Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 12:48 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. Farþegar sem koma til Íslands frá og með deginum í dag geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna Covid-19 með fjögurra til sex daga sóttkví á milli, þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og fara í fjórtán daga sóttkví. Ekki hefur verið ákveðið hve lengi þessar skimanir og skylda um sóttkví munu gilda á landamærunum en ríkisstjórnin hefur gefið út að staðan verði endurmetin vikulega. Ríkisstjórnin sem ræður þessu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sér fyrir sér skimanir á landamærum í einhverja mánuði. „Við erum ekki að horfa upp á það að skimun á landamærum sé eitthvað sem verður bara í mjög stuttan tíma og svo hættum við því. Mér finnst það mjög ólíklegt, að minnsta kosti út frá mínum sjónarhóli. En það er ríkisstjórnin sem ræður þessu.“ Skimanir sé eitthvað sem er komið til að vera þótt það sé möguleiki á vægari kröfum um sóttkví eða öðru skipulagi ef vel gengur. „Það er alls ekki útilokað. Við verðum að horfa á hvaða þróun er á faraldrinum erlendis. Tölurnar eru að hækka í öllum löndum þannig að ég held að við þurfum að horfa vel á það hvað er að gerast annars staðar,“ segir Þórólfur. Mismunandi aðgerðir í gangi Dönsk yfirvöld hafa varað við ferðum hingað til lands vegna aðgerðanna en Danir hafa verið fjölmennir í hópi ferðamanna á Íslandi í sumar. Icelandair var með tíu áætlaðar komur flugvéla til Keflavíkur í dag en fjórum þeirra hefur verið aflýst, frá London, Brussel, Kaupmannahöfn og París. En ætli Ísland sé það land sem er með ströngustu kröfurnar fyrir inngöngu í landið? „Það eru bara mismunandi aðgerðir í gangi í mismunandi löndum. Það eru engar tvær þjóðir með þetta nákvæmlega eins. Ég bendi til að mynda á að Norðmenn eru með kröfuna um sóttkví fyrir nánast alla á sínum landamærum. Við byggjum okkar aðgerðir á þeirri reynslu sem við höfum fengið með skimuninni, við getum kortlagt þetta nokkuð vel og getum séð hver áhættan er. Það er það sem við erum að gera. Aðrar þjóðir hafa ekki gert þetta svona og hafa ekki kannað þetta með kerfisbundnum hætti á sínum landamærum eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. Farþegar sem koma til Íslands frá og með deginum í dag geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna Covid-19 með fjögurra til sex daga sóttkví á milli, þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og fara í fjórtán daga sóttkví. Ekki hefur verið ákveðið hve lengi þessar skimanir og skylda um sóttkví munu gilda á landamærunum en ríkisstjórnin hefur gefið út að staðan verði endurmetin vikulega. Ríkisstjórnin sem ræður þessu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sér fyrir sér skimanir á landamærum í einhverja mánuði. „Við erum ekki að horfa upp á það að skimun á landamærum sé eitthvað sem verður bara í mjög stuttan tíma og svo hættum við því. Mér finnst það mjög ólíklegt, að minnsta kosti út frá mínum sjónarhóli. En það er ríkisstjórnin sem ræður þessu.“ Skimanir sé eitthvað sem er komið til að vera þótt það sé möguleiki á vægari kröfum um sóttkví eða öðru skipulagi ef vel gengur. „Það er alls ekki útilokað. Við verðum að horfa á hvaða þróun er á faraldrinum erlendis. Tölurnar eru að hækka í öllum löndum þannig að ég held að við þurfum að horfa vel á það hvað er að gerast annars staðar,“ segir Þórólfur. Mismunandi aðgerðir í gangi Dönsk yfirvöld hafa varað við ferðum hingað til lands vegna aðgerðanna en Danir hafa verið fjölmennir í hópi ferðamanna á Íslandi í sumar. Icelandair var með tíu áætlaðar komur flugvéla til Keflavíkur í dag en fjórum þeirra hefur verið aflýst, frá London, Brussel, Kaupmannahöfn og París. En ætli Ísland sé það land sem er með ströngustu kröfurnar fyrir inngöngu í landið? „Það eru bara mismunandi aðgerðir í gangi í mismunandi löndum. Það eru engar tvær þjóðir með þetta nákvæmlega eins. Ég bendi til að mynda á að Norðmenn eru með kröfuna um sóttkví fyrir nánast alla á sínum landamærum. Við byggjum okkar aðgerðir á þeirri reynslu sem við höfum fengið með skimuninni, við getum kortlagt þetta nokkuð vel og getum séð hver áhættan er. Það er það sem við erum að gera. Aðrar þjóðir hafa ekki gert þetta svona og hafa ekki kannað þetta með kerfisbundnum hætti á sínum landamærum eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24