Sportpakkinn: Sjokk að sjá niðurstöðu um 80 milljóna sveiflu Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2020 19:00 Það kostar KSÍ drjúgan skilding að reka Laugardalsvöll. vísir/getty Ársþing KSÍ verður í Ólafsvík um helgina. Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta og stjórnarmaður í KSÍ, segir að meginumræðan á þinginu verði um ársreikning sambandsins. KSÍ tapaði 50 milljónum króna á síðasta ári en gert var ráð fyrir 30 milljón króna hagnaði. „Þetta var vissulega sjokk að sjá þessar niðurstöður um 80 milljóna króna sveiflu. Menn voru hissa að sjá það en fyrir því eru einhverjar skýringar. Það sem mér finnst mest áberandi er rekstur Laugardalsvallar sem er þungur baggi á sambandinu. Ég held að félögin í landinu geti verið sammála um að við eigum ekki að vera að greiða fyrir völlinn úr sjóðum sambandsins,“ sagði Haraldur við Arnar Björnsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið við Harald má sjá í heild neðst í fréttinni. Samkvæmt ársreikningi KSÍ kostaði rekstur Laugardalsvallar rúmar 100 milljónir króna eða tæplega 13 milljónum meira en gert var ráð fyrir. „Reykjavíkurborg verður að koma að þessu máli, það er alveg klárt. Borgin á völlinn,“ sagði Haraldur. En ber KSÍ ekki einhver skylda sem rekstraraðili vallarins? „Jú væntanlega liggur einhver þjónustusamningur að baki þar sem forsendur eru brostnar“. Íslendingar mæta Rúmenum á Laugardalsvelli 26. mars í umspili um sæti í Evrópukeppninni í sumar. Fari það svo að Íslendingar komist ekki í lokakeppnina verður þetta þá ekki erfiður biti fyrir KSÍ? „Þessi rekstraráætlun sem liggur fyrir þinginu gerir ráð fyrir tapi og inni í því er um 100 milljón króna kostnaður vegna þessa umspils. Bæði að koma vellinum í stand og að koma liðinu í gegnum þessa tvo leiki. Ef þessir leikir tapast þá blasir þessi niðurstaða við en ef við vinnum og komust alla leið erum við í frábærum málum. Það er frábært að íslenskur fótbolti sé í þessum sporum og hafi efni á því. En líkt og í fyrra er rekstur Laugardalsvallar allt of stór biti í þessu öllu saman“. Knattspyrnusambandið hefur haldið úti mörgum landsliðum. Hefur það komið til tals að spara þar? „Ég held að það verði ekki skoðað að skera niður hjá landsliðunum en við þurfum vissulega að huga að kostnaði. Árið 2019 er fyrsta árið í nokkurn tíma sem er venjulegt ár í rekstrinum okkar. Í ljós kemur að þar er töluverð framúrkeyrsla og við þurfum að endurskoða þá stöðu“. Fjárhagsstaða knattspyrnuliða á landinu, hún er ekki alltof góð? „Nei það herðir að. Ég er nú búinn að vera framkvæmdastjóri hjá mínu félagi í 10 ár og þetta hefur aldrei verið auðvelt. Það er svo sem ekkert nýtt fyrir okkur“. Hver gæti verið skýringin. Eru félögin að eltast við of dýra leikmenn? „Ég er á því að við erum að borga of há laun en ástandið í þjóðfélaginu er ískalt. Við finnum fyrst fyrir því þegar fyrirtæki draga saman“. Eru fjármálareglurnar í kringum fótboltann nógu skýrar hér á landi? „Ég tel það. Við erum með leyfiskerfi og félögin eru að skila gögnum þessa dagana. Eru fótboltaliðin í landinu sjálfbær? „Nei, ég held að ég geti ekki sagt það, ekki til lengdar“. Það heyrast enn sögur að félögin séu að greiða laun eftir einhverjum krókaleiðum: „Ekki þekki ég það. Ég held að þetta sé verulega breytt frá því sem var hérna á árum áður. Þetta er meira uppi á borðum núna og mörg félög eru með alla sína leikmenn sem launþega sem tíðkaðist ekki fyrir einhverjum árum.“, sagði Haraldur Haraldsson formaður Íslensks toppfótbolta og stjórnarmaður í KSÍ. Klippa: Rekstur Laugardalsvallar þungur baggi á KSÍ Íslenski boltinn KSÍ Laugardalsvöllur Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20 KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14 Tap KSÍ nam 50 milljónum og 65 milljóna tap áætlað í ár Knattspyrnusamband Íslands tapaði 50 milljónum króna á árinu 2019 þrátt fyrir að rekstrartekjur væru 20 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 14. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Sjá meira
Ársþing KSÍ verður í Ólafsvík um helgina. Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta og stjórnarmaður í KSÍ, segir að meginumræðan á þinginu verði um ársreikning sambandsins. KSÍ tapaði 50 milljónum króna á síðasta ári en gert var ráð fyrir 30 milljón króna hagnaði. „Þetta var vissulega sjokk að sjá þessar niðurstöður um 80 milljóna króna sveiflu. Menn voru hissa að sjá það en fyrir því eru einhverjar skýringar. Það sem mér finnst mest áberandi er rekstur Laugardalsvallar sem er þungur baggi á sambandinu. Ég held að félögin í landinu geti verið sammála um að við eigum ekki að vera að greiða fyrir völlinn úr sjóðum sambandsins,“ sagði Haraldur við Arnar Björnsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið við Harald má sjá í heild neðst í fréttinni. Samkvæmt ársreikningi KSÍ kostaði rekstur Laugardalsvallar rúmar 100 milljónir króna eða tæplega 13 milljónum meira en gert var ráð fyrir. „Reykjavíkurborg verður að koma að þessu máli, það er alveg klárt. Borgin á völlinn,“ sagði Haraldur. En ber KSÍ ekki einhver skylda sem rekstraraðili vallarins? „Jú væntanlega liggur einhver þjónustusamningur að baki þar sem forsendur eru brostnar“. Íslendingar mæta Rúmenum á Laugardalsvelli 26. mars í umspili um sæti í Evrópukeppninni í sumar. Fari það svo að Íslendingar komist ekki í lokakeppnina verður þetta þá ekki erfiður biti fyrir KSÍ? „Þessi rekstraráætlun sem liggur fyrir þinginu gerir ráð fyrir tapi og inni í því er um 100 milljón króna kostnaður vegna þessa umspils. Bæði að koma vellinum í stand og að koma liðinu í gegnum þessa tvo leiki. Ef þessir leikir tapast þá blasir þessi niðurstaða við en ef við vinnum og komust alla leið erum við í frábærum málum. Það er frábært að íslenskur fótbolti sé í þessum sporum og hafi efni á því. En líkt og í fyrra er rekstur Laugardalsvallar allt of stór biti í þessu öllu saman“. Knattspyrnusambandið hefur haldið úti mörgum landsliðum. Hefur það komið til tals að spara þar? „Ég held að það verði ekki skoðað að skera niður hjá landsliðunum en við þurfum vissulega að huga að kostnaði. Árið 2019 er fyrsta árið í nokkurn tíma sem er venjulegt ár í rekstrinum okkar. Í ljós kemur að þar er töluverð framúrkeyrsla og við þurfum að endurskoða þá stöðu“. Fjárhagsstaða knattspyrnuliða á landinu, hún er ekki alltof góð? „Nei það herðir að. Ég er nú búinn að vera framkvæmdastjóri hjá mínu félagi í 10 ár og þetta hefur aldrei verið auðvelt. Það er svo sem ekkert nýtt fyrir okkur“. Hver gæti verið skýringin. Eru félögin að eltast við of dýra leikmenn? „Ég er á því að við erum að borga of há laun en ástandið í þjóðfélaginu er ískalt. Við finnum fyrst fyrir því þegar fyrirtæki draga saman“. Eru fjármálareglurnar í kringum fótboltann nógu skýrar hér á landi? „Ég tel það. Við erum með leyfiskerfi og félögin eru að skila gögnum þessa dagana. Eru fótboltaliðin í landinu sjálfbær? „Nei, ég held að ég geti ekki sagt það, ekki til lengdar“. Það heyrast enn sögur að félögin séu að greiða laun eftir einhverjum krókaleiðum: „Ekki þekki ég það. Ég held að þetta sé verulega breytt frá því sem var hérna á árum áður. Þetta er meira uppi á borðum núna og mörg félög eru með alla sína leikmenn sem launþega sem tíðkaðist ekki fyrir einhverjum árum.“, sagði Haraldur Haraldsson formaður Íslensks toppfótbolta og stjórnarmaður í KSÍ. Klippa: Rekstur Laugardalsvallar þungur baggi á KSÍ
Íslenski boltinn KSÍ Laugardalsvöllur Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20 KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14 Tap KSÍ nam 50 milljónum og 65 milljóna tap áætlað í ár Knattspyrnusamband Íslands tapaði 50 milljónum króna á árinu 2019 þrátt fyrir að rekstrartekjur væru 20 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 14. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Sjá meira
Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20
KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14
Tap KSÍ nam 50 milljónum og 65 milljóna tap áætlað í ár Knattspyrnusamband Íslands tapaði 50 milljónum króna á árinu 2019 þrátt fyrir að rekstrartekjur væru 20 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 14. febrúar 2020 22:30