfingu á Grensás og segur hún einveruna hafa verið mikla á þeim tímapunkti. Hún telur að það hafi hjálpað sér að vera afrekskona í íþróttum í þessu erfiða ferli. „Ég gat fljótlega hreyft hægri hendina örlítið en svo man ég mjög vel þegar ég gat hreyft fingurna í fyrsta sinn, það var hægri þumallinn. Held ég hafi kallað á alla hjúkrunarfræðingana og sjúkraliðana að koma og sjá. Svo man ég mjög vel þegar ég hreyfði hægri stóru tánna. Það var mjög mikil gleði að vera búin að ná einhverri tengingu við fæturna.“ „Ég leit í rauninni á þetta verkefni eins og hver önnur íþróttameiðsl. Ég ætlaði bara að komast í gegnum þetta og ná sem mestum bata. Hugarfarið hjálpaði klárlega í þessari endurhæfingu.“ Þá hefur þetta einnig tekið verulega á andlega. „Ég er búin að halda mjög góðu hugarfari í gegnum allt ferlið en auðvitað eru sumir dagar erfiðari en aðrir.“ Bati Berglindar hefur verið magnaður en hún er farin að ganga í dag, sjö mánuðum eftir slysið. „Staðan er sú að ég nota tvær hækjur oftast þegar ég er úti, er farin að sleppa þeim svolítið heima. Þannig ég get gengið en hraðinn er ekki mikill og úthaldið enn þá minna,“ sagði Berglind og glotti. „Þetta er samt ekki búið, það er langur vegur framundan,“ sagði þessi magnaða íþróttakona að lokum. Berglind þakkar því fólki sem hefur staðið með henni í þessum erfiða ferli. Ætlaði hópur fólks að hlaupa til styrktar Berglindar í Reykjavíkur maraþoninu. Þar sem maraþonið var fellt niður vegna kórónufaraldursins er í pípunum sérstakt hlaup í Stykkishólmi, heimabæ Berglindar. Hægt er að styðja við bakið á Berglindi hér. Viðtalið í heildsinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Snæfell Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Sjá meira
Líf Berglindar Gunnarsdóttur, landsliðskonu í körfubolta og læknanema, tók óvænta stefnu í upphafi árs. Berglind var á leið í skíðaferð ásamt samnemendum sínum þegar rútan sem þau voru í fór af veginum með þeim afleiðingum að Berglind hlaut háls- og mænuskaða. Hin 27 ára gamla Berglind hefur allan sinn feril leikið með liði Snæfells frá Stykkishólmi. Hefur hún verið einn besti leikmaður landsins um árabil. Hefur hún unnið Íslandsmeistaratitilinn þrívegis ásamt því að hafa spilað fjöldan allan af landsleikjum. Berglind hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari.vísir/bára Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Berglindi um þessa skelfilegu upplifun, endurhæfinguna og þann stuðning sem hún hefur fengið í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Ég missti aldrei meðvitund í slysinu og ég finn bara hvað hefur gerst. Ég horfði á puttana mína og þeir hefðu allt eins getað verið þínir puttar eða einhvers annars. Það var engin tenging við líkamann. Þá vissi ég strax hvað hafði gerst,“ segir Berglind um slysið sjálft. „Á þessum tímapunkti er ekkert hægt að segja til um horfur eða hvers er hæft að vænta af endurhæfingu þannig í rauninni var þetta bara staðan eftir slys,“ segir hún einnig. „Vitandi það, og finnandi það að þú ert lömuð fyrir neðan axlir er aldrei góð tilfinning en jú hræðsla, ótti og allskonar tilfinningar í bland,“ svaraði Berglind aðspurð hvaða tilfinningar hefðu komið fyrst upp í hugann eftir slysið. Kórónufaraldurinn skall svo á er Berglind var í endurhæfingu á Grensás og segur hún einveruna hafa verið mikla á þeim tímapunkti. Hún telur að það hafi hjálpað sér að vera afrekskona í íþróttum í þessu erfiða ferli. „Ég gat fljótlega hreyft hægri hendina örlítið en svo man ég mjög vel þegar ég gat hreyft fingurna í fyrsta sinn, það var hægri þumallinn. Held ég hafi kallað á alla hjúkrunarfræðingana og sjúkraliðana að koma og sjá. Svo man ég mjög vel þegar ég hreyfði hægri stóru tánna. Það var mjög mikil gleði að vera búin að ná einhverri tengingu við fæturna.“ „Ég leit í rauninni á þetta verkefni eins og hver önnur íþróttameiðsl. Ég ætlaði bara að komast í gegnum þetta og ná sem mestum bata. Hugarfarið hjálpaði klárlega í þessari endurhæfingu.“ Þá hefur þetta einnig tekið verulega á andlega. „Ég er búin að halda mjög góðu hugarfari í gegnum allt ferlið en auðvitað eru sumir dagar erfiðari en aðrir.“ Bati Berglindar hefur verið magnaður en hún er farin að ganga í dag, sjö mánuðum eftir slysið. „Staðan er sú að ég nota tvær hækjur oftast þegar ég er úti, er farin að sleppa þeim svolítið heima. Þannig ég get gengið en hraðinn er ekki mikill og úthaldið enn þá minna,“ sagði Berglind og glotti. „Þetta er samt ekki búið, það er langur vegur framundan,“ sagði þessi magnaða íþróttakona að lokum. Berglind þakkar því fólki sem hefur staðið með henni í þessum erfiða ferli. Ætlaði hópur fólks að hlaupa til styrktar Berglindar í Reykjavíkur maraþoninu. Þar sem maraþonið var fellt niður vegna kórónufaraldursins er í pípunum sérstakt hlaup í Stykkishólmi, heimabæ Berglindar. Hægt er að styðja við bakið á Berglindi hér. Viðtalið í heildsinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Snæfell Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Sjá meira