Snarræði slökkviliðsmanna kom í veg fyrir að ekki fór enn verr Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. febrúar 2020 11:45 Eigandi Vélsmiðjunnar Hamars segir hjarta fyrirtækisins hafa brunnið í nótt. Vísir/Vilhelm Snarræði slökkviliðsmanna er talið hafa komið í veg fyrir enn frekara tjón þegar mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. Vélsmiðjan Hamar var verst úti í brunanum og segir eigandi fyrirtækisins það hafa verið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Brunaviðvörunarkerfi gerði öryggisfyrirtæki viðvart um að eldur logaði í iðnaðarhúsi að Vesturvör 36 upp úr klukkan þrjú í nótt. Þegar í stað héldu slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvang og þegar að var komið logaði eldur upp úr þaki hússins sem hýsir starfsemi nokkurra fyrirtækja, það er Sælgætisgerðina Freyju, bátasmiðjuna Rafnar og Vélsmiðjuna Hamar þar sem talið er að eldurinn hafi komið upp. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér aðstæður og ráða ráðum sínum á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir aðstæður ekki hafa litið vel út þegar að var komið. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer þá var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logði þar upp. Reyndar dreifðist hann út um þakið, á yfirborði eftir pappa. Síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast að mesta eldinum,“ sagði Vernharð á vettvangi brunans í morgun. Mikil hætta skapaðist þegar eldurinn kom upp. Húsið er á bilinu 3-4000 fermetrar að grunnfleti. Innandyra voru gaskúta og eldfim efni auk þess sem húsnæðið að hluta á tveimur hæðum. Miklar skemmdir eru innanhúss.Vísir/Vilhelm „Þarna eru fyrirtæki þar sem er gas, hættulega efni. Þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já þetta var hættulegt,“ sagði Vernharð. Slökkviliðsmönnum tókst í nótt að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Einhver reykur komst þó í húsnæði plast- og bátaverksmiðjunnar. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Fyrirtækið sé þó með fimm starfsstöðvar í heildina. Hann sagði mesta mildi að enginn hafi slasast. Nú sé unnið að því að koma fórum undir starfsemina í Kópavogi og þar hafi önnur fyrirtæki strax í nótt boðist til aðstoðar. Frá vettvangi í morgun þegar slökkviliðsmenn voru að ljúka störfum.Vísir/Vilhelm Um þrjátíu slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðum á vettvangi í nótt auk lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þá voru slökkviliðsmenn á frívakt kallaðir út til þess að manna slökkviliðsstöðvar til þess að sinna öðrum verkefnum sem komu upp. Slökkviliðmönnum tókst á rúmum tveimur klukkustundum að slökkva mestan allan eld en formlegu slökkvistarfi var ekki lokið fyrr en á tíunda tímanum í morgun og var þá vettvangur afhentur lögreglu. Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 „Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri, við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Eigandi fyrirtækisins segir skelfilegt að horfa upp á hjarta fyrirtækisins brenna. 21. febrúar 2020 07:06 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Snarræði slökkviliðsmanna er talið hafa komið í veg fyrir enn frekara tjón þegar mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi í nótt. Vélsmiðjan Hamar var verst úti í brunanum og segir eigandi fyrirtækisins það hafa verið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Brunaviðvörunarkerfi gerði öryggisfyrirtæki viðvart um að eldur logaði í iðnaðarhúsi að Vesturvör 36 upp úr klukkan þrjú í nótt. Þegar í stað héldu slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvang og þegar að var komið logaði eldur upp úr þaki hússins sem hýsir starfsemi nokkurra fyrirtækja, það er Sælgætisgerðina Freyju, bátasmiðjuna Rafnar og Vélsmiðjuna Hamar þar sem talið er að eldurinn hafi komið upp. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér aðstæður og ráða ráðum sínum á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir aðstæður ekki hafa litið vel út þegar að var komið. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer þá var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logði þar upp. Reyndar dreifðist hann út um þakið, á yfirborði eftir pappa. Síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast að mesta eldinum,“ sagði Vernharð á vettvangi brunans í morgun. Mikil hætta skapaðist þegar eldurinn kom upp. Húsið er á bilinu 3-4000 fermetrar að grunnfleti. Innandyra voru gaskúta og eldfim efni auk þess sem húsnæðið að hluta á tveimur hæðum. Miklar skemmdir eru innanhúss.Vísir/Vilhelm „Þarna eru fyrirtæki þar sem er gas, hættulega efni. Þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já þetta var hættulegt,“ sagði Vernharð. Slökkviliðsmönnum tókst í nótt að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Einhver reykur komst þó í húsnæði plast- og bátaverksmiðjunnar. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. Fyrirtækið sé þó með fimm starfsstöðvar í heildina. Hann sagði mesta mildi að enginn hafi slasast. Nú sé unnið að því að koma fórum undir starfsemina í Kópavogi og þar hafi önnur fyrirtæki strax í nótt boðist til aðstoðar. Frá vettvangi í morgun þegar slökkviliðsmenn voru að ljúka störfum.Vísir/Vilhelm Um þrjátíu slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðum á vettvangi í nótt auk lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þá voru slökkviliðsmenn á frívakt kallaðir út til þess að manna slökkviliðsstöðvar til þess að sinna öðrum verkefnum sem komu upp. Slökkviliðmönnum tókst á rúmum tveimur klukkustundum að slökkva mestan allan eld en formlegu slökkvistarfi var ekki lokið fyrr en á tíunda tímanum í morgun og var þá vettvangur afhentur lögreglu.
Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 „Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri, við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Eigandi fyrirtækisins segir skelfilegt að horfa upp á hjarta fyrirtækisins brenna. 21. febrúar 2020 07:06 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37
„Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri, við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Eigandi fyrirtækisins segir skelfilegt að horfa upp á hjarta fyrirtækisins brenna. 21. febrúar 2020 07:06
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent