Bergsveinn og Fríða tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 11:12 Fríða með tilnefningu sína. Vísir/Sigurjón Rithöfundarnir Bergsveinn Birgisson og Fríða Ísberg hafa verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta var tilkynnt á fundi í Gunnarshúsi klukkan ellefu. Tvö verk eru tilnefnd til verðlaunanna í ár. Þau eru skáldsagan Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson, gefin út af Bjarti árið 2018, og smásagnasafnið Kláði eftir Fríðu Ísberg, gefið út hjá Partusi árið 2018. Alls eru þrettán verk tilnefnd til verðlaunanna í ár, en nánari upplýsingar um þau má finna hér. Hér fyrir neðan fylgir rökstuðningur íslensku dómnefndarinnar. Hana skipa Kristján Jóhann Jónsson, Kolbrún Bergþórsdóttir og Sunna Dís Másdóttir. Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson Lifandilífslækur fjallar um baráttu fátækrar þjóðar fyrir réttinum til eigin skynjunar og lífsskoðunar; um yfirgang valdhafa, nýlendustefnu, arðrán og vanhelgun náttúrunnar. Verkið er sögulegur skáldskapur um ögurstund í lífi íslenskrar þjóðar en jafnframt um þá örlagatíma heillar siðmenningar sem heimsbyggðin horfist nú í augu við. Bergsveinn Birgisson staðsetur verk sitt á landamærum tveggja heima. Raunsæi og vísindahyggja 18. aldar stendur andspænis náttúrutrú og dulúð. Ekki verður með góðu móti litið framhjá tilvísun verksins til nútímans þar sem hættulegar hagsmunakreddur ógna mennsku og tilfinningagreind. Bergsveinn Birgisson hefur búið og starfað í Noregi í nokkurn tíma. Með einstakri stílgáfu býður Bergsveinn lesanda að ferðast með sér aftur í aldir með upplýsingarmanninum Markúsi Árelíusi. Harðbýlt og hrjóstrugt Ísland 18. aldar, illa leikið eftir gríðarlegar náttúruhamfarir, er ógleymanlegt sögusvið sem höfundur miðlar af miklu næmi. Markús Árelíus er sendur til hins vindbarða Íslands til þess að vinna skýrslu fyrir yfirboðara sína hjá dönskum stjórnvöldum. Þeir íhuga að flytja allt nýtilegt vinnuafl til starfa í verksmiðjum í Danmörku og Noregi. Vopnaður mælitækjum og upptendraðri vitund upplýsingarmannsins leggur Markús Árelíus leið sína norður á Strandir, en náttúran neitar að lúta lögmálum hans og leikur mælitækin grátt. Verkin þrettán sem tilnefnd eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Eins og fyrri verk Bergsveins sýna hefur hann meistaraleg tök á hinni sögulegu skáldsögu. Við bætist yfirgripsmikil þekking hans á söguefni og sögusviði. Það er makalaust að sagan Lifandilífslækur skuli í senn geta verið svo trú tíma sínum og rúmi í norrænni sögu en jafnframt svo beinskeytt í tilvísun sinni til nútímans. Bergsveinn hefur áður sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur og fræðirit en fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1992. Skáldsaga hans, Svar við bréfi Helgu, var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2012. Kláði eftir Fríðu Ísberg Klæjar okkur öll meira og minna undan nútímanum? Sagnasafnið Kláði eftir Fríðu Ísberg er fallegt dæmi um þá vorvinda sem borist geta með ungum höfundum inn í bókmenntirnar. Sögumaður horfir með nýjum augum á gömul viðfangsefni sem í frásögnunum verða á margan hátt önnur en þau voru. Endurnýjanir og breytingar eru meðal helstu lífsskilyrða bókmenntanna og stundum gerast þær með því móti að inn á sviðið stígur nýtt fólk sem lítur viðfangsefnin öðrum augum en við eigum að venjast. Frásagnarhátturinn er bæði raunsæilegur og módernískur. Gildi bókarinnar liggur framar öðru í sterkri, tilfinningalegri nálgun sem krefur lesandann svara um viðhorf og gildi í nútímanum. Bækurnar tvær sem tilnefndar voru í dag.Vísir/Sigurjón Sögurnar í Kláða fjalla í stórum dráttum um það hvernig í ósköpunum er hægt að vaxa úr grasi og taka því hlutskipti sem bíður nútímamanns. Það er skrifað um kynlíf og parasambönd; átök kynslóða og kynja; klám og firringu; böl staðalímynda og fíknar; sekt og kúgun; hefðir með tómahljóði; harðsótta, tímafreka ást; og þrautseiga, kæfandi sorg. Fríða Ísberg er einhver eftirtektarverðasti rithöfundur nýrrar kynslóðar. Hún hefur gefið út ljóðabækurnar Slitförin (2017) og Leðurjakkaveður (2019). Hún var tilnefnd til Fjöruverðlauna fyrir sagnasafnið Kláða. Bókmenntir Tengdar fréttir Bergsveinn sleginn til riddara í Noregi Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og doktor í norrænum fræðum, var heiðraður af Noregskonungi á dögunum. 3. apríl 2017 16:07 Eins og falleg íslensk vetrarbirta Jónsvaka Helgasonar verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar nú á sunnudag, 1. desember, kl. 14.00. Tilefnið er ný útgáfa af ljóðasafni hans og að 120 ár eru liðin frá fæðingu þessa merka skálds og fræðimanns. 29. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Rithöfundarnir Bergsveinn Birgisson og Fríða Ísberg hafa verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta var tilkynnt á fundi í Gunnarshúsi klukkan ellefu. Tvö verk eru tilnefnd til verðlaunanna í ár. Þau eru skáldsagan Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson, gefin út af Bjarti árið 2018, og smásagnasafnið Kláði eftir Fríðu Ísberg, gefið út hjá Partusi árið 2018. Alls eru þrettán verk tilnefnd til verðlaunanna í ár, en nánari upplýsingar um þau má finna hér. Hér fyrir neðan fylgir rökstuðningur íslensku dómnefndarinnar. Hana skipa Kristján Jóhann Jónsson, Kolbrún Bergþórsdóttir og Sunna Dís Másdóttir. Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson Lifandilífslækur fjallar um baráttu fátækrar þjóðar fyrir réttinum til eigin skynjunar og lífsskoðunar; um yfirgang valdhafa, nýlendustefnu, arðrán og vanhelgun náttúrunnar. Verkið er sögulegur skáldskapur um ögurstund í lífi íslenskrar þjóðar en jafnframt um þá örlagatíma heillar siðmenningar sem heimsbyggðin horfist nú í augu við. Bergsveinn Birgisson staðsetur verk sitt á landamærum tveggja heima. Raunsæi og vísindahyggja 18. aldar stendur andspænis náttúrutrú og dulúð. Ekki verður með góðu móti litið framhjá tilvísun verksins til nútímans þar sem hættulegar hagsmunakreddur ógna mennsku og tilfinningagreind. Bergsveinn Birgisson hefur búið og starfað í Noregi í nokkurn tíma. Með einstakri stílgáfu býður Bergsveinn lesanda að ferðast með sér aftur í aldir með upplýsingarmanninum Markúsi Árelíusi. Harðbýlt og hrjóstrugt Ísland 18. aldar, illa leikið eftir gríðarlegar náttúruhamfarir, er ógleymanlegt sögusvið sem höfundur miðlar af miklu næmi. Markús Árelíus er sendur til hins vindbarða Íslands til þess að vinna skýrslu fyrir yfirboðara sína hjá dönskum stjórnvöldum. Þeir íhuga að flytja allt nýtilegt vinnuafl til starfa í verksmiðjum í Danmörku og Noregi. Vopnaður mælitækjum og upptendraðri vitund upplýsingarmannsins leggur Markús Árelíus leið sína norður á Strandir, en náttúran neitar að lúta lögmálum hans og leikur mælitækin grátt. Verkin þrettán sem tilnefnd eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Eins og fyrri verk Bergsveins sýna hefur hann meistaraleg tök á hinni sögulegu skáldsögu. Við bætist yfirgripsmikil þekking hans á söguefni og sögusviði. Það er makalaust að sagan Lifandilífslækur skuli í senn geta verið svo trú tíma sínum og rúmi í norrænni sögu en jafnframt svo beinskeytt í tilvísun sinni til nútímans. Bergsveinn hefur áður sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur og fræðirit en fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1992. Skáldsaga hans, Svar við bréfi Helgu, var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2012. Kláði eftir Fríðu Ísberg Klæjar okkur öll meira og minna undan nútímanum? Sagnasafnið Kláði eftir Fríðu Ísberg er fallegt dæmi um þá vorvinda sem borist geta með ungum höfundum inn í bókmenntirnar. Sögumaður horfir með nýjum augum á gömul viðfangsefni sem í frásögnunum verða á margan hátt önnur en þau voru. Endurnýjanir og breytingar eru meðal helstu lífsskilyrða bókmenntanna og stundum gerast þær með því móti að inn á sviðið stígur nýtt fólk sem lítur viðfangsefnin öðrum augum en við eigum að venjast. Frásagnarhátturinn er bæði raunsæilegur og módernískur. Gildi bókarinnar liggur framar öðru í sterkri, tilfinningalegri nálgun sem krefur lesandann svara um viðhorf og gildi í nútímanum. Bækurnar tvær sem tilnefndar voru í dag.Vísir/Sigurjón Sögurnar í Kláða fjalla í stórum dráttum um það hvernig í ósköpunum er hægt að vaxa úr grasi og taka því hlutskipti sem bíður nútímamanns. Það er skrifað um kynlíf og parasambönd; átök kynslóða og kynja; klám og firringu; böl staðalímynda og fíknar; sekt og kúgun; hefðir með tómahljóði; harðsótta, tímafreka ást; og þrautseiga, kæfandi sorg. Fríða Ísberg er einhver eftirtektarverðasti rithöfundur nýrrar kynslóðar. Hún hefur gefið út ljóðabækurnar Slitförin (2017) og Leðurjakkaveður (2019). Hún var tilnefnd til Fjöruverðlauna fyrir sagnasafnið Kláða.
Bókmenntir Tengdar fréttir Bergsveinn sleginn til riddara í Noregi Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og doktor í norrænum fræðum, var heiðraður af Noregskonungi á dögunum. 3. apríl 2017 16:07 Eins og falleg íslensk vetrarbirta Jónsvaka Helgasonar verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar nú á sunnudag, 1. desember, kl. 14.00. Tilefnið er ný útgáfa af ljóðasafni hans og að 120 ár eru liðin frá fæðingu þessa merka skálds og fræðimanns. 29. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Bergsveinn sleginn til riddara í Noregi Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og doktor í norrænum fræðum, var heiðraður af Noregskonungi á dögunum. 3. apríl 2017 16:07
Eins og falleg íslensk vetrarbirta Jónsvaka Helgasonar verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar nú á sunnudag, 1. desember, kl. 14.00. Tilefnið er ný útgáfa af ljóðasafni hans og að 120 ár eru liðin frá fæðingu þessa merka skálds og fræðimanns. 29. nóvember 2019 08:30