Íhuga að endurtaka kosningu í Garðabæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2020 14:37 Starfsfólk Garðabæjar tekur í það minnsta ekki þátt í fyrstu verkfallsaðgerðum BSRB. Vísir/Vilhelm Hluti félagsmanna í Starfsmannafélagi Garðabæjar, STAG, hefur lýst yfir óánægju með hvernig atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun var afgreidd í vikunni. STAG, sem er aðildarfélag að BSRB, er eina aðildarfélagið þar sem verkfallsboðun var ekki samþykkt. Ástæðan var dræm þátttaka. Formaður STAG áréttar að félagsmenn fái allar þær kjarabætur sem vonir standi til að fáist. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna aðildarfélaga BSRB samþykkti verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu sem fram fór dagana 17. til 19. febrúar. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var víðast hvar á bilinu 70-90 prósent. 221 kaus í Garðabæ af 544 sem voru á kjörskrá. Kristján Hilmarsson, formaður STAG, segist í samtali við fréttastofu merkja óánægju hjá hluta starfsfólks. Hópurinn sé þó ekki stór. Gekk illa að finna netföng Atkvæðagreiðslan hófst á mánudag og sama dag var tölvupóstur sendur út á starfsmenn í Garðabæ. Það var ekki auðvelt að sögn Kristjáns þar sem fjölmörg netfang starfsfólks vantaði. Þau hjá STAG hafi leitað að vinnunetföngum hjá starfsfólki á vefsíðu Garðabæjar og sent út á rúmlega fimm hundruð netföng. Sjö skiluðu sér til baka, voru ekki lengur í gildi, og tveir til þrír tölvupóstar bárust ekki fyrir mannleg mistök. Svo hafi bæst við að í Garðabæ sé vetrarfrí og starfsmenn sumir hverjir sagst ekki skoða vinnupóstinn sinn á meðan fríiinu stóð. Fá sömu kjarabætur „Það eru sumir óánægðir en ekki stór hópur. Þetta er eins og í mörgum málum, fáir sem láta hátt í sér heyra,“ segir Kristján. Fólk eigi fullan rétt á því en dregið hafi úr óánægju fólks þegar það hafi fengið skýringar. „Sumir hafa haldið að þeir fengju ekki þær launahækkanir sem koma en við erum með fullan stuðning félagnna í kringum okkur og virðum úrslit kosninganna.“ Félagsmenn STAG eigi því von á þeim kjarabætum sem vonir standa til að náist í kjaraviðræðunum. Enginn verkfallssjóður Kristján segir að um sé að ræða fyrstu rafrænu kosningu sem félagið fari í. Sumir framkvæmdi kosninguna með SMS-kerfi en þá þurfi að hafa símanúmer hjá öllum. Sem þau hafi ekki. „Þú finnur ekki margt fólk undir þrítugu á Já.is,“ segir Kristján. Aðspurður hversu mikil óánægjan sé segir Kristján að líklega hafi í kringum fimmtán tjáð óánægju í ummælum á Facebook-síðu STAG. Þá hafi hann líklega fengið fimm tölvupósta og nokkrir starfsmenn mætt á skrifstofuna. Fólk yfirgefi staðinn mun sáttara en þegar það kom. Hins vegar sé eitt vandamál sem snúi að því að STAG eigi engan verkfallssjóð. „Efling, sem er eitt heitasta félagið í fréttum í dag á rosalegan digran verkfallssjóð, sem er bara vel. En hér hefur aldrei verið byggður upp verkfallssjóður frekar en í öðrum félögum,“ segir Kristján. Fólk hafi verið að spyrja hvað það fái í bætur ef það fari í verkfall og þá hafi verið fátt um svör hjá honum. „Það er enginn sjóður en við erum traust félag sem getur tekið lán eða veðsett eignir. En það er eitthvað sem þyrfti að ræða á næsta aðalfundi.“ Gætu lagt niður störf á seinni stigum verkfalls Félagsmenn í STAG starfa víða í bæjarfélaginu, halda því gangandi eins og Kristján kemst að orði. Fólk í skólunum , íþróttamiðstöðum, áhaldahúsum, sambýlum og víðar. Einhverjir ósáttir hafi velt fyrir sér hvort það hafi verið að yfirlögðu ráði hjá STAG að draga úr kosningaþátttöunni. Kristján segir það af og frá. „Við erum með það til skoðunar að kjósa aftur. Við náum ekki þessum fyrstu verkfallsdögum en getum kosið seinna og komið inn á seinni stigum.“ Fundað verði með trúnaðarmönnum eftir helgi og í framhaldinu skýrist staðan. Garðabær Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 88 prósent BSRB-fólks samþykkti verkfallsboðun Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 11:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Hluti félagsmanna í Starfsmannafélagi Garðabæjar, STAG, hefur lýst yfir óánægju með hvernig atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun var afgreidd í vikunni. STAG, sem er aðildarfélag að BSRB, er eina aðildarfélagið þar sem verkfallsboðun var ekki samþykkt. Ástæðan var dræm þátttaka. Formaður STAG áréttar að félagsmenn fái allar þær kjarabætur sem vonir standi til að fáist. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna aðildarfélaga BSRB samþykkti verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu sem fram fór dagana 17. til 19. febrúar. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var víðast hvar á bilinu 70-90 prósent. 221 kaus í Garðabæ af 544 sem voru á kjörskrá. Kristján Hilmarsson, formaður STAG, segist í samtali við fréttastofu merkja óánægju hjá hluta starfsfólks. Hópurinn sé þó ekki stór. Gekk illa að finna netföng Atkvæðagreiðslan hófst á mánudag og sama dag var tölvupóstur sendur út á starfsmenn í Garðabæ. Það var ekki auðvelt að sögn Kristjáns þar sem fjölmörg netfang starfsfólks vantaði. Þau hjá STAG hafi leitað að vinnunetföngum hjá starfsfólki á vefsíðu Garðabæjar og sent út á rúmlega fimm hundruð netföng. Sjö skiluðu sér til baka, voru ekki lengur í gildi, og tveir til þrír tölvupóstar bárust ekki fyrir mannleg mistök. Svo hafi bæst við að í Garðabæ sé vetrarfrí og starfsmenn sumir hverjir sagst ekki skoða vinnupóstinn sinn á meðan fríiinu stóð. Fá sömu kjarabætur „Það eru sumir óánægðir en ekki stór hópur. Þetta er eins og í mörgum málum, fáir sem láta hátt í sér heyra,“ segir Kristján. Fólk eigi fullan rétt á því en dregið hafi úr óánægju fólks þegar það hafi fengið skýringar. „Sumir hafa haldið að þeir fengju ekki þær launahækkanir sem koma en við erum með fullan stuðning félagnna í kringum okkur og virðum úrslit kosninganna.“ Félagsmenn STAG eigi því von á þeim kjarabætum sem vonir standa til að náist í kjaraviðræðunum. Enginn verkfallssjóður Kristján segir að um sé að ræða fyrstu rafrænu kosningu sem félagið fari í. Sumir framkvæmdi kosninguna með SMS-kerfi en þá þurfi að hafa símanúmer hjá öllum. Sem þau hafi ekki. „Þú finnur ekki margt fólk undir þrítugu á Já.is,“ segir Kristján. Aðspurður hversu mikil óánægjan sé segir Kristján að líklega hafi í kringum fimmtán tjáð óánægju í ummælum á Facebook-síðu STAG. Þá hafi hann líklega fengið fimm tölvupósta og nokkrir starfsmenn mætt á skrifstofuna. Fólk yfirgefi staðinn mun sáttara en þegar það kom. Hins vegar sé eitt vandamál sem snúi að því að STAG eigi engan verkfallssjóð. „Efling, sem er eitt heitasta félagið í fréttum í dag á rosalegan digran verkfallssjóð, sem er bara vel. En hér hefur aldrei verið byggður upp verkfallssjóður frekar en í öðrum félögum,“ segir Kristján. Fólk hafi verið að spyrja hvað það fái í bætur ef það fari í verkfall og þá hafi verið fátt um svör hjá honum. „Það er enginn sjóður en við erum traust félag sem getur tekið lán eða veðsett eignir. En það er eitthvað sem þyrfti að ræða á næsta aðalfundi.“ Gætu lagt niður störf á seinni stigum verkfalls Félagsmenn í STAG starfa víða í bæjarfélaginu, halda því gangandi eins og Kristján kemst að orði. Fólk í skólunum , íþróttamiðstöðum, áhaldahúsum, sambýlum og víðar. Einhverjir ósáttir hafi velt fyrir sér hvort það hafi verið að yfirlögðu ráði hjá STAG að draga úr kosningaþátttöunni. Kristján segir það af og frá. „Við erum með það til skoðunar að kjósa aftur. Við náum ekki þessum fyrstu verkfallsdögum en getum kosið seinna og komið inn á seinni stigum.“ Fundað verði með trúnaðarmönnum eftir helgi og í framhaldinu skýrist staðan.
Garðabær Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 88 prósent BSRB-fólks samþykkti verkfallsboðun Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 11:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32
88 prósent BSRB-fólks samþykkti verkfallsboðun Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 11:06
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent