Körfubolti

Martin stórkostlegur í Rússlandi

Sindri Sverrisson skrifar
Martin Hermannsson fór enn á ný fyrir liði Alba Berlín í kvöld.
Martin Hermannsson fór enn á ný fyrir liði Alba Berlín í kvöld. vísir/getty

Á meðan að félagar hans úr íslenska landsliðinu leika við Kósóvó í forkeppni HM átti Martin Hermannsson stórleik í EuroLeague í kvöld þegar nýkrýndir bikarmeistarar Alba Berlín frá Þýskalandi unnu Zenit St. Pétursborg í Rússlandi, 83-81.

Martin, sem valinn var maður leiksins í bikarúrslitaleiknum í Þýskalandi á sunnudag, bar einnig af í kvöld. Hann skoraði 24 stig og nýtti skot sín mjög vel, auk þess sem hann átti sjö stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Á lokamínútunni tók hann mikilvægt frákast, átti stoðsendingu í lokakörfu Alba úr opnu spili og nýtti svo annað af tveimur vítum til að auka muninn í fjögur stig þegar 13 sekúndur voru eftir.





Alba Berlín vann því báða leiki sína við Zenit á þessari leiktíð og hefur unnið níu leiki af 25 í EuroLeague, bestu félagsliðakeppni heims ef frá er talin NBA-deildin, á þessari leiktíð.

 


Tengdar fréttir

Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×