Virðist sem Manchester-liðin missi aðeins af opnunarhelginni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2020 07:00 Bruno Fernandes og Victor Lindelöf fá ekki langt sumarfrí í ár. vísir/getty Þar sem Evrópuævintýri bæði Manchester City og Manchester United er nú lokið er ljóst að félögin munu aðeins missa af opnunarhelgi ensku úrvalsdeildarinnar en deildin fer aftur af stað 12. september næstkomandi. Þar sem báðum félögum hafði verið lofað 30 daga fríi til þess að hlaða batteríin milli tímabila var óttast að gott gengi þeirra í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni gæti leitt til þess að þau yrðu fjarverandi er enski boltinn myndi rúlla af stað að nýju. Manchester United and Manchester City to only miss opening Premier League weekend @ben_rumsby https://t.co/y5LVJeSO7z— Telegraph Football (@TeleFootball) August 17, 2020 Ef liðin hefðu komist lengra hefði það eflaust orðið raunin en stefnir í að þau missi aðeins af fyrstu helginni. Líklegast verða leikir þeirra aðeins nokkrum dögum eftir að úrvalsdeildin fari aftur af stað. Leikjaprógram ensku úrvalsdeildarinnar verður gefið út á föstudag og er ljóst að topplið deildarinanr munu spila ört á komandi tímabili. Hvað þá ef þau komast upp úr riðlum sínum í Meistara- eða Evrópudeildinni. Svo sé nú ekki talað um ef þau fara alla leið í úrslit deildar- eða FA-bikarsins. Hefði Manchester City unnið Meistaradeild Evrópu hefði mótastjórn úrvalsdeildarinnar eflaust fengið taugaáfall. Það hefði þýtt að City myndu spila um Ofurbikar Evrópu þann 24. september ásamt því að taka þátt í HM félagsliða sem fram fer í desember. Man City tapaði fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og missa því aðeins af opnunarhelgi enska boltans.Miguel A. Lopes/Pool via Getty Images Eins einfalt og það væri að láta liðin spila innbyrðis strax í fyrstu umferð deildarinnar þá virðist úrvalsdeildin treg til. Wolves vildu spila við annað hvort Manchester-liðið í fyrstu umferð til þess að fá nokkra daga aukalega í frí en nýafstaðið tímabil hjá félaginu var 383 daga langt. Liðið hóf leik í forkeppni Evrópudeildarinnar í júní 2019 og fór alla leið í 8-liða úrslitin sem voru spiluð þann 11. ágúst 2020. Talið er ólíklegt að enska knattspyrnusambandið verði við beiðni Úlfanna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Þar sem Evrópuævintýri bæði Manchester City og Manchester United er nú lokið er ljóst að félögin munu aðeins missa af opnunarhelgi ensku úrvalsdeildarinnar en deildin fer aftur af stað 12. september næstkomandi. Þar sem báðum félögum hafði verið lofað 30 daga fríi til þess að hlaða batteríin milli tímabila var óttast að gott gengi þeirra í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni gæti leitt til þess að þau yrðu fjarverandi er enski boltinn myndi rúlla af stað að nýju. Manchester United and Manchester City to only miss opening Premier League weekend @ben_rumsby https://t.co/y5LVJeSO7z— Telegraph Football (@TeleFootball) August 17, 2020 Ef liðin hefðu komist lengra hefði það eflaust orðið raunin en stefnir í að þau missi aðeins af fyrstu helginni. Líklegast verða leikir þeirra aðeins nokkrum dögum eftir að úrvalsdeildin fari aftur af stað. Leikjaprógram ensku úrvalsdeildarinnar verður gefið út á föstudag og er ljóst að topplið deildarinanr munu spila ört á komandi tímabili. Hvað þá ef þau komast upp úr riðlum sínum í Meistara- eða Evrópudeildinni. Svo sé nú ekki talað um ef þau fara alla leið í úrslit deildar- eða FA-bikarsins. Hefði Manchester City unnið Meistaradeild Evrópu hefði mótastjórn úrvalsdeildarinnar eflaust fengið taugaáfall. Það hefði þýtt að City myndu spila um Ofurbikar Evrópu þann 24. september ásamt því að taka þátt í HM félagsliða sem fram fer í desember. Man City tapaði fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og missa því aðeins af opnunarhelgi enska boltans.Miguel A. Lopes/Pool via Getty Images Eins einfalt og það væri að láta liðin spila innbyrðis strax í fyrstu umferð deildarinnar þá virðist úrvalsdeildin treg til. Wolves vildu spila við annað hvort Manchester-liðið í fyrstu umferð til þess að fá nokkra daga aukalega í frí en nýafstaðið tímabil hjá félaginu var 383 daga langt. Liðið hóf leik í forkeppni Evrópudeildarinnar í júní 2019 og fór alla leið í 8-liða úrslitin sem voru spiluð þann 11. ágúst 2020. Talið er ólíklegt að enska knattspyrnusambandið verði við beiðni Úlfanna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira