Veður

Fólk á Suð­vestur­landi fái að sitja í súpunni

Atli Ísleifsson skrifar
Spákortið fyrir klukkan 10.
Spákortið fyrir klukkan 10. Veðurstofan

Veðurstofan gerir frá fyrir að fólk á Suðvesturlandi „fái að sitja í súpunni í dag“ þar sem reikna megi við að rigni víða á svæðinu.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðursfræðings og að annars staðar en á Suðvesturhorninu megi sjást til sólar.

„Hiti á bilinu 9 til 14 stig, en varla mikið yfir 5 stigum austast. Frá og með morgundeginum má búast við hægri breytilegri átt og þurrt víðast hvar. Hiti breytist lítið en einna hlýjast verður suðvestantil á landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Norðaustan 8-15 m/s hvassast við SA-ströndina. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 5 til 10 stigum austast á landinu, en að 16 stigum V-til.

Á föstudag: Norðaustan 8-13 m/s og skýjað á A-verðu landinu og sums staðar smá væta, en annars yfirleitt léttskýjað. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast SV-lands.

Á laugardag: Hæg norðlæg átt og víða bjart veður, en heldur hvassari og skýjað með A-ströndinni. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag: Breytileg átt, skýjað og smávæta suðvestantil, en annars bjart með köflum. Milt að deginum.

Á mánudag: Suðlægátt, rigning með köflum sunnantil en léttskýjað annars staðar.

Á þriðjudag: Útlit fyrir hæga breytilega átt, skýjað með köflum og sums staðar væta. Áfram fremur milt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×